Vikan


Vikan - 03.01.1974, Blaðsíða 47

Vikan - 03.01.1974, Blaðsíða 47
— Ef þú vilt ekki tala viö hann i kvöld... hóf hann máls. Ég hristi höfuðið. — Að sjálf- sögðu skal ég koma niöur. Clay gekk á undan mér eftir ganginum, en áður en viö komum fram á stigabrúnina, bað ég hann að hinkra við. — Fannstu köttinn? — Köttinn? Hann lei.t i kringum ,sig- — Já... Cinnabar. Hann lá á rúminu minu, þegar ég kom upp. Það hefur einhver látiö hann inn til 'min. Ég lokaði dyrunum, áður en ég fúr niður I kvöld, en kött- urinn var þar samt. Clay varö svolitið vingjarn- legri, eins og hann væri að afsaka köttinn. — Það hefur verið Shan. Hún var með hann, þegar hún kom. Mér þykir fyrir þvi: Það er erfitt aö átta sig á duttlungum hennar. Margot átti þennan kött og hann er hálf villtur. Ég vona að þú hafir ekki snert hann. — Ég var búin aö hitta þetta kvikindi tvisvar áður, sagði ég, — og ég myndi aldrei láta mér detta i hug að snerta hann. Ég er annars kattavinur, en ég benti Cinnabar einfaldlega á dyrnar og hann hlýddi. Ég reyni aö finna hann og láta Tiann út, sagði Clay og hljóp niður stigann, eins og hann vildi foröast meiri umræður um köttinn. Ég flýtti mér ekki niöur og i speglinum sá ég kulnandi glæð- urnar i arninum og Julian, sem stóö fyrir framan. Nú var þessu snúið við, áður var það hann, sem horföi á mig frá stiganum. Julian sneri nú baki við mér og það var eitthvað vonleysislegt viö bak- svipinn, sem snerti mig. Þegar ég snerti olnboga hans, vissi ég aöhann skynjaði nærveru mina, þó að hann sneri sér ekki strax aö mér. — Þér vilduö tala við mig? sagði ég. Hann hélt áfram að virða fyrir sér kulnandi glæðurnar, eins og hann byggist við svari þaðan. Þegar hann loksins tók til máls, sagði hánn hikandi: — Viljið þér boröa meö okkur hádegisverð á Greystones á morgun, ungfrú Earle? Þetta var sannarlega það siðasta sem ég haföi búizt viö og ég skildi þetta ekki strax. Þegar ég hikaði með svariö, sneri hann sér aö mér og sagöi-með biöjandi •rödd: — Geriö þér það fyrir mig. Ég veit að yður finnst viö vera furðu- leg fjölskylda, en við höfum átt erfiða tima. Þér voruð svo góð viö Adriu i dag og virtust skilja hana. Það er ekkert annaö, sem mér finnst skipta máli. Ég hefi verið i vandræðum með dóttur mina, hef alls ekki vitaö hvernig ég á að haga mér gagnvart henni. Ef þér verðið hér einhvern tima, gæti verið, að þér heföuö tlma til aö kynnast henni. Hún er mjög ein- mana barn.. og systir mln... Hann þagnaöi. 1 aringlóðinni virtust augu hans alveg svört og þaö var sorgar- svipur á ásjónu hans. Ég gleymdi þvl i bili, aö þetta. var Julian McCabe. Hann hafði misst ást- rika eiginkonu og hann hafði verulegar áhyggjur af dóttur sinni. Ég fann til með honum. Hvi skyldi eg ekki reyna að hjálpa honum? Ég var samt hikandi. — Ég get ekki séö að ég sé fær um að hjálpa henni, sagöi ég. — Ég held aö Shan sé nú þegar búin aö snúa henni gegn mér. — Þér verðið að fyrirgefa henni. Hún elskar Adriu, en ég held að hún sé ekki alltaf heppi- legur uppalandi. En ég vil ekki særa Shan. — Getur ekki verið, aö þér særið Adriu meira? sagði ég lágt. Kvalasvipurinn I augum hans varð ennþá dýpri. — Ég reyni að gera það sem ég held að sé bezt fyrir hana. En þaö er ekki auö- velt. Þegar ég viröi hana fyrir mér... Hann þagnaði, en ég vissi hvað hann átti við. Þegar hann horfði á Adriu, sá hann Margot fyrir sér... látna. Ég fann til með telpunni og vorkenndi honum. En ég varð að hugsa um