Vikan


Vikan - 03.01.1974, Blaðsíða 46

Vikan - 03.01.1974, Blaðsíða 46
HRÆVARELDUR Emory Ault. Hann... geröi mig reglulega hrædda. Þaö var greinilegt, aö áhugi Clays var vakinn, en hann vildi ekki láta bera á því. Hann sneri upp á skeggiö. — Taktu þvl ró- lega. Hann er geövondur, en tæp- lega hættulegur. Hvaö geröi hann... rak hann þig út af landar- eigninni? Ég var farin aö jafna mig og ég þoröi ekki aö segja honum sann- leikann. En ég haföi mikla þörf fyrir aö tala viö einhvern til aö losa um spennuna. Sklöafólkiö var nú aö tinast inn aö arineldinum. Ég gekk rólega um meöal þeirra. I nokkra klukkutlma var ég búin aö eiga von á þvl, aö hringt'yröi frá aöal- byggingunni, jafnvel aö Julian kæmi I eigin persónu, til aö kryf ja mig sagna, en ekkert því llkt skeöi. Emory Ault haföi þá ekki gert neitt i málinu. Mér leiö ónot- alega vegna þessa hlutverks mlns, þaö var ekki þægilegt, aö hafa þaö á tilfinningunni, aö vera oröin flækt I lygavef. Hvernig átti ég aö vita, hvort ég væri aö gera þaö rétta? Viö miödegisveröinn satum viö Clay viö lltiö hornborö. Viö höföum ekki haft neinn tíma til samræðna, vegna þess aö hann var á eilifum þönum til aö llta eftir. Ég haföi hitt flesta gestina, sem voru vel menntaö og skemmtilegt fólk. Þar sem þetta var lltiö einkafyrirtæki, var engin sérstök vlnstúka þarna, svo and- rúmsloftiö var heimilislegra, en á stórum hótelum. Ostafondu stóð I stórum potti á rafmagnshitagrind og gestunum fannst ábyggilega gaman að þvl að stinga brauð- bitum I heita hræruna meö löngum göfflum. Samtaliö snerist eingöngu um sklöi og sklöalþrótt- ina. Þetta voru góölátlegar sam- ræöur um sklöakennsíu og samanburöur á hinum ýmsu tæknilegu hliöum Iþróttarinnar. Þegar ég heyröi daufa gitar- tóna, sneri ég mér viö, til aö sjá hver væri aö spila. Þaö var Shan McCabe, sem sat viö arininn. Hún haföi strokið slöa háriö aftur með höföinu og hallaöi sér yfir gltarinn. Hún var I siöum kjól úr grænu silki, meö gulllitaö band um mittið og langa festi úr raf- perlum um hálsinn. Konan I rauöu peysunni, sem ég haföi veriö að tala viö, sagöi glaö- lega. —.0, þetta er skemmtilegt! Shan hefur ekki veriö neitt hjá okkur I þetta sinn. Þegar hún er I góöu skaöi, þá spilar hún mjög vel og er svo skemmtileg. Hlustiö. Shan hóf nú söng sinn, beindi allri athygli sinni aö gltarnum, og þaö var ljóst, aö hún hafði mikiö dálæti á þvf hljóöfæri. Hún virtist ekki taka eftir þvl, aö flestir gest- irnir færöu stóla slna nær, þannig aö þeir mynduöu hring um hana. Hún heföi eins getaö veriö ein I stofunni, rödd hennar var kristalstær. Ég hélt mig við arininn, bak viö fólkiö, sem sat þarna I hring. Ég sá höfuö þeirra og horföi inn I stóran spegil I gylltum ramma, sem hékk á veggnum viö stigann. Þannig sá ég Shan eiginlega frá tveim hliðum og ég virti fyrir mér fagurlega mótaðan vangasvip hennar, þegar hún lyfti höfðinu og lokaöi augunum. Þegar hún lauk viö lagiö, létu gestirnir þinilega I ljós ánægju sina, og þeir, sem virtust þekkja hana, fóru aö kalla til hennar nöfn á söngvum, sem þeir vildú aö hún syngi. Hún brosti til þeirra, en festi ekki augun á neinum sér- stökum og fór að leika „Where Have All The Flowers Gone?” Nú tóku allir undir og áöur en varöi fylltu tónarnir stofuna. Ég sá aö Clay stóö viö dyrnar inn I boröstofuna og hann hafði ekki augun af Shan. Það var svo mikil hrifning augnaráði hans, að ég beindi allri athygli minni að honum. Ég fór að velta þvl fyrir mér, hvort samband væri á milli þeirra. Svo horföi ég aftur I speg- ilinn. Þá