Vikan - 03.01.1974, Blaðsíða 32
Fljótt á litið virðist það vera
auðvelt viðfangsefni að skrifa
annál ársins 1973. Þegar litið er til
baka, blasir við heldur viðburða-
snautt ár, með nokkrum undan-
tekningum þó. Annáll þessi er
skrifaður með hliðsjón af þvi efni,
sem birt hefur í þáttunum á ár-
inu. í þeim hefur verið reynt að
gera öllu þvi skil, sem talist getur
til tónmennta og einnig hefur ver-
ið reynt að rata á þá, sem teljast
mættu framtakssamari en aðrir
virtir popparar, i þá átt að
skemmta landslýð með frum-
sömdu efni. En nóg er nú komið i
innganginn og þá er bara að
skella sér á annála.
Eftir að árið 1972 hafði kvatt
okkur og árið 1973 heilsað, var
eins og islenskir popparar lægju i
dvala, — allavega var ekkert inn-
lent efni i poppþættinum fyrr en
um miðjan febrúar. Þá var fjall-
að um þá Magnús oj» Jóhann, sem
þá voru nýlega k'ömnir á samning
hjá erlendu hljómplötufyrirtæki.
Væntanleg var á markað ný 2ja
laga plata með þeim Magnúsi og
Jóhanni með nafninu Sæta Kass-
andra. Textinn hafði ekki að
geyma mikla speki né djúpa
visku, enda skilgreindur sem
,,kóka kóla texti”. Einnig kom
fram, ' að ekki væri endalaust
hægt að semja um hundgamalt og
leiðinlegt fiskiþorp á Suðurnesj-
um og að Magnús var hálft ár að
læra á.trompet hjá Vebersjekk.
Magnús og Jóhann lýstu þvi
einnig yfir, að þeir væru hættir að
sitja á stólum og spila á kassagit-
ar og Rúnar Júliusson hélt til
Bandarikjanna, „til að forðast
yfirvofandi lifsleiða i tilbreyting-
arlausum heimi danshúsamúsik-
framleiðslu”.
Svo brá þátturinn sér i bió með
Rió. Voru það kveðjuhljómleikar,
sem haldnir voru i Austurbæjar-
biói, til að auðvelcLa væntanlega
utanför og kveðja trygga aðdá-
endur. Var nokkuð greinilegt af
lagavali þeirra félaga, að næsti
stoppustaður væri Ammarfka,
segir i greinarkorni um hljóm-
leikana.
Jesús Guð Dýrlingur var næst-
ur á dagskrá og það var kominn
15. mars. Fjórir kilómetrar af
snúrum og köplum voru lagðir
um þvert og endilangt Austurbæj-
arbió til þess að fóík gæti meðtek-
ið boðskapinn. Miklum fjölda
ljóskastara var komiö fyrir i bió-
inu til að upplýsa áhorfendur um
þaö sem fram fór á sviðinu, og
Súperstar, — Jesús Guð Dýrling-
ur varð raunar mesta uppljóstrun
þessarar aldar, að áliti ljósa-
manna.
Roof Tops áttu næsta þátt og
var þar að finna greinargóðar
upplýsingar um hvaða númer af
skóm meðlimir hljómsveitarinn-
ar notuðu. Segir ennfremur að
hljómsveitin hafi verið vængbrot-
inn fugl um stundarsakir, vegna
þess að Vignir Bergmann og Ari
Jónsson yfirgáfu hreiörið. En svo
kom Ari til baka meö spelkur og
varð þá kátt i höllinni.
Það var kominn 26. aprtl og Æ
lof jú bikos ómaði tært inn um
annað eyrað og meö trega út um
hitt, Brimkló, easy listening meö
country Ivafi. átti hug og hjörtu
landsmanna, enda sögðu sumir
að það væri eins og að hlusta á
gömlu plöturnar sinar á siðkvöld-
um. Lengi er von á einum, segir
máltækið, en þeir i Brimkló
sögðu, að þetta væru „ægilega
skringilegir tlmar”.
Þá var hún Lisa komin á fast
með Pálma Gunnarssyni. Hljóm-
sveitin Lisa hafði verið á hrakhól-
um með bassaleikara um nokkurt
skeið og Pálmi leysti vandann um
stundarsakir. Varð uppi töluverð
undrun manna út af þessu, þar
sem allir vissu að Pálmi hafði
verið hengdur 30 sinnum á sviði
Austurbæjarbiós I kufli Júdasar
lærisveins nokkru áður.
Ingvi Steinn sendi frá sér 2ja
laga plötu með Flakkarasöng
nokkrum. Þar upplýsti Ingvi, aö
hann léki sér og hreykti á hátind,
auk þess sem hann ætti fullt veski
af fé og flæktist fyrir mönnum.
Einnig kom fram á áðurgreindum
texta, að hann safnaði simanúm-
erum og spyrði menn ekki um
leyfi til að fara á kvennafar. Þótti
þetta þróttmikil yfirlýsing, sem
enginn hefur enn andmælt, svo
þar við situr.
Svo kom fram á sjónarsviöið
hljómsveit, sem sendi lands-
mönnum öllum ástarkveðju frá
Astarkveðju. Þeir sögðust vilja
höfða vil annarra hvata i tónlist-
inni heldur en kynhvatarinnar.
Viðurkenndi þátturinn að það
væri að vlsu sjónarmið út af fyrir
sig, en spurði siöan til hvers kon-
ar hvata þeir vildu höfða. Þeir
vildu auövelda fólki að finna hiö
sig. Þeir sögðu, að þeir vildu
aðeins flytja jákvæða tónlist og
texta. En hvaö geröist? Hljóm-
sveitin leystist upp viku eftir að
greinin birtist I þættinum og má
ekki annaö af þvi ráða, en þeir
hafi sjálfir gefist upp viö að finna
hið góða I sjálfum sér, sem var
eðlilega grundvöllur þess, aö þeir
gætu hjálpað öörum aö gera sllkt
hið sama, — með ástarkveöju.
Þá voru Logar á ferðinni með
2ja laga plötu, Sonur minn, —
Minning uin mann. Hljómsveitin
hætti siöan störfum og höföu gár-
ungar þaö I flimtingum, að lagiö
hefði öllu heldur átt að heita
Minning um hann Loga.son Vest-
mannaeyja.
30. tbl. var næsta blað og þaö
var kominn júli. Birtist I þættin-
um ljósmynd eftir uppbótarkerf-
inu fyrir óraunverulega mynd af
hljómsveitinni, sem. birst haföi
nokkru áður. Taldist myndin til ó-
raunveruleikans, þar sem hún
var tekin I upphafi dansleiks en
ekki I lok hans, eins og lög gera
ráð fyrir. Það er eins og skrifað
stendur I góðum bókum, i upphafi
skal endirinn skoða og i lok skal
endann athuga. Heföi öllum óráð-
_um verið fylgt ætti myndin sú að
hafa lukkast, en það var sem sagt
ekki.
i sama þætti I 30. tbl. skamm-
32 VIKAN l.TBL.