Vikan - 03.01.1974, Blaðsíða 9
rLEGUR MAÐUR
hættan, vegna þess aö þarna var
mikið ruðningsgrjót eftir sumar-
regniö og sandhrúgur.
Vélin var farin að urga og
stynja stundum hélt hún að hún
myndi alveg gefast upp, en henni
tökst samt að komast yfir þessa
torfæru og hún andaði léttar og
hún úk, sigri hrósandi upp á hæð
hinum megin við gjótuna, þar
sem hún stöðvaði vélina og leit I
kringum sig.
Ekki leit það vel út, en samt sá
hún hjólförin nú greinilega. Hún
andvarpaði i hljóðri bæn, skipti i
lággir og losaði handbremsuna.
Brekkan var brött og hún hélt
dauðahaldi i stýrið, þegar Land-
roverinn hossaðist yfir stein-
nibbur og rótarhryðjur, sem vor
hálf faldar i sandinum, En svo
fóru hjólin að spóla og vélin
stundi iskyggilega. Hún reyndi að
aka aftur á bak, en ekkert skeði,
annað en að hjólin sukku dýpra
niður i sandinn.
Það fór lika að rjúka úr heitri
vélinni og þegar lyktin var orðin
Iskyggileg, reyndi hún ekki meir
en drap á vélinni og byrgði
andlitiö i örmum sér.
Þegar Brett kom heim til Tar-
coola siðdegis, kom Lulie á móti
honum, miöur sin af angist. 1
fyrstu varð hann reiður, en svo
greip óttinn hann.
— 1 hvaöa átt fór hún?
— Þessa leið, sagði Lulie og
benti með höfðinu i vestur.
— Sagði hún hvert hún ætlaði að
fara? Hann vonaði, að hún hefði
aöeins ætlað að heimsækja
einhvern nágrannann. En svör
Lulie bentu ekki i þá átt.
— Nei. Sagði bara að hún ekki
eiga heima hér, það væri betra að
hún fara.
Nú var engan tima að missa.
Tuttugu og fjórir timar i auðninni
gátu verið lifshættulegir og nú
var Mia búin að vera f jarverandi
i tólf tima.
Honum var ljóst, að það var
tilgangslaust að leita hennar i
myrkri, svo hann sagði Mulga,
bezta leitarmanni sinum, aö vera
reiöubúinn viö sólarupprás um
morguriinn. Svo fór hann inn og
reyndi að ná sambandi við tal-
stöðina. Þaö var tilgangslaust,
stöðin var alls ekki inni, en
honum fannst hann þurfa að
aðhafast eitthvað.
Nú sat hann einn i þessu stóra
húsi, eins og Mia hafði svo oft
þurft að gera og hann ásakaði
sjálfan sig, nú, þegar hann
óttaðist um öryggi hennar.
Enginn vissi betur en hann,
hvaða hættur gátu steðjað að
henni. Þaö eina sem huggaði
hann, var að hún hafði farið á
Landrovernum, það var eina
farartækið, sem var liklegt til að
komast áfram eftir
troðningunum. Hann komst lika
að þvi, að hún hafði bæði nægilegt
vatn og bensin.
Hann fór inn i herbergið
hennar, til að vita hvort hún hefði
ekki skilið eftir bréf, eða eitthvað
sem benti til þess.hvað hún hefði
haft I hyggju, en þar var ekkert
annað, en daufur ilmur, sem
minnti hann á hana og einhver
fatnaður, sem hún hafði skilið
eftir á stól.
Harin gat þvi ekkert annað gert,
en að biða til morguns. Það var
tilgangslaust að leggja af stað
fyrr en klukkan sex „Mulga gæti
ekki rakið spor hennar fyrr. Atta
stundir voru þangað til og honum
var ljóst, að honum yrði ekki
svefnsamt.
Ef hann vissi hvar hana væri að
finna, þá myndi hann fara strax
af stað, þrátt fyrir myrkrið, og
sækja hana, ekkert I veröldinni
hefði getað komið i veg fyrir það.
Eftir að fyrstu örvæntingar-
augnablikin voru liðin hjá, fór
Mia að hugleiða hvernig hún gæti
losað bilinn. Þaö voru auðvitað öll
tæki i bilnum, tjakkur, reipi og
strámottur. en hún vissi bara ekki
Framhald á bls. 22