Stuart, fyrst og fremst, og sannleikurinn, hver sem hann var, varö að koma i ljós. — Að sjálfsögöu vil ég koma, sagði ég. Hann brosti alvörubrosi og ég fann til sektar, vegnp þess að hann vissi ekki hver ég var, hann haföi enga hugmynd um að hann væri að hleypa óvini inn á heimili sitt. Mig langaöi sannarlega ekki til að vera óvinur hans, en þvi varð ekki breytt, ég varð að hugsa um Stuart. — Þakka þér fyrir, Linda, sagöi hann og rétti mér höndina. Ég tók I hönd hans og reyndi að minnast þess hver hann var. Þetta var maöurinn, sem gat eyöilagt lif bróður mins eða bjargaö þvi. Ég mátti ekki láta töfrandi framkomu hans hafa áhrif á mig. Ég varö að vera ómóttækileg. En þegar hann hélt hönd minni I heitum lófa sér, var ég ekki svo viss um að mér tækist það. Þegar hann losaði hönd mina, gekk ég aö stiganum. Þegar ég var komin inn til min, flýtti ég mér að hátta. Svo fór ég i slopp yfir náttfötin og tók það sem eftir var upp úr töskunum, þar á meðal tréskurðarmyndina af skiöa- manninum, sem Stuart hafði gefið mér. Ég setti hana á snyrti- borðiö og virti hana vel fyrir mér, var að hugsa um að hafa hana þarna upp á punt, en svo datt mér i hug, að það væri kannski ekki vert, svo ég setti hana aftur ofan I töskuna. Stytturnar voru of llkar, þessi og sú sem hann hafði gefiö Adriu. Það. gat borið að mér böndin. Þegar ég lagðist út af, haföi ég ekkert annaö en Stuart I huga og bak við þær hugsanir leyndist óttinn. Ég reyndi af alefli að lita björtum augum á framtiðina. Ég fann lyktina af reyknum og heyrði brakiö i eldinum. Þáð var vetur og'gluggarnir lokáöir. Eitt- hvaö vakti mig, ég vissi ekki hvað það var. Ég stökk fram úr rúminu og hljóp berfætt fram á kaldan ganginn. Innst á ganginum var eldurinn I algleymingi. Herbergi móður minnar var þar, her- bergið, sem hún og stjúpi minn sváfu i. Mér var ljóst, að ég varð að fara og berja að dyrum hjá þeim, en ég var óttaslegin. Ég sneri mér þvi að herbergi bróður mins. Það tók aðeins andartak, að vekja hann og koma honum út úr herberginu. Hann ætlaöi að hlaupa að herbergi for- eldra okkar, en ég hélt honum til baka. Við öskruðum bæði, eins og við höfðum mátt til. Ég veit ekki hvort þau heyrðu til okkar, en ég dró Stuart niöur stigann og út um aðaldyrnar. Ég man ekki hvað svo skeði. Foreldrar okkar fundust rétt hjá dyrunum á herbergi sinu, en þar höfðu þau kafnaö. Eldurinn brauzt svo fram á ganginn, svo þeim var algerlega varnað út- göngu. Liklega hefði ég getað bjargað þeim, ef ég hefði farið fyrst til þeirra, en þaö sagöi ég engum. Ég fékk mikiö lof fyrir að bjarga bróður minum og Stuart hallaði sér að mér einni, niðurbrotinn af sorg. Allt hans öryggi var horfið með eldinum. Samvizkubitiö varð mér erfitt, en ég reyndi að bæta fyrir allt, með þvi aö gera það sem mér var unnt, fyrir Stuart. Að likindum geröi ég of mikiö af þvi, að annast hann, vegna þess að ég var alltaf við hendina, til að takast á við erfiðleika hans. Nú var Stuart i meiri hættu en nokkru sinni fyrr og það var vafasamt hvort ég yrði fær um að hjálpa honum. Ég bylti mér I rúminu, en þessi vökumartröð var alveg að gera útaf við mig. Samt sofnaöi ég að lokum. Ég hrökk upp um miðja nótt. Ég heyrði ekkert, en þögnin lá á mér, eins og mara. Ég lá kyrr um stund og skildi ekki hvers vegna mér var svo hrollkalt. En ekkert skeði og hjartslátturinn rénaði. Þegar ég var að sofna, mundi ég eftir vikuritinu i töskunni minni, svo ég glaðvaknaöi og ákvað að