Vikan - 03.01.1974, Blaðsíða 8
Þá er prófinu lokið og aðeins eftir að reikna út
stigin. Hér á eftir sést hve mörg stig eru gefin
fyrir hvert svar:
1. a-0, b-5, c-5, d-5 11. a-2, b-0, c-0
2. a-5, b-3, c-0 12. a-5, b-0, c-3
3. a-5, b-0, c-2 13. a-0, b-5, c-2
4. a-5, b-3, c-0 14, a-0, b-5
5. a-5, b-3, c-0 15. a-5, b-0
6. a-5, b-3 16. a-5, b-0
7. a-5, b-3, c-0 17. a-0, b-2, c-5
8. a-5, b-0 18. a-5, b-0, c-0
9. a-5, b-0 19. a-0, b-5, c-3
10. a-10, b-0
Þegar þú hefur lagt saman stigin þin, geturðu séð
hér á eftir, hvernig þér mun ganga á þvi herrans
ári 1974:
110—88 stig:
Þér mun ganga alveg prýðilega. Þú ert gæddur
þeim sjaldgæfa hæfileika að vera allt i senn
kjarkmikill og harður i horn að taka, ef það á við,
og stjórnsamur og laginn. Þú lætur aldrei bug-
ast, þótt á móti blási. Ug þú lætur heldur ekki
stolt þitt og metnaðargimi bitna á öðrum. 1 stað-
inn biður þú þolinmóður eftir rétta tækifærinu og
ert fljótur að gripa gæsina, þegar hún gefst. Þú
ert áreiðanlega einn af þeim, sem getur horft um
öxl með gleði i lok ársins 1974.
87—45 stig:
Jú, það eru allar horfur á, að þér gangi alveg
bærilega á árinu 1974, enda þótt um stórkostlega
framför verði kannski ekki að ræða. Þú hefur á-
huga á mörgu og átt erfitt að einbeita þér að einu
ákveðnu verki. Þú stefnir sem sagt ekki að settu
marki og berst eins og ljón til að ná þvi. En þú
kemst prýðilega af og átt marga góða vini, miklu
fleiri en þeir sem fylla flokkin hér að framan. Og
það er ekki svo litils virði að eiga góða vini.
44—0 stig:
Það er liklegt, að þú þurfir að bregða þér á fund
bankastjóra öðru hverju á árinu 1974 og biðja um
lán, þvi að fjármálin verða ekki i sem beztu lagi.
En það gerir ekki svo mikið til og þú lætur það
alls ekki á þig fá. Þú ert nefnilega einn af þeim
mönnum, sem berð litla virðingu fyrir svokölluð-
um ,,stundlegum gæðum”. Það er margt annað
og miklu háleitara, sem þér finnst eftirsóknar-
vert i lifinu. Menn eins og þú eru beztu foreldrar i
heimi og oft eru þeir allt eins hamingjusamir og
hinir, sem alltaf eru á höttunum eftir peningum
og vegtyllum.
OVENJl
Framhaldssaga eftir Betty Roland.
í gleðinni yfir að finna Miu, gleymdihann
öllum misskilningi og hélt ekki aftur af
ást sinni á henni. En ein hugsun kvaldi
Brett: hve illa var hún meidd....?
Moldargatan var litið meira en
hjólför gegnum klettótta auðnina,
þyrnagróður og blaðlitla runna.
Mia var orðin vön kengúrunum,
sem sifellt voru að stökkva fyrir
bilinn: hún var jafnvel ekki
uppvæg þótt nokkrir emu-fuglar
tefðu nokkuð ferð hennar, meö
þvi að tölta hægt á undan bilnum
um stund. Hún hafði nóg að gera
við aö forðast steinnibbur og trjá-
rætur, sem viöa stóðu upp úr göt-
unni. Það var ómögulegt aö halda
venjulegum hraða á þessum
ruöningi.
Aldrei hafði henni veriö
jafnljóst hvehrjóstrugtþetta land
var, eins og nú. Hún hafði ekið
rúmlega þrjátiu milur, þegar
vegurinn skiptist og lá nú sinn
spottinn i hvora átt. Eins og hún
hafði óttazt, var ekki neitt vega-
skilti, svo hún vissi ekki hvor
vegurinn Iá að Tom Price. Þarna
var bjórdós á priki og leyfar af
eldi, en þaö gat aðeins merkt þaö,
að hafði einhver að þarna.
