Vikan


Vikan - 03.01.1974, Blaðsíða 12

Vikan - 03.01.1974, Blaðsíða 12
Meö Karí á gamlárs - kvöld Það kemur stundum fyrir, að við læknar hittum fólk, sem heldur að það sé heil- brigt og ekki læknisþurfi, en að aðrir séu veikir. Þannig var móðir Kari. Kari var rik, ung og fögur, en hún var sannarlega ekki öfundsverð.... Klukkan var aöeins þrjú, en samt var fari6 aö skyggja, enda var þetta svartasta skammdegið. Þaö var huggun, að nú átti maður Hka von á bjartari dögum. Þaö er lika mjög fagurt hér, jafnvel um þetta leyti árs. Litli bærinn lá svo notalega i skjóli fjallanna, fjörð- urinn spegilfagur og viða i húsun- um voru ljósin tendruö, allt var svo rólegt og friðsælt. Ég var vanur aö hægja á ferðinni á þess- tim stað, til að njóta útsýnisins og það gerði ég lika i þetta sinn og átti eftir aö vera forsjóninni eilif- lega þakklátur fyrir að ég skyldi gera það. Ég var nefnilega um þaö bil, að aka yfir unga stúlku. Hún leit út fyrir að vera nitján til uttugu ára og hún kom hlaup- andi út úr húsasundi, sem var hulið bak við grenigerði. Það hvein i hemlunum, þegar ég stöðvaði hann, aðeins tveim til þrem sentimetrum frá henni. Það leit alls ekki út fyrir að hún hefði ætlað að reyna að forðast bilinn, það var engu likara en að hún væri lömuð af ótta, eða hefði fengiö taugaáfall. Sjálfur kólnaði ég upp og hriðskalf, þegar ég opn- aði bildyrnar og steig út. I ofaná- lag var ég ofsareiður yfir gáleysi stúikunnar. — Hvaö i dauðanum eruð þér að reyna að gera? Fremja sjálfs- morð? Hún leit á mig, skilnings- vana. Það var engu likara en aö hún heyrði ekki hvað ég sagði. Hún var náföl og ljósa hárið úfið og byrgði hálft andlitið. — Mér... mér þykir fyrir þessu. Hún talaði svo lágt, að ég greindi varla orðin. Nú vék reiði min fyrir angist, læknirinn i mér sagöi til sin. Ég var ekki I neinum vafa um, að hún hafö fengið slæmt taugaáfall. Þetta hefir greinilega verið aug- ljóst af svip minum, þvi að hún brosti dauflega og sagði: — Það er allt i lagi með mig. Það var mjög heimskulegt af mér, að hlaupa svona út á götuna. Hún þagnaði og leit bæði upp og niður eftir götunni, eins og henni hefði skyndilega komið i hug er- indi sitt út á götuna. Hún var líka angistarfull á svipinn. — Eruð þér að svipast um eftir einhverjum? Kannski hundi? Ég fann aö hún horfði á mig, en ég hafði það á tilfinningunni, aö hún hefði ekki heyrt hvað ég sagöi. — Nei, ekki hundi, sagði hún. — En sáuö þér ekki konu hér á göt- unni? — Nei, sagði ég, ég hefi ekki séö hér nokkra sál nema yöur. Hún hélt áfram aö svipast um og ég geröi það llka. Það var eig- inlega blindhorn þarna á vegin- um, vegna þess aö limgeröið var hátt og byrgði útsýnið. — Búið þér hérna? spurði ég. Hún svaraði, án þess aö lita við. - Já. — Leyfiö mér að fylgja yður inn. Ég er hræddur um að þér hafiö fengið taugaáfall. Ég heiti David Lindi. Ég er læknir og gegni störfum fyrir frænda minn hér I bænum Hún leit á mig og nú sá ég ótt- ann skina úr augum hennar. — Það er allt I lagi með mig, þér skuluð ekki hafa áhyggjur. — Ég er nú ekki beinlinis meö áhyggjur, ég get bara ekki fengið mig til að skilja við yöur hér. — Já, en ég er búin að segja yð- ur, að það er allt i lagi meö mig, ég þarfnast ekki hjálpar. Viljið þér ekki vera svo góður að halda áfram. Þá sá ég allt i einu hávaxna konu i hliðinu. Stúlkan sneri sér strax viö. — Mamma! kallaði hún. Þetta eina orð gaf til kynna hve henni létti, en samt var ekki laust við ó- þolinmæðishreim. Stúlkan hljóp strax til móður sinnar og faðmaöi hana