sá ég mann, sem hafði komiö niöur stigann og stóð viö neösta þrepiö, þar sem hann gat virt Shan fyrir sér. Það var Julian McCabe, — Julian, sem yfirleitt aldrei kom á þessar samkomur, eftir því sem Clay haföi sagt mér. Mér brá viö aö sjá hann. Haföi Emory talað við hann? Hafði Julian komiö til aö tala við mig? En hann hreyföi sig ekki einu sinni I áttina til min. Julian tók ekki undir sönginn, hann geröi ekki neitt, sem beindi athygli gestanna að honum, Hann ;stóö kyrr við stigann og hlustaöi. Ég haföi þaö á tilfinningunni, aö hann félli ekki vel inn I þetta umhverfi. Ég sá hann fyrir mér i skíðabrekkunum, þar átti hann heima, þar gat hann tekizt á viö náttúruöflin. Ég haföi það á til- finningunni, aö slikt væri honum eðlilegt, ekki síöur sem manni en skíöakappa. Mér fannst eiginlega óþægilegt, að grlpa mig I að reyna aö sálgreina hann — mér var fyllilega ljós sú hætta, sem ég var búin að koma mér I. Julian sneri höföinu og horföi nú beint á mig I speglinum. Hann hélt augnaráði minu föstu um stund, en svo leit ég undan, flutti mig úr sjónmáli. Ég gat aö visu ekki skilgreint þetta augnaráö hans, né heldur þau áhrif sem þaö haföi á mig, en einhver ótti settist aö mér. Julian var óvinur okkar Stuarts.... og ég mátti ekki láta mér veröa á aö hugsa til hans öðruvisi en með tortryggni. En hvort sem mér likaði betur eöa verr, þá voru einhverjir ósýni- legir þræöir á milli okkar.... Var þaö aödáun... óvild... eöa hvaö? Ég reyndi aö hrinda þessu frá mér... reyndi aö hugsa ekki um þaö. Þegar Shan hafði leikiö á gltarinn og sungiö um stund, stóö hún upp og hvarf, jafn hljóölega og hún haföi komiö. Enginn reyndi til aö hefta för hennar eöa aö tala viö hana. Ég sá mér færi til aö skjótast gegnum stofuna til Clays. — Hún syngur ljómandi vel, sagöi ég. — Hún er mjög sér- kennileg manneskja. —Skógardlsir eru alltaf sér- kennilegar. Hún heldur sig án efa i skóginum við lindirnar, þegar hún er ekki sýnileg, sagöi hann með slnu skakka brosi. — Hún er nú dauðlegri mann- eskja en svo, sagöi ég stuttara- lega. — Eftir þvi sem mér fannst I dag, þá er hún að kæfa dóttur Julians I ást og aðdáun. — Aðalvan'dræöi hennar eru, aö hér eru engir skógarguðir við hennar hæfi. Henni lætur ekki vel að elska dauölega menn. Þess vegna verður barniö fyrir þessu. Hann vakti undrun mina. Mér haföi áöur fundizt hann ósköp raunverulegur maður, en nú var hann orðinn eitthvaö svo draum- kenndur. — Þú ert skáldlegur, sagöi ég. Nú sneri hann sér að mér og sagöi stríönislega: — Það er ekkert undarlegt, ég er skáld. Aö vlsu misheppnað skáld. Já, ég er skáld, vissirðu það ekki? — Nei, það vissi ég ekki, sagði ég undrandi. Þetta skýrði samt ýmislegt. Það var sennilegt, að skáldi dytti I hug, aö stunda svona atvinnu, þar sem hann gæti fengið næöi til aö skrifa og vinna fyrir sér um leið. — Veiztu að herra McCabe er hérna núna? spurði ég. — Honum virtist koma þetta á óvart. — Hvar? Ég hefi ekki séð hann. Viö stóöum þar sem ekki var hægt aö sjá stigann, svo ég dró hann svolítið fram á gólfiö. — Hann var þarna og virti Shan fyrir sér fyrir stundarkorni. En þegar viö komum nær stiganum, var enginn þar. Ein- hver konan kallaöi á Clay og ég sneri mér að skyldustörfunum. Skiðafólkið fór snemma aö hátta og klukkan rúmlega tíu, voru allir gestirnir komnir til herbergja sinna I húsinu eöa I litlu kofana, sem tilheyrðu hótelinu. Þegar herbergin á fyrstu hæö- inni voru oröin mannlaus, hjálp- aöi ég Clay til aö laga til, tæma öskubakka og setja húsgögnin á sinn staö. Hann var ekki