Vikan - 03.01.1974, Blaðsíða 27
deilan við Englendinga og Þjóð
verja verður til lykta leidd á ár-
inu. sennilega þó ekki fyrr en i
nóvember. Þar kemur enginn
aðila til með að una vel sinum
hlut, en íslendingar þó skást”!
Bernhöftstoriuna sa völvan
okkar fyrir sér nýmálaða og vel
haldna, og allir muna, hvernig
það gekk fyrir sig. Hins vegar
spáði hún sigri íslendinga yfir
Dönum i handbolta, en þá hefur
henni liklega sézt yfir jöfnunar-
markið, sem kom á siðustu min-
útu i þeim æsispennandi leik,
sem þeir frændur háðu á útmán-
uðum ársins. (Að visu er ekki öll
nótt úti enn, þar sem þetta er
skrifað nokkru fyrir áramót).
Fáir lögðu trúnað á þá spá
hennar, að Nixon, Rodgers og
Kissinger mundu láta sjá sig á
íslandi. Hún trúði þvi m.a.s. ekki
sjálf, en þeir komu nú samt!
Hins vegar sá hún ekki við
duttlungum Fischers, þvi að
þrátt fyrir spá hennar og raunar
fullyrðingar bæði Fischers og
Sæmundar vinar hans um, að
hann kæmi i heimsókn á s.l.
sumri, þá varð ekki af þvi.
Völvan spáði Sonju og Haraldi
i Noregi annarri dóttur á árinu,
og varla var spá hennar á þrykk
út gengin hjá okkur, er opinber
tilkynning kom um þungun
Sonju. En hvorki hún né aðrir
harma það, þó afkvæmið yrði
drengur i þetta sinn. Ekki brást
völvunni spádómsgáfan, þegar
hún sá fyrir brúðkaup önnu
Bretaprinsessu, sem haldið var i
nóvember með pompi og pragt.
Margir þykjast einnig hafa séð
spá hennar um einhverja glætu i
eiturlyfjavandamálum lands-
manna hafa rætzt við aðgerðir
hvitasunnufólks til hjálpar
drykkju- og eiturlyfjasjúkling-
um.
Að lokum má nefna, að völvan
okkar spáði hörðum átökum i
löndunum fyrir botni Miðjarðar-
hafs, og hefur það svo sannar-
lega gengið eftir. Hins vegar
hefur Dayan ekki ennþá tekið við
af Goldu Meir, hvað sem gerast
kann á næstunni.
1. TBL. VIKAN 27