Vikan


Vikan - 03.01.1974, Side 42

Vikan - 03.01.1974, Side 42
E5INNI & DINNI Ég tók ekki pilluna af þvi aö ég áleit aö ekki væri nægilega mikiö vitað um þau áhrif, sem hún kynni aö hafa. Ekki bara á næstu ættliöi, heldur lika I framtiöinni. Ungt fólk leggur mikiö upp úr þvl aö ekkert slæmt geti hent afkom- endur þess. Það er ekki eins kærulaust og margir fullorönir halda. Ég varö ófrísk. Ég get ekki lýst þvl, hve illa mér leið. Ég var ekki búinn aö ljúka prófum I listum og sögu og ég haföi hugsaö mér aö fara á listaskóla. Mér fannst eins og framtíö minni heföi veriö stolið frá mér. Þaö var engu likara en skvett hefði verið á mig köldu vatni og ég siöan lokuö inni I búri. Auðvitaö var ég dauöhrædd við þaö, sem foreldrar minir segöu og kom ekki auga á neina leiö til þess aö leyna þau þvi, hvernig komið var fyrir mér. Fyrst af öllu varð ég aö fá að vita meö vissu, aö ég væri meö barni. Ég fór til heim- ilislæknisins. Til allrar hamingju þekkti ég hann lítiö eitt svo aö þaö var ekki mjög erfitt fyrir mig aö segja honum, hvers vegna ég heföi komiö! Hann staöfesti grun minn og nú vissi ég fyrir vlst, aö ég átti von á barni. Ég sagði Simon það og hann vildi strax aö viö giftum okkur. Honum brá viö, þegar ég sagðist ekki vera viss um aö þaö væri bezta lausnin, eöa'ég vildi þaö. Ég reyndi aö útskýra fyrir hon- um aö ég væri ekki nema sautján ára og fyndist ég ekki nógu gömul til þess að binda mig ýfir barni, eiginmanni og heimili. Ég var ekki einu sinni byrjuö á þvi námi, sem hugur minn stóö raun- verulega til. Mér fannst ég myndi iörast þess seinna og veröa bitur og leiö á hjónabandinu og þaö gæti aldrei fariö vel. Þetta var ekki rétti grundvöllurinn fyrir barni. Læknirinn ráðlagði mér að segja foreldrum mlnum þetta undireins, en ég gat ekki komið mér aö þvl vikum saman og hver dagur var eins og martröÖ. Ég átti erfitt meö svefrt, haföi enga matarlyst og grét svo klukku- stundum skipti. Einn daginn þeg- ar ég kom heim úr skólanum leiö mér enn verr en vanalega. Mamma sagði: ,,Hvað gengur aö þér Sheila?” og ég brast I grát. ,,Ég vona, aö það sé ekki það, sem ég held”, hélt hún áfram og þá kinkaöi ég kolli. „Öóó! Hvernig gaztu gert okkur þetta?” var það fyrsta, sem hún sagði. „Hvaö helduröu aö fólk segi?” Mamma átti oft eftir aö fjarg- viörast yfir þvi hverslags ómann- eskja ég væri og hvaö ég gæti ver- iö vanþakklát. Þegar ég sagöi þeim, aö Simon vildi giftast mér, sögöu bæöi pabbi og mamma, aö ef mig langaöi til þess, þá skyldi ég gera þaö undireins. En þau vildu þá ekki sjá mig framar, og þau vildu ekki sjá Simon og ekki barniö. Simon baö um aö fá aö heimsækja þau, en þau neituöu þvLPabbi reyndi hvaö hann gat til þess aö reynast mér vel. Hann sagöi aö hann og læknirinn gætu séö um aö fóstrinu yrði eytt og aö hann áliti þaö yröi bezt fyrir mig. Ég samþykkti þaö fyrir rest. Þegar ég sagöi Simon frá þvi, féll hann gersamlega saman. Hann sagöist aldrei myndu geta séö mig framar og hann myndi segja upp vinnunni og flytjast til foreldra sinna og sækja um vinnu þar. Ég fékk fóstrinu eytt með löglegum hætti og gekk.i gegnum fóstureyðinguna án þess aö vera meö sjálfri mér. Enn þann dag I dag man ég tæpast eftir nokkru atviki, sem geröist i þessum nóvembérmánuöi. Foreldrar mlnir voru mér svo góöir