Vikan


Vikan - 03.01.1974, Blaðsíða 18

Vikan - 03.01.1974, Blaðsíða 18
í fullri alvöru ■ Hvenær fáum viðlit- sjónvarp? Sjónvarpstækninni fleygir fram. Margir spá þvi, aö alger bylting i þeim efnum sé á næsta leiti. Henni á aó valda meöal annars mynd- segulbandiö, sem innan tiöpr mun veröa jafn algengt og hljóösegul- bandiö. Meö tilkomu myndsegulbandsins (eöa myndsnældunnar, eins og Hrafn Gunnlaugsson kallaöi þetta nýja tæki i grein i Morgunblaöinu fyrir nokkru) getur hver sem er gerzt dagskrár- stjóri og þarf ekki lengut aö beygja sig undir smekk misviturra manna. bá veröur hægt aö taka upp efni af sjónvarpsskerminum og sýna þaö aftur og aftur: þá veröur hægt aö framleiöa eigin sjónvarps- þætti, þar sem vinir og kunningjar eru kannski aöalleikendurnir, og ugglaust veröur einnig hægt aö kaupa I verzlunum sjónvarpsþætti meö heimsfrægum skemmtikröftum. Þetta eru aöeins fáeinir af ótalmörgum möguleikum, sem blasa viö, ef myndsegulbandiö veröur almenningseign, eins og allt viröist benda til. Og fleiri nýjungar eru á döfinni, og var skilmerkilega skýrt frá þeim i áöurnefndri grein Hrafns Gunnlaugssonar. Kapalsjónvarp, sem likt er viö jaröslma, mun gera þaö aö verkum, aö hægt veröur aö ná h'undruöum sjónvarpsstööva á sama tækiö. Myndskifan likist einna helzt hljómplötu aö sögn. A hana eru þrykktar hreyfimyndir og henni er brugöiö á fón, sem tengdur er venjulegu sjónvarpi. Menn hugsa sér, aö slikar skífur fylgi til dæmis dagblööum i fram- tlöinni og hafi þá aö geyma nýjustu fréttamyndir. Allt er þetta enn i deiglunni og erfitt aö spá nákvæmlega hver þróunin veröur. Eitter þó vist: miklar breytingar eru i vændum, og núverandi skipulag i f jölmiölun er ef til vill oröiö úrelt, áöur en viö vitutn af. Tækninýjungar .berast seint hingaö til lands. Meöan innreiö myndsegulbandsins er undirbúin erlendis, viröist litsjónvarp enn eiga langt i land hjá okkur. Nú háttar hins vegar svo til, aö megin- hlúti þess sjónvarpsefnis, sem viö horfum á daglega er tekiö I lit en sýnt svart/hvitt og myndgæöi þess þvi oft .og tiöum slæm. Erlendis mun vera oröiö tilgangslaust aö bjóöa annaö efni til sýningar en dagskrárþætti I litum. Þess vegna hefur islenzka sjónvarpiö oröiö aö láta taka litmyndir til þess aö koma á framfæri viö erlenda aöila, en getur ekki sýnt þær sinum eigin áhorfendum nema i svart/hvitu. Þegar svona er komiö gefur auga leiö, aö ekki veröur lengi unnt aö vikja sér undan þvi aö ráöast i aö koma á fót íslenzku litsjónvarpi. Sjónvarpiö okkar var stofnaö 30. september áriö 1966 og er þvi oröiö rúmlega sjö ára. Forráöamenn þess gera sér vonir um, aö tiu ára afmælisins veröi minnzt meö upphafi reglulegra sjónvarps- sendinga hérlendis. En þróun sjónvarpstækninnar hefur oröiö miklu örari en nokkur gat sé fyrir, svo aö timabært hlýtur aö teljast aö taka máliö til endurskoöunar og reyna aö flýta litsjónvarpi eins og kostur er á. Nú þegar væri hægt aö hefja meö litlum tilkostnaöi útsendingu I lit á meginhluta dagskrárinnar, sem eru flestir erlendu þættirnir. Þá vantar landsmenn aöeins tækin. Aætlaöur kostnaöur viö kaup á lita- tækjum er rúmir tveir milljaröar króna. Hér er þvi fyrst og fremst um stjórnmálalegan og efnahagslegan vand^ að ræöa, sem naumast ætti aö veröa þjóöinni ofviöa miöaö viö núverandi kaup- getu og gegndarlausa sölu á ýmiss konar rándýrum heimilistækj- um. Meöalaldur sjónvarpstækis er talinn 7 til 8 ár, og þar sem islenzka sjónvarpiö er einmitt á áttunda árinu, liöur senn aö þvi, aö margir þurfi aö fara aö endurnýja tæki sin. Timinn getur þvi varla heppilegri veriö til þess aö breyta yfir I litsjónvarp. Og ef sami hátt- ur yröi haföur á og var viö upphaf islenzka sjónvarpsins, aö á inn- fluttum sjónvarpstækjum skuli vera 80% tollur, sem rynni til stofnunarinnar, — þá ættu tolltekjurnar af litsjónvarpstækjunum aö nægja til aö mæta þeim kostnaöi, sem yröi af breytingunni. beirri röksemd hefur veriö haldiö á lofti, aö óráölegt sé aö ráöast i breytinguna fyrr en unnt verður aö vinna allt islenzkt útsendingar- efni I litum, en viö þaö mun kostnaöurinn vera mestur. En væri ekki allteins skynsamlegt aö breyta yfir i lit I áföngum og byrja strax á aö leyfa áhorfendum aösjá alla erlendu þættina, sem teknir eru i lit, en njóta sin misjafnlega i svart/hvitu. Litsjónvarp er þaö sem koma skal. Þvi fyrr sem viö fáum þaö, þvi betrá. Meö hliösjón af hinni öru þróun sjónvarpstækninnar og nýjungum, sem ef til vill gjörbylta allri fjölmiölun, er sannarlega óheillavænlegt aö dragast um og aftur úr. G.Gr. 18 VIKAN l.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.