Vikan


Vikan - 03.01.1974, Blaðsíða 13

Vikan - 03.01.1974, Blaðsíða 13
 1 m 11 V* \ V * +■ -&cid gar&inn. Ég hringdi dyrabjöllunni og þa& leiö ekki á löngu þar til Eva Bergaker opnaöi dyrnar. — Jæja, þér eruö ungi læknir- inn, sem viö hittum i gær, sagöi hún. — Ég hafði áhyggjur af dóttur yöar, þaö er ekki rétt aö gera lltiö úr þvl, ef fólk fær taugaáfall. Hún opna&i upp á gátt. — Þér þurfið ekki aö hafa áhyggjur af henni, þaö er allt i lagi. Viljiö þér ekki koma inn? Hún vlsaði leiöina gegnum and- dyriö inn I stóra stofu. Vetrarsólin var lágt á lofti og skein inn um stóra gluggana. Húsgögnin voru slitin, niöurnídd, eins og húsiö sjálft. — Viö erum rétt nýfluttar hingaö, sagöi frú Bergaker, — viö erum ekki búnar aö koma okkur i lag. Þaö er margt aö gera. Hús- gögnin min eru ennþá fyrir aust- an. En hér getum viö verið i friöi fyrir forvitnum nágrönnum. Ég vona aö Kari kunni vel viö sig hérna. Mér leið heldur ónótalega. — Ég ætla aö sækja Kari, sagöi hún svo. — Þess gerist ekki þörf, ég ætí- aöi aöeins aö spyrja ulh liöan hennar. Hún brosti, svolítiö tví- ræöu brosi. — Mig langar nú samt til, að þér talið viö Kari, svo þér getið sjálfur séö að henni liöur vel. Þess utan hefur Kari gott af þvi ab tala viö fólk, tala viö einhverja aöra en mig. En hún ger&i sig ekki llklega til aö sækja dótturina. — Ég hefi á tilfinningunni að okkur muni geöjast vel að yður, hélt hún á- fram. — Ég finn þaö alltaf á mér, hvenær óhætt er aö treysta fólki. Þaö er ákaflega_ fallegt af yöur, aö bera þessa ' umhyggju fyrir Kari. Hún þagði, en svo sagöi hún skyndilega: —Eruö þér kvæntur? — Nei. Ég varö undrandi yfir spurningu hennar. — Þér- eruö hissa á þvi, að ég skuli spyrja að þessu. Þér megiö ómögulega halda að ég sé að ráð- gera brúökaup dóttur minnar. Kari getur aldrei gift sig, en ég vildi óska aö hún eignaðist ungan vin. Ég hefi það á tilfinningunni, aö hana langi til aö tala viö ungt fólk, — sérstaklega fólk, sem gæti skilið hana, skiliö hvernig lffi hennar er háttaö. Ég var dálltiö miöur min yfir því hvernig samtaliö hafði æxlazt. — Hvað er aö Kari? spuröi ég. Frú Bergaker hikaði, ábur en hún svaraði: — Stundum hagar hún sér einkennilega, hún á það til að taka upp á undarlegum hlutum, sagöi hún svo. — Sjáið þér bara hvaö hún ger&i i gær — hljóp beint út á götuna og heföi getað orðið undir bil. Svo á hún þaö tH að ganga fram og aftur um húsiö^n nokkurs takmarks. Ég á stundum erfitt meö aö finna hana. En hún verður alltaf róleg, þegar ég tala viö hana. Hún vill vera frjáls, þolir ekki aö vera bundin. Hún horföi á eitthvaö úti i garö- inum. Þarna er hún úti i garö- inum, sagöi hún. — Þér ættuö aö tala við hana. Þegar ég gekk að dyrunum Ilt i garðinn, sagöi hún: — Komiö þér svo inn til aö fá kaffisopa og smakka á jólabakstrinum, viö höfum litiö boröað sjálfar af kök- unum. Kari stóö viö bilinn minn. Þeg- ar ég gekk til hennar, sá ég a& hún var mjög lik móöur sinni. — Kom- iö þér sælar, sagöi ég. Hún virtist ekki vera neitt hissa á þvi aö sjá mig. — Mér datt I hug, aö llta inn til aö sjá hvernig yöur liði, eftir þetta atvik i gær. — Þakka y&ur fyrir, mér liður ágætlega. — Já, sagði ég, — ég er feginn aö heyra þaö. Þér lltiö líka ljóm- andi vel út. Samtalið virtist ætla að lognast út meö þessu, en mig langaöi til a& kynnast henni betur. — Þér er- uö nýfluttar hingaö? — Já, sagöi hún. Ég leit i kringum mig. Garður- inn var greinilega i megnustu ó- hiröu. Eins og oft vil veröa á þess- um slóöum, snjóar ekki neitt aö ráöi fyrr en eftir nýár, ef þá festir snjó á annaö borö. Ég velti þvi fyrir mér, hverju ég ætti aö brydda upp á. En þegar ég sneri mér viö, brosti hún, elskulegu brosi. — Já, þetta er ljóttað sjá, finnst yðui- þaö ekki? — Þaö ætti aö vera auövelt aö lagfæra þaö. Viljiö þér ekki sýna Framheld á bls. 14 l.TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.