árenni- legur til samræöna og ég þoröi ekki sö spyrja hann að því, sem mig langaöi til aö vita um Julian og Shan. En þegar við höfðum lokið störfum og ég var á leiö upp stigann, kallaði hann til mln. — Blandaðu þér sem minnst I málefni McCabe systkinanna, þú gætir brennt gómana. Égleit viö. —Hvaöáttu við meö þessu? Nú var ekkert striönislegt við hann. Hann virtist mjög einlægur á svipinn. — Þú hlýtur að hafa veriö sem ferskur andvari þarna heima hjá þeim I dag. Reyndu að halda I það. Ekkert þeirra, ekki einu sinni barniö, er hreint og beint. Láttu þau ekki gera þér mein. Ég skildi ekki hvað hann var að fara. Ef eitthvert þeirra heföi gert honum lífið leitt, hversvegna var hann þá I þjónustu þeirra? — Þakka þér fyrir góö ráö, ég sé um mig, sagöi ég hressilega og reyndi aö stappa stálinu I mig meöan ég gekk upp stigann. Þegar ég var komin upp, leit ég niöur og þá stóö hann ennþá og horfði á eftir mér, eins og að hann heföi einhverjar áhyggjur, sem hann gat ekkikomiöoröum aö. Ég bauö honum aftur góöa nótt og hélt svo áfram inn eftir gang- inum, aö herberginu minu. Ég var orðin reglulega þreytt og svolitið óróleg. Þennan fyrsta dag laumuspilsins hafði ég ekki komizt að neinu, sem gæti orðið Stuart til bjargar. Ég hafði vakiö tortryggni Emory Aults og mér fannst tíminri hlaupa frá mér. Ég vissi ekki, hve lengi ég héldi þessu starfi, en ég varð aö komast að þvi rétta, áður en mái stuarts yrði tekið fyrir. Þaö var að sjálfsögöu dimmt I herberginu minu, en þegar ég snerti rofann, varð ég vör viö ein- hverja hreyfingu. Ég varö ótta- slegin, taugar mlnar höföu varla meira þanþol. Það gat jafnvel verið, að þessi voöalegi Emory Ault sæti fyrir mér I myrkrinu. En þegar kviknaöi á ljósinu, sá ég stóra gula köttinn á miöju rúminu. Hann stökk upp, þegar ég opnaöi alveg og stóð þarna og hvessti á mig glyrnurnar, eins og þaö væri ég, sem væri innrásar- aðilinn. Það var eitthvaö bogiö viÖ, aö kötturinn skyldi vera hér. Ég var viss um að ég haföi lokaö dyrunum, þegar ég fór niöur. Hann gat ekki hafa komizt inn, nema einhver hefði opnaö fyrir honum.... opnaö viljandi. — Þú ert sannarlega ekki vel- kominn gestur, Cinnabar, sagöi ég. — Þetta er mitt herbergi og ég held aö viö séum ekki vinir. Hann hreyfði eyrun og rang- hvolfdi gulum augunum, á þann hátt, aö mér varö alls ekki um sel. Ég benti á dyrnar og klappaöi saman lófunum. Ég heföi aldrei þoraö að snerta hann og sem betur fór, geröist þess ekki þörf. Hann stökk fram á gólfið, þaut liölega fram á ganginn, eins og frumskógardýr, gulur ógn- vekjandi skuggi, sem skauzt svo niöur stigann. Ég vonaöi aö Clay rækist á hann þar og fleygði honum út fyrir. Ég gat ekki skilið hvers vegna hann haföi verið látinn inn I herbergið mitt. Hver sem haföi gert þaö, hlaut aö hafa komið meö hann frá Graystones. Gat þaö veriö Shan? Ég var svo þreytt, að ég þráöi aö komast I rúmiö. En áöur en ég var byrjuð aö hátta, drap einhver létt á dyr hjá mér og þegar ég opnaði, stóö Clay fyrir utan. — Mér þykir leitt að trufla þig, sagði hann og var óvenjulega kuldalegur. — Herra McCabe er niöri og hann langar til aö tala viö þig, ef þaö væri hægt. Mér lá við köfnun og hugsaöi þaö eitt, aö nú heföi komizt upp um mig. Julian var ábyggilega búinn aö komast aö þvi hver ég var og nú yröi ég aö taka saman dótiö mitt og fara. Clay virti mig fyrir sér, jafn kuldalega og rödd hans haföi hljómaöþegarhann yrtiámig, eh hvaö sem það var, var mér ljóst, aö hann var'vonsvikinn.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.