Vikan


Vikan - 24.01.1974, Blaðsíða 26

Vikan - 24.01.1974, Blaðsíða 26
7 Myndlista- og handiðaskóli Is- lands verður þrjátiu og fimm ára i haust. Aðsókn að skólanum hef- ur aldrei verið meiri en nú, enda fer áhugi á myndlist stöðugt vax- andi. Hins vegar er illa að skólan- um búið, hann skortir tilfinnan- lega tæki og annan útbúnað, eins og fram kom i fjölmiðlum nýlega. Vikan heimsótti skólann fyrir nokkru og tók fáeinar svipmyndir af þvi lifandi og fjölbreytta starfi, sem þar fer fram. Lúðvig Guðmundsson var stofnandi skólans og skólastjóri hans i rúma tvo áratugi. Braut- ryðjendastarf hans hefur orðið myndlist i landinu til mikils ávinnings og mun seint ofmetið. Kurt Zier gerðist snemma starfs- maður við skólann, og segja má, að hann hafi byggt kennsluna upp i grundvallaratriðum. Hann kenndi um árabil en hvarf siöan aftur til Þýzkalands. Árið 1961 fluttist hann hingað til lands á ný og varð skólastjóri. Hann gegndi þvi starfi, þar til árið 1968, er hann lét af störfum samkvæmt eigin ósk. Þá tók Höröur Agústs- son við stjórn skólans. Hörður hefur nú fengiö þriggja ára leyfi frá störfum, og skólastjóri á með- an er Gisli B. Björnsson, auglýs- ingateiknari. Gisli leiddi okkur úr einni stof- unni i aðra og sýndi ókkur, hvað væri að gerast. Unnið var af kappi á öllum hæðum við ólikustu verkefni, bæði hagnýt og listræn. Hér voru nemendur á ýmsum aldri að teikna, mála, móta og vefa. Aö lokinni stuttri kynnisferð^ spjölluðum viö litillega viö Gisla B. Björnsson um málefni skólans. Við báöum hann fyrst að lýsa i stúttu máli tilhögun námsins og. skipulagi: Rætt við Gísla B. Björnsson, skólastjóra Myndlista- og handíðaskóla íslands — Skólinn tekur fjögur ár, og námið skiptist i tvo hluta, al- mennan forskóla, sem tekur tvö ár og siðan sérnámsdeildir i önn- ur tvö. Þetta eru hinar svokölluðu dagdeildir, og i þeim eru nú um hundrað nemendur. t forskólan- um læra nemendur alla þá grunn- þætti, sem talið er, að myndlist- armaður verði að kynna sér. Námsgreinarnar eru fjölmargar, svo sem teiknun frumforma, notkun mismunandi teikniað- ferða, greining náttúruforma, hlutateiknun, liffræði, rythmisk- ar æfingar, tjáningarhreyfingar mannslikamans, mannslikaminn eftir módeli, hraðteikningar eftir módeli, myndskipun, grafik, listasaga og fleira. Að loknu I þessu almenna undirbúnings-t námi taka sérdeildirnar við, og eru þær þessar: Kennaradeild, en undirdeilir hennar eru teikni- kennaradeild og yefnaðarkenn- aradeild. Listiðnaðardeildir, þ.e. auglýsingadeild, keramikdeild og textildeild, og loks frjáls mynd- list, þar sem.málun, grafik og myndmótun eru undirdeildir. »■. t vetur eru um sjö hundruð nemendur ánámskeiðum af ýmsu tagi. Þar er um að ræða námskéið i teiknun og málun fyrir börn og unglinga og námskeið fyrir full- orðna i sömu greinum, bæði byrj- endur og þá sem lengra eru komnir. t vetur tókum við upp þá nýjung að efna til upprifjunar- námskeiðs fyrir eldri nemendur skólans, og urðu þau mjög vin- sæl. Um 30 fyrrverandi nemendur komu saman einu sinni i viku til að endurnýja kunningsskapinn og hressa upp á kunnáttuna. Bók- band er kennt og er orðin gömul og þróuð grein hér við skólann, einnig almennur vefnaður, vef- þrykk, myndvefnaður, og nýjasta greinin er tizkuteiknun eða fata- teiknun. Fyrir siöari hluta vetrarins er i ráði að halda námskeið i keramik aðallega fyrir börn og unglinga. Einnig hefur komið til tals að halda námskeiö i letrun og tækni i sambandi við útlitsteiknun, ef til vill I samvinnu við prentarafélag- ið. En þetta er enn á umræðustigi og óvist, hvort úr þvi verður. Nú, auk þess hefur skólinn tekið að sér kennslu i valgreinum i byggingarlist og myndlist fyrir Menntaskólann i Reykjavik. Það eru um fimmtiu nemendur úr fimmta og sjötta bekk, sem sækja 26 VIKAN 4.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.