Hún athugaði kortið vandlega
og reyndi að gera sér ljóst hvora
leiðina hún átti að velja. öðrum
megin sá hún klaufaför og áleit
að sú leiðin lægi liklega aðeins
að einhverju vatnsbóli, svo hún
ákvaö að velja hina leiöina, þá
sem lá til vinstri og ók nú með
töluverðu öryggi nokkrar milur.
Þá varð henni ljóst að hún hafði
sólina i augun, svo hún var þá á
rangri leið, þar sem Tom Price lá
norð-vestur af Tarcoola. Það var
aðeins eitt að gera, — að snúa viö
og taka hina leiöina við vega-
mótin.
Eftir klukkutima var hún ekki
komin þangað sem bjórdósin var.
t fyrsta sinn varð hún þurr i
munninum og fann fyrir ótta.
Hún leit á úrið og sá að klukkan
var oröin tólf, svo hún ákvaö að fá
sér matarbita og reyndi að hugsa
málið betur.
Sólin var nú i hádegisstað, svo
hún rak prik niður i jöröina, til aö
reyna að átta sig eftir skugga
sólarinnar og iðraðist þess nú
sárlega, að hafa ekki haft hugsun
á þvi aö taka með sér áttavita.
Skugginn virtist ekki færast neitt
til, en samt benti hann óljóst I
vestur, þá leið sem hún átti aö
fara, en til allrar óhamingju lágu
förin i aöra átt.
Hún leit i kringum sig, eftir
einhverjum landamerkjum og út
viö sjóndeildarhringinn sá hún
móta fyrir Wallumba-fjall-
garðinum. Þá varð hún fljótt
örugg, fjallgarðurinn lá frá austri
til vesturs. Hún þurfti þvi aðeins
aö gæta þess, að hafa hann á
hægri hönd, til að finna aftur
förin, sem hún var að leita að.
Hún ætlaði þvi að bæta sér upp
þessa töf með þvi að auka
hraðann. Hún ók eins hratt og hún
komst eftir þessu ójafna yfir-
borði, reyndi að hafa nákvæmar
gætur á umhverfinu, svo hún léti
sér ekki verða á, að aka fram hjá
hjólförunum.
Þetta fór að verða hálfgerð
martröð. Hún var búin að vera
lengi á ferðinni og var ekki komin
aö rieinni niðurstöðu. Mælirinn
sagði henni, að hún væri búin að
aka fimmtiu milur, en hve langt
yröi þangað til hún næði til Tom
Price? Hún hafði ekki hugmynd
um það. Hún yrði sannarlega
heppin, ef hún næði þangað fyrir
myrkur. Hún reyndi að láta ekki
örvæntinguna ná á sér valdi, hún
mátti ekki til þess hugsa að dvelja
næturlangt alein i þessari auðn.
Hún vissi að næsta dag yrði það
ljóst meðal nágrannanna, að hún
vær horfin, þvi að þá yrði enginn
til að taka við orðsendingunum
frá talstööinni á Tarcoola, þegar
kallað yrði upp frá Port Hedland.
Lulie hafði ekki lært á talstöðina
og ekki heldur neinn af vinnu-
mönnunum. Ef enginn svaraði,
yröi það til að vekja ótta og þá
yröi strax send flugvél til að leita
aö henni: Brett fengi auövitað aö
vita þetta, svo hún sagði við sjálfa
sig, aö það væri engin ástæða til
að óttast.
Hún var ákveöin i að fara eftir
ráöleggingunum á kortinu og
sitja kyrr i bllnum og reyna að
vera róleg. Hún var ekki orðin
vatnslaus og hún átti lika töluvert
eftir af matnum.
Þegar hún var búin aö tala
kjark i sjálfa sig, hélt hún áfram:
leit til sólar og sá, að það var
nokkuð langt til sólseturs. Hún
hafði lika oft látið fyrirberast
undir berum og henni fannst það
ekki neitt skerlfilegt. Alls ekki.
Skyndilega kom hvarf
trobningana og billinn lenti niðri
I uppþornuðu vatnsbóli. Hún
komst yfir það, en henni var ljós
Sjötti hluti og sögulok.
8 VIKAN l.TBL.