að sér. Ég stóð þarna þegj- andi og hlustaði með undrun á, að móðirin var að hughreysta dóttur slna. — Égerhræddur um, að ég hafi verið um það bil að aka yfir dótt- ur yðar, sagöi ég. Móðirin leit til min og brosti. Hún var reyndar einhver sú glæsilegasta kona, sem ég hafði augum litiö og þaö segir hreint ekki litið. Dökkt hárið var greitt á spænska visu. Hún var eins og madonna, undursam- lega fögurog fjarræn madonna. A yngriárum hlauthún aö hafa ver- ið einhver fegursta kona á land- inu. En ennþá var hún fögur, það var aöeins dálitið áberandi ör á öðru gagnauganu, sem raskaöi svolitið dráttunum I andlitinu, en hún gat hulið það aö mestu leyti með hárinu. — Þér megiö ekki ásaka yður, sagði hún vingjarnlega. — Það er allt I lagi með Kari núna. Hún strauk hár dóttur sinnar. — Er það ekki rétt, elskan, er ekki allt i lagi? — Jú, mamma, sagði stúlkan lágróma. — Komdu þá. Við skulum fara inn. Þær leiddust inn um hliðið og ég elti þær. — Þér skuluð gefa henni heitt og sterkt te, og reyniö að halda á henni hita. Konan horföi á mig, alvarleg- um og næstum angistarfullum augum. — Eruð þér læknir? spurði hún. — Já. Mér fannst gæta ótta i svip hennar. — Hvar stundið þér lækningar? — Hérna i bænum. Ég er staö- gengill frænda mins. Ég heiti David Llnde. Ég hafði það á til- finningunni, að hún sæi i gegnum mig, meðan ég talaði. Það var eins og hún vissi, aö þetta var mitt fyrsta starf eftir kandidats- árið. — Það var gaman að hitta yöur, læknir, sagði hún með alvörusvip. — Ég heiti frú Bergaker — Eva Bergaker. Ég tók aftur eftir þvi, aö stúlk- an virti mig vandlega fyrir sér. Ég sá ekki betur en að þar væru merki eftir tár á kinnum hennar. — Mér þykir fyrir þvi, að hafa verið yður til óþæginda. — Svona nú, sagði móðir henn- ar. Hafðu engar áhyggjur. Þú hefur ekki verið lækninum neitt til óþæginda. Hún hneigði aöeins höfuðið, tók undir arm dóttur sinnar og gekk heim að húsinu. Ég hafði viðtalstima siðdegis þennan dag og haföi nokkuö mikiö aö gera, en ég gat ekki annaö en hugsað um mæðgurnar allan dag- inn. Hverjar voru þessar mæðg- ur? Þær bjuggu i stóru húsi, sem liklega haföi verið mjög glæsi- legt, en var nú fariö aö láta á sjá og það leit út fyrir að þær væru góðu vanar. Það var eitthvaö sér- lega finlegt yfir þeim, — gat verið að þær væru af göfugu fólki komnar, kannski fjölskyldu, sem hefði búið við auð og völd, en nú væri farið að halla undan fæti... En um kvöldið talaöi ég við frænda minn I sima og þá fékk ég tækifæri til að ræða um þær mæögur, Kari og Evu Bergaker. Hann var á hressingarheimili og hafði miklar áhyggjur af sjúkl- ingum sinum og ég rakti yfirleitt heilsufar þeirra. Ég sagði honum aö lokum, að heilsufarsástandiö i bænum væri sérlega gott að minu áliti. Þegar við höföum rætt um sjúklinga hans dágóða stund, sagði ég hon- um að ég hefði næstum veriö bú- inn að aka yfir Kari Bergaker. Ég varð vonsvikinn, þegar hann sagðist aldrei hafa hitt þær mæðgur. Hann sagöist að visu hafa heyrt að þær heföu flutt inn i „Tindinn”, eins og húsið var kall- aö, fyrir um það bil mánuði siðan. Hann sagði mér lika að lita til stúlkunnar sem fyrst. Það gerði ég lika strax næsta dag. Ég ók þangað upp eftir og inn um opið hliöiö og þá sá ég bet- ur þetta fallega, hvita hús. Einu sinni hafði ábyggilega verið fall- egur og vel hirtur garður þarna, en nú var hann I mjög slæmu ástandi. En það var eitthvað sér- lega aölaöandi bæði við húsið og Smásaga eftir C.O Donner 12 VIKAN l.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.