Vikan


Vikan - 03.01.1974, Page 7

Vikan - 03.01.1974, Page 7
9 l»ú «M t sannfærður um,að sjórnmálaskoðunþín sé su eina rétta. Kn nú bregður svo við, að efst- ur a lista flokks þins i þinu kjördæmi hefur verið settur maður, sem þú hefur alls enga trú á. Ætlarðu samt að kjósa listann? a) ,Já b) Nei 10. vliturðu sjálfan þig vera sérstæðan persónu- leika? a) Já b) Nei 11. Þú ert fluttur i nýtt hverfi og nýju nágrann- arnir hafa þegar reynzt þér hjálpsamir og þægilegir. Þess vegna býður þú þeim heim til þin i svolitla veizlu og veitir þeim vin. Einn þeirra tekur með sér gamlan vin sinn, sem er enginn annar en lögreglustjóri bæjarins. Þeg- ar liða tekur á samkvæmið, gerast gestir ölv- aðir, og fyllstur allra er lögreglustjórinn. Hvað mundir þú gera? a) gæta þess vel, að hann færi sér ekki að voða, og panta loks leigubil og aka honum heim b) láta hann aka heim i sinum eigin bil, af þvi að þú þekktir hann sama sem ekkert. c) hringja i lögregluna og kæra hann 12. Lestu viðskiptadálka blaðanna daglega, enda þótt þú eigir ekki hlutabréf i einu einasta fyrir- tæki? a) Já b) Nei 13. Finnst þér sumarfriið þitt vera: a) of langt b) of stutt c) hæfilega langt? 14. Ef þú hittir á óskastund á árinu 1974, hvort vildir þú þá heldur: a) erfa tiu milljónir króna b) verða tvitugur aftur? 15. Hér er sumarfriið þitt aftur til umræðu. Hvort vildir þú heldur: a) fá uppfylltan draum þinn um hið fullkomna sumarleyfi á hvitri baðströnd með pálma- trjám og glaðasólskini dag eftir dag. b) eða dveljast á leiðinlegum herragarði fjarri lifsins lystisemdum, af þvi að gestgjaf- arnir, sem buðu þér, eru frægasta og valda- mesta fólk landsins? 16. Hú ert að aka heim á leið eftir auðum vegi klukkan krjú um nótt. Þá bilar billinn. Þú ert ilia staddur langt fjarri mannabyggð i versta veðri. Þá gerist undrið: Annar bill kemur ak- andi, hann stanzar, og þér er boðið far heim. En þvi miður kemur i íjós, að ökumaðurinn er einn af fáum raunverulegum óvinum þinum. Þú fyrirlitur hann. En mundirðu samt þiggja far með honum heim? a) Já b) Nei 17. Verzlunin hans Jóns á horninu gengur ekki sem bezt. Vöruúrvalið er ekki mikið, enda hús- rými litið. Þar að auki er komin ný kjörbúð rétt hjá honum. Þér er þess vegna vel ljóst, að framtíð búðarholunnar byggist á þér og ná- grönnum þinum. Hvað ætlarðu að gera? a) halda áfram að verzla hjá Jóni eins og þú hefur gert b) fara að verzla i kjörbúðinni, þar sem vöru- úrvalið er miklu meira og allt er svo fint c) verzla á báðum stöðunum? 18. Gætir þú ef nauðsyn krefði lifað á tónstunda- starfi þinu? a) Já b) Nei c) hef ekkert tómstundastarf 19. Nágrannakona þin er i peningavandræðum. Það er búið að loka fyrir rafmagnið hjá henni, og hún er alveg í öngum sinum. i neyð sinni kemur hún til þin og biður þig að kaupa af sér málverk, sem hún á, fyrir tvöþúsund krónur, svo að hún geti borgað rafmagnið. Þú sérð hins vegar það sem hún veit ekki, að þetta er eitt af verkum „gömlu meistaranna” og er að minnsta kosti 150 þúsund króna virði. Hvað myndir þú gera?: a) segja henni strax hvers virði málverkið er b) segja henni, að málverkið sé verðmætt, greiða henni 50 þúsund fyrir það, en selja það siðan sjálfur á 150 þúsund. c) borga henni tvöþúsund krónur eins og hún bað um? — o— 1. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.