lesa það aftur. Það var dagsett nokkrum mánuðum áður og á kápusiðunni var mynd af Julian McCabe og yfir henni stóð: „Harmleikurinn á Greystones”. Myndin af Julian var mjög lik styttunum, sem Stuart haföi skoriö i tré. Ég fletti blaðinu og fann strax greinina, enda hafði ég oft lesið hana. Fyrsta myndin var af Greystones, tekin þaðan, sem turninn kom vel i ljós. Þaö voru fleiri myndir af Julian og tvær myndir af Margot, konu hans, — önnur var greinilega tekin á myndastofu, en hitt var augna- bliksmynd, tekin I Loveland, ári yrir slysið. A þeirri var hún að hlæja framan I mann, sem sneri baki i myndavélina. Mér sýndist það ekki vera Julian, en myndin af henni var góð. Stutt, ljóst hár, liöaðist um vanga hennar og enni. Augun voru stór og bliðleg, svo það var erfitt aö hugsa sér svon„ blfðlega konu verða harða og óbil- gjarna. Mér var vel ljóst, hve mikið hann heföi elskað þessa konu og tekiö nærri sér, þegar hún varö örkumla. Þarna var llka ein mynd af Adriu, sem llkavar á skiðum, en engin mynd af Shan. Kannski voru vatnadisir hræddar við myndavélar. Þarna var lika augnabliksmynd af Stuart og slðast ein mynd af Emory Ault, sem var aö veifa ljósmynd- aranum frá sér. En það var greinin sjálf, sem ég hafði meiri áhuga á. Ég hafði að visu lesið hana oft áður, en nú las ég hana með allt ööru hugarfari, vegna þess, að nú var ég búin að hitta allt fólkið, nema Margot. Ég las hana lika meö forvitni. Greinarhöfundur hafði ekki talaðu um þaö, sem ég vissi nú að voru staöreyndir. Julian var hetjan og það kom mjög skýrt fram. Stuart var að visu ekki stimpl- aöur glæpamaöur. Myndin af Shan var ekki raunveruleg, það var rétt minnst á hana. Þaö voru nokkuð trúverðugar lýsingar, en nú vissi ég að þær voru ekki alls kostar réttar. Til dæmis fékk maður alls ekki sennilega mynd af Margot McCabe. Þaö var eig- inlega lauslega talað um, að hún heföi verið dáð og dekruö i lifanda llfi, en hefði orðið bitur og erfið I lund, eftir að hún hafði veriö hlekkjuð við hjólastólinn. Þegar ég var búin aö lesa greinina vel og vandlega, gáði ég að nafni blaðamannsins, en hafði á tilfinningunni aö það væri leyni- nafn. Ég var eiginlega alveg viss um, að enginn annar en Clay Davidson, hefði getaö skrifað þessa grein. Ég furðaöi mig nokkuð á bitur- leikanum, sem kom I ljós, þegar hann talaði um Margot og ég var llka hissa á þvi, hve vandlega var farið I kringum að minnast á Shan. Ég minntist nú augnaráðs- ins, sem hann hafði sent henni fyrr um kvöldið. Þetta var allt nokkuð skrýtið. Ég fór lika að hugleiða, hvort Julian hefði lesið þessa grein, hvort hann vissi hver hefði skrifað hana og hvernig honum hefði orðið viö lesturinn. Clay var mér ráðgáta'. Ég varð að reyna að komast að þvi sem fyrst, hvert samband hans var við McCabe fjölskylduna og hvaö hann hugsaði um Stuart. En ég gatekki ráöiöneittfram úr þessu. Ég leit á klukkuna, hún var orðin fjögur, svo það var eins gott fyrir mig, aö reyna að sofna. En þegar ég rétti út höndina, til að slökkva á lampanum, var drepið létt á dyr hjá mér. Það gat ekki veriö neinn mér vinveittur, sem drap á dyr um þetta leyti nætur. Aftur var barið. Ég fór út úr rúminu, klæddi mig I slopp og inniskó og gekk til dyra. — Hver er þar? spurði ég, lágum rómi. — Þaö er Clay. Ég opnaöi dyrnar, en ég hafði sett öryggiskeðju fyrir um kvöld- ið, svo það opnaðist aöeins um rifu. Framhaldi næsta blaði l.TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.