og ástúölegir á eftir aö ég var farin aö halda aö framvegis yröi allt gott milli min og þeirra. Þetta var barnalegt traust og sennilega þaö slöastá, sem ég sýni á ævinni, þvl aö þaö reyndist vera min mestu mistök. Þau hafa aldrei reynt aö láta mig gleyma þeim. Ég fór aftur I skólann eftir jólin og smám saman færöist llfiö aftur I eðlilegt horf. Ég fór aö vera aftur meö gömlu félögunum, en þaö var hvimleitt hvaö mamma var tortryggin, ef þaö dróst hálftfma lengur en ég hafði sagt, að ég kæmi heim. Þá var stutt i ásakanirnar fyrir aö hafa fariö á bak viö þau og hvernig ég gæti búist viö þvl aö þau myndu nokkurn tlma treysta mér fram- ar. Ég er oft reið en oftar þó döp- ur. Vegna þess aö einu sinni ját- aöi ég allt fyrir foreldrum mínum og ég iörast þess af öllu hjarta. Ég vildi aö ég heföi fariö aö heim- an og eignast barniö og unniö fyrir þvl eöa gifzt Simon. pau hóta mér ennþá meö þvl aö þau taki af mér vasapeningana og þau setja sig ekki úr færi til aö minna mig á, hve góö þau hafi verið mér. Þau hafa veriö þaö, en þaö gerir tortryggni þeirra á eng- an hátt léttbærari. Mig langar enn aö legja stund á framhalds- nám, en ef ég geri þaö held ég áfram aö vera háö þeim. Ég hef oft hugsaö um aö fara til London og fá mér vinnu þar. Ég myndi gera næstum hvaö sem er til að komast aö heiman. Simon hefur hringt til mln og skrifað mér nokkrum sinnum og hreimur raddar hans einnar saman vekur hjá mér þrá til að hvila I örmumhans, þvi aö ég er hræöilega einmana. En ég ætla mér ekki aö gifta mig fyrr en ég er búin að komast eitthvaö áfram. Hvaö sem gerast kann, er ég viss um eitt. Einu sinni þoröi ég ekki að segja foreldrum minum hvert ég fór, hverja ég hitti og hvað ég var aö gera. Nú kæri ég mig ekki um aö segja þeim þaö. Þaö yröi bara vatn á þeinra myllu. Samt finnst mér ég vera auvirðileg, þegar ég skrifa þetta, þvi aö I rauninni elska ég foreldra mina og vil gjarnan gera þeim til geös. Ef ég fer I háskóla og stend mig vel, veröa þau kannski hreykin af mér, þvi aö ég vildi óska aö ég heföi veriö dóttirin, sem þau vildu aö ég væri. En mér finnst einhvern veginn aö engin leiö sé fær til baka, eöa er þaö? Hrævareldur Framhald af bls. 17 reyna neinar kúnstir. Ég er ekki meö neitt baktjaldamakk, og ég vona aö ég geti gert gagn I starfi mlnu vegna þess aö ég hef þörf fyrir atvinnu. Mér haföi ekki veriö ljóst áöur, aö ég gæti talaö svona sannfær- andi og ég held, aö þaö hafi komið svolltiö hik á hann. — Ég ætla aö flýta mér til sklðaskálans. Mér þykir leitt, ef ég hefi truflað yöur, af einhverri ástæðu, sem ég skil ekki. Hann reyndi ekki aö tefja frekar fyrir mér og ég gekk hægt áfram, reyndi aö stilla mig, en haföi mesta löngun til aö taka til fótanna, sem lengst I burtu frá Emory Ault. Ég haföi aldrei áöur oröiö vör viö slikan ótta. Slöasta spölinn réö ég ekkert viö mig, ég þaut I gegnum garöinn og Clay 'Davidson hlýtur að hafa séð til mln, þvl aö hann var búinn aö opna dyrnar, þegar ég kom aö þeim. Ég féll næstum I arma hans og hann greip um mig, til aö ég dytti ekki. Þaö er engu likara en aö úlfar séu á hælununr á þér, sagöi hapn. — Þaö voru ekki úlfar, heldur grimmur skógarbjöm. Ég hitti einmitt þennan ógnvekjandi Framhald á bls. 46 42 VIKAN I.TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.