Vikan


Vikan - 03.01.1974, Blaðsíða 4

Vikan - 03.01.1974, Blaðsíða 4
Iitaver GRENSASVEG118,22,24 SÍMAR: 32266-30280-30480 Dcsturinn Vikan og sálar þroskinn Hæstvirti vandamálapóstur! Ég ætla nú ekki að biðja þig að leysa úr vandamálum minum, þú hefur vist nóg af sliku, auk þess sem min vandamál eru handa sjálfri mér að glima við. Hins vegar vil ég hér með þakka allt gamalt og gott i Vikunni á undan- förnum árum. Segi gamalt og gott, þvi sú var tiðin, að mér þótti Vikan skemmtilegt lesefni. Ef til vill má að einhverju leyti kenna það auknum sálarþroska minum, að ég get ómögulega séð neitt áhugavert við það, hvernig einkalif hinnar eða þessarar stjörnunnar er, né get ég heldur sagt, að ég hafi lengur áhuga á að lesa þessar „æsispennandi” og „frábæru” fram ha ldssögu r ykkar. Smásögurnar eru oft mjög góðar og vel þýddar, en þvi miður mán ég ekki eftir neinni nýlegri framhaldssögu, sem hægt er að segja slikt um. Veit ég vel, að margir eru spenntir fyrir slikum rómönum. O.K. að gera þeim lil hæfis, en hvers vegna með báðum framhaldssögunum. Allflestir tslendingar geta nú með sæmi- legu móti lesið dönsku. Svo gerið þið lika heldur litið úr þessum áhangendum framhaldssagna ykkar. þetta fólk gæti nú e.t.v. lika lesið eitthvað annað. Hefur ykkur aldrei dottið i hug að hægt væri að hafa aðra fram- haldssöguna eitthvert gott bók- menntaverk. Við eigum marga góða- islenzka höfunda, og á hinum Norðurlöndunum eru stór- kostiegir höfundar eins og t.d. Nexö, Björnson, Hamsun, Hifbjerg, Panduro og fleiri. Og enn fjær t.d. Hemingway, Stein- beck, Po, Tolstoj og Solshenytsin o.s.frv. Ég kem hugmyndinni hér með á framfæri, gerið svo vel, þið megið eiga hana. Annars slæðist nú stundum gott efni með, sérstaklega þá góð viðtöl. Greinarnar vilja stundum verða dálitið yfirborðskenndar, er þar um að kenna lélegri þýðingu eða einhverju öðru? Og svo auðvitað hjartans þakkir fyrir Stinu og Stjána, G. Gullrass og Henry, þau eru alveg ómiss- andi perlur. Svo óska ég ykkur að lokum allra heilla í framtiðinni og vona, aö ykkur takist að gera Vikuna að góðu skemmtiblaði, en i guðanu bænum, ekki stæia dönsku blöðin meira en orðiö er. Ég geri nú ekki svo litið úr mér að spyrja um stafsetninguna, en mig langar óhemju mikið að vita, hvað þér finnst um rithöndina og hvað þú lest úr henni. Takk fyrir birtinguna (ef af verður). Ljóska Skriftin er sérstæð og skemmti- lcg og bendir til þess, að þú takir meira mark á skynsemi en til- linningum, og mig undrar ekki, þó þú viljir sjálf glíma við þin vandamál. Við hérna á Vikunni tökum öllum umsögnum um efni blaðsins með þökkum, en hætt er við, að við höfum bara ekki roð við þinum sálarþroska. Og hvað sem þinum áhuga Ifður, þá dynja stöðugt á okkur þakkir fyrir „æsispennandi" og „frábærar” framhaldssögur, og við erum m.a.s. iðulega spurð, hvort ekki sé hægt að prenta meira i hvcrju tölubiaði eða gefa út 2 blöð á viku, svo að lesendur þurfi ekki að liiða svona lcngi eftir framhaldi. Framhaldssaga vcrður að vera spennandi, þannig að beðið sé með eftirvæntingu eftir næsta blaði. Hins vegar geta sögur eftir þá höfunda, sem þú stingur upp á, tapað öllu sinu gildi með þvi að búta þær niður i framhaldssögur l>ú verður að lesa þá annars staðar. l>að er gleðilegt, aö þér skuli gcöjast að viðtölunum okkar 'og smásögunum. Við reynum einmitt að hafa efni hlaösins fjöl breytt, svo að sem flcstir finni eitthvaö, sem hæfir þeirra sálar- þroska. En segðu ekki, að Vikan séstælingá dönsku blöðunum, við neitum slíkri ákæru! Danskennsla Kæri Póstur! Ég þakka allt gamalt og gott. Tileínið að ég skrifa þér er, aö mig langar mjög mikið til að gerast danskennari. Hvaða próf þarf maður til þess. og hvar er hægt að læra? Þarf maður að fara út i lönd? Viltu reyna að svara þessu? Og svo þetta gamla, hvernig er skriftin, og hvað heldurðu, að ég sé gömul? E. V. Ileiðar Ástvaldsson, dans- kennari, upplýsti: Fyrst þarf að öölast svokallað heimsmerki I dansi með góðri einkunn, og það tckur venjulega 2 vetur fyrir manneskju, scm aldrei^hefur lært dans áður, iniðað við einn danstlma á viku. Að heirns- merkinu fengnu cr hægt aö sækja um hjá einhverjum dansskól- anna, og tckur þá þrjú ár að læra og öðlast réttindi til danskennslu. Danskennslu er auðvitað einnig hægt að læra crlendis, en um allar nánari upplýsingar visast til Danskennarasambands islands eða einhvers dansskólanna. Skriftin cr snyrtileg, og Ifklega ertu að vcrða 17 ára. Vill ekki skemma blaðið Heiðraði Póstur! Ég ætla að byrja á þvi að þakka 'fyrir allt gott i Vikunni. Mér likar blaöið alveg stórvel að öðru leyti en þvi, aö ég er mjög óánægð með getraunaseðlana i blaðinu. Þeir eru sem sagt ekki teknir gildir, 4 VIKAN 1. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.