Vikan - 03.01.1974, Blaðsíða 26
Völva Vikunnar vakti athygli alþjóðar i fyrra
HUN
REYNDIST
SANNSPÁ
Engum viðmælanda Vikunnar
á árinu 1973 hlotnaðist viðlika
frægð og völvunni okkar, sem
spáði ýmsu ótrúlegu i 1. tölu-
blaðinu. Mörgum hefur eflaust
farið svo, að þeir höfðu gaman af
spánni, en hugsuðu ekki frekar
um hana. Það var ekki fyrr en
gosið i Vestmannaeyjum hófst,
að völva Vikunnar komst á allra
varir, þvi margir þóttust sjá, að
þar rættist spá hennar um nátt-
úruhamfarir og spjöll, sem hún
vildi ekki staðsetja til þess að
vekja ekki ótta.
Siðan rak hvern atburðinn
annan, sem staðfesti spádóms-
gáfu þessarar hógværi völvu,
sem ekki vill fyrir nokkra muni
láta uppskátt opinberlega, hver
hún sé. Við hér á Vikunni höfum
naumast haft stundlegan frið
fyrir spurningum um hana.
Flestir fjölmiðlar landsins, og
jafnvel erlendir lika, hafa sýnt
völvunni ómældan áhuga og
reynt hvað eftir annað að fá upp
úr okkur eitthvað um hana. Og æ
ofan i æ hefur fólk hringt til okk-
ar og sagzt hafa frétt eitt og ann-
að, sem völvan hafi séð fyrir, og
jafnvel haldið þvi fram, að það
þekkti hana og hefði talað við
hana. Það hefur aldrei haft við
26 VIKAN l.TBL.
rök að styðjast, og meðan hún
kýs þessa algjöru leynd, munum
við ekki bregða trúnaði við hana
Við skulum rétt rifja upp sitt
af hverju úr spádómi hennar,
sem reyndist svo furðulega
glöggur. Lýsing hennar á veður-
fari ársins reyndist hárrétt, svo
og spádómar hennar um afla-
brögð og heyskap. Hún spáði þvi
einnig, að bændur mundu ekki
allir minnast ársins 1973 að góðu
einu, þvi að sjúkdómur i sauðfé
mundi valda nokkrum þeirra
þungum búsifjum. Það gekk
eftir, eins og þeir muna, sem
fylgzt hafa með fréttum af striði
norðlenzkra bænda, einkum ey-
firzkra, við riðuveikina, en þar
hafa þeir jafnvel á stöku bæjum
þurft að skera niður allt sitt fé
vegna veikinnar.
Efnahagsmálin kvaðst hún
vilja eftirláta stjórnendum
landsins, en öfunda þá litt af þvi
að fást við þau og þeim mun
minna, sem lengra liði á árið.
Hins vegar spáði hún þvi, að
rikisstjórnin mundi sitja áfram,
hvað sem á dyndi, þrátt fyrir
harða gagnrýni og innbyrðis á-
tök. Niðurstöður viðræðna um
herstöðvarmálið mundu ekki
liggja fyrir á árinu, sagði völv-
an, en kannski finnst einhverjum
litið hafa orðið úr spá hennar um
mótmælagöngur og fundi i
tengslum við það mál, þrátt fyrir
gönguna og fundinn i júni og
fleiri tilburði i þessa átt.
Þá reyndist völvan sannspá
um lausn landhelgisdeilunnar,
þegar hún sagði: „Landhelgis-
I