Vikan


Vikan - 24.01.1974, Síða 5

Vikan - 24.01.1974, Síða 5
Tólf mis- erfiðar spurningar Elskú bezti Póstur! Ég ætla að biðja þig aö svara nokkrum spurningum, sem mig vantar svör við. 1. Hvar fæ ég verjur? 2. Eru konsulat og aðalræðis- mannsskrifstofa sama og sendi- ráö? 3. Hvað eru mörg sendiráð i Reykjavik og hverra þjóða eru þau? 4. Hvað er margt manna i kin- verska sendiráöinu? 5. Hvað merkja „samfarir” I draumi? 6. Hvað á ég að gera til að hætta að borða súkkulaði? Ég er „chockolatisti”. 7. Hvað á maður að gera, ef maður er andvaka, á ekki svefn- töflur, kann ekki að telja og veit ekki hvað kind er? 8. Hvernig passa saman meyja (strákur) og dreki (stelpa) og tvi- buri (strákur) og dreki (stelpa)? 9. Hvað er ég gömul? 10. Hvar eru Cayman-eyjar? En Duboy? En Ajman? 11. Hvernig er skriftin og staf- setningin? 12. Geturðu sagt mér nafn á dag- blaöi einhvers staðar i Afriku? Jæja, þá er kollurinn tómur. 4 kossar fyrir birtinguna og 37 fyrir góð svör. Astarþakkir. Yðar einlæg. Patricia L. Matabosch. Póstinum leiðast þéringar Patricia og þeim mun meira, sem bréfritarar þúa hann og þéra til skiptis. l>ar fyrir hyggst hann svara spurningum þinum eftir beztu getu. 1. Ræddu málið við heimilis- lækninn þinn. 2. Nei. Sendiráð er nokkru æðra. 3. t>au eru nokkuö mörg. 4. Það er afskapiega misjafnt. 5. Þær-eru taldar fyrir slæmu, cinkum þó fyrir sjófarendur. Af hverju seturðu gæsalappir utan um samfarir? 6. Borða ekkcrt annað i viku. 7. Fara á fætur og staga I sokkana sina. 8. Drekastclpa ætti að hugsa sig vel um, áður en hún binzt meyjar- strák, því að honum kann að finnast hún full ástriðumikil. Tviburastrákur og drekastelpa geta orðið góðir vinir, en ættu að forðast ástasamband. 9. A giftingaraldri. 10. Cayman-eyjar eru i Karabiska hafinu sunnan við Kúbu. Pósturinn er hræddur um, .að stafsetning hinna staðarheitanna sé eitthvað brengluð. 11. Hvort tveggja þokkalegt, a.m.k. það sem að islenzkunni snýr. 12. Málgagn Sadats Egyptalands- forseta heitir Al Achram. Fyrir neðan virðingu Póstsins Sæll og blessaður kæri Póstur! Nú er komið að mér að skrifa þér. Ég les alltaf Vikuna og byrja þá á Póstinum, þvi aö hann er íremst i blaðinu og með þvi skemmtilega I þvi. En mér fannst nóg komiö, þeg- ar ég las bréf, sem hafði yfir- skriftina „Óðum að spillast” i 47. tbl. 35. árg. 22. nóv., 1973. I þvl voru asnalegar spurningar, eins og hvort Magnús og Jóhann byggju á Kópavogshæli. Líka var spurt, hvort samfarir væru, þeg- ar nöflunum væri nuddað saman. Og I byrjun bréfsins stóð, að þess- ir, sem skrifuðu bréfið, væru óð- um að spillast af því að lesa „sorpið” i Vikunni, eins og þeir kölluðu það. Ég held þeir ættu þá að láta vera að lesa það. Mér finnst þetta hreint og beint dóna- legt og móðgun við blaðið. Þú ætt- ir ekki að svara svona bréfum. Nóg um það. Mér tinnst Vikan vera gott blað. Svo er það vanalegi endirinn: Hvað lestu úr skriftinni? Hvernig fara mær og mær saman? Hver er heillatala I meyjarmerkinu? Bless Didda Það- liggur við, að Pósturinn gangist upp við skjall þitt, Didda, en það má hann alls ekki gera, þvl að þá verður hann algerlega ó- hæfur til þess að gegna slnu hlut- verki, sem er að svara eftir beztu getu spurningum þeirra, sem á vit hans leita. Þess vegna svaraði Pósturinn lika þessu bréfi um naflana I fullri alvöru, þvl að ver- ið gat að krakkagreyin vissu ekki betur. Hitt var öllu lakara, að skömmu seinna sannfrétti Póst- urinn, að krakkarnir voru ekki svona frumlegir sjálfir, heldur fengu þau „brandarann" að Iánl úr sjónvarpsmyndaflokknum „Hve glöð er vor æska”, sem var á skjánum I fyrravetur. Dr skrift- inni má einna helzt lesa fullkom- inn grandvarleik og heiðarleika, hvað sem á dynur. Tveimur meyjum af gagnstæðu kyni er ráðlagt að hafa ekki of mikið samneyti. Heillatalan er ekki sú sama fyrir allar meyjar. HATTA- 0G HANNYRÐAVERZLUNIN Jetitiý SkólavörSustfg 13a - Sfmi 19746 • PósthóH 58 - Reykjavlk PKÍVIIV 4. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.