Vikan


Vikan - 24.01.1974, Page 14

Vikan - 24.01.1974, Page 14
Valbrá og fæöingarblettir. — Ég veit, að ég hefi haft val- brá, litla a& visu, á bakinu alla mina ævi. En um daginn fór aö blæöa úr henni. Ég hefi liklega klóraö eitthvaö i hana með nöglinni, þegar ég var að klæða mig. Ég fann ekkert til, en sá blóð á blússunni minni. Viiduð þér lita á þaö. Hvao er eiginlega valbrá? — Þaö eru dökkir blettir, dökkbrúnir eöa ljósbrúnir, eins konar húðæxli, venjulegast skaðlaus. Venjulegasta tegund þeirra eru svokallaðir fæðingar- blettir. Þeir eru greinilegir strax við fæðingu, litlir dökkir blettir, en verða stærri með árunum. Flestir haidast óbreyttir alla ævi. Nokkrir þykkna á kynþroskaskeiöi, en stækka ekki úr þvf. A sumum vaxa hár, strax frá fyrsta eöa öðru aldursári. Þeir eru venju- legast á andlitinu, en geta samt verið um allan likamann. Þeir geta orðið nokkuð stórir, en eins og ég sagöi áður, eru þeir venju- lega alveg skaðlausir. Sumir koma fyrst i ljós á unglingsárunum og eru þá kallaðir freknur, sérstaklega ef þeir eru á andlitinu. — Hver er orsök þessa bletta? — Almennt er álitið að þetta sé einhver truflun á frumu- myndun i húðinni, sem sezt að á ákveðnum blettum. En ekki er nákvæmlega vitað, hvernig þetta skeður. Liturinn getur verið breyti- legur, frá ljósbrúnum og allt yfir i svartan lit. Yfirborð blett- anna getur verið slétt og mjúkt eins og húðin i kring um þá, en svo geta þeir lika verið eins og þykkildi, hári vaxnir og hrjúfir. Flestir hafa einhvern eöa ein- hverja fæðingarbletti hingað og þangaö um likamann, sem hvorki þeir sjálfir eöa aðrir taka eftir. Það virðist jafnvel ganga i erfðir i sumum ættum, og þá eru þeir venjulega likir að lit og lögun, mann fram af manni. — Er hægt að gera eitthvað við þessu, ef þess er óskað? — Bezta aögerðin er að sjálf- sögöu að fjarlægja þá með handlæknisaðgerð. Það er yfir- leitt ekki lengur ráðlagt að nota carbon dioxide frystingu eða röntgengeisla, vegna þess að það ber takmark'aöan árangur. Jafnvel mjög einfaldar skurð- aðgeröir skilja eftir smávægileg ör, svo það er tæplega ráðlegt að gera þær, nema blettirnir séu á þejm stöðum, að þeir séu til lýta eða valdi sársauka og ef það vessar úr þeim, þarf að fjar- lægja þá fliótt Ég svaiaoi því konunni, að i hennar tilviki væri sjálfsagt að láta fjarlægja blettinn, örið yrði ekki áberandi, enda á þeim stað, að það gæti ekki verið til lýta. MADURINN, SEM GEKK Framhald af bls. 13 teKinn þremur dögum siðar á Draumakaffi viö Coulaingötu, þar sem hann sat, um hádegisbil, og drakk hvitvin með sitrónu ásamt vinum sinum. Enn var hann fluttur á „Dvalarheimilið”, stungið i svartholiö og sett á þre- föld læsing, en samdægurs kom Gráni grái sér þaðan út og svaf um nóttina i gestaherbergi fangelsisstjórans. Að morgni hringdi hann á þjónustustúlkuna og bað um morgunverð, sem hann fékk án þess að veröirnir hreyfðu legg né lið. Fangelsisstjórinn varð ævareiður, lét setja vörö um svartholiö og Dutilleul fékk vatn og brauö. Um dádegi fékk fanginn sér dagverð á nærliggj- andi veitingahúsi og er hann hafði lokið við kaffiö sló hann á þráðinn til fangelsisstjórans. „Herra fengelsisstjóri, er ég fór frá yðar gleymdi ég veskinu yöar og er þvi hér staddur á veitinga- húsi, staurblankur. Vilduö þér nú vera svo vænn að senda einhvern til að sjá um reikninginn.” Fangelsisstjórinn kom askvað- andi i eigin persónu, fjúkandi vondur, og hreytti út úr sér blóts- yrðum og hótunuum. Stolt Dutilleuls beið hnekki og næstu nótt strauk hann fyrir fullt og allt. I þetta sinn greip hann til varúöarráðstafana. Hökuskeggið svarta rakaði hann af sér og i staö lonjettanna komu nýtizku gler- augu meö umgerð úr skjaldböku- skel. Breytinguna fullkomnaði siðan sporthúfa ásamt stórköfl- óttum fotum og golftreyju. Siðan kom hann sér fyrir i litilli ibúð við Janot-stræti, en þangað hafði hann flutt hluta úsgagna sinna og þá hluti sem hann hélt mest upp á, þegar fyrir fyrstu handtökuna. Hann gerðist nú þreyttur á umtali og frægö og eftir veruna á „Dvalarheimilinu”, leiddist hon- um „vegg-göngur.” Honum fannst jafnvel þykkustu veggir og þeir mest ögrandi sem ómerki- legir tjaldskermar, og lét hann sig nú dreyma um að fara inn i miðju egypzku pýramidanna. Jafnhliða þvi að ihuga ferö til Egyptalands deildi hann fristund- um sinummilli langra gönguferða um Montmartre, frimerkja- söfnunar og bióferða. Dular- gervið var það vel heppnað, að hann gat auðveldlega dulizt meðal beztu vina sinna, án þess þeir bæru nokkur kennsl á Hann. Einungis málarinn Gen Paul komst að hinu sanna, en Paul gat aldrei gleymt svip nokkurs manns, er hafði búið i sama hverfi og hann, þótt útlitið heföi breytzt. Dag einn rákust þeir saman af tilviljun á götuhorni i Abreuvoir, og Paul gat ekki stillt sig um að ávarpa Dutilleul á sinu sérstaka götumáli. „Hurðu mar, ertu sona djöful smart til að losna við þólisið”, sem þýðir nokkurn veginn: „Ég sé, að þú hefur klætt þig upp til að villa lögreglunni sýn.” „Nú” muldraði Dutilleul, „þú þekktir mig aftur.” Þetta olli honum vonbrieðum og hann r'ramhald á bls. 35

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.