Vikan


Vikan - 24.01.1974, Qupperneq 29

Vikan - 24.01.1974, Qupperneq 29
Guðrún J. Auöunsdóttir setur saman litskrúöuga taubúta. sem aiiir eru sexstrendir aö lögun. Reinhild Ratzelt heitir þessi stúlka og glímir hér viö formfræöi. Hún er þýzkur rikisborgari, en kýs heldur að stunda nám hér á tslandi en í heimalandi sinu. getum við fjölgað nemendum upp i 150 á næstu þremur til fimm ár- um án þess að breyta kennara- liðinu mikið. Það væri að mörgu leyti mikili fengur að þvi að fá fleiri nemendur i skólann, vegna þess að i mörgum sérdeildum eru of fáir nemendur. I keramik- deildinni eru til dæmis aðeins fjórir. En þá er óleyst stærsta vanda- málið, sem skólinn á við að etja, og það er skortur á tækjabúnaði. Við höfum ekki nema örlitið brot af þeim kennslutækjum og út- búnaði, sem við teljum okkur þurfa. Húsgögn eru hér eins og sjá má hálfgert drasl, sem tint hefur verið saman úr hinum og þessum skóla, þar sem þvi hefur verið fleygt. Að lokum lengar mig til að vikja að máli, sem okkur her við skólann er mikið áhugamál. Oft hefur verið rætt og ritað um það að undanförnu að efla þurfi iðnað og útflutning á iðnvarningi. Unnið er að iðnþróunaráætlun og talað um iðnbyltingu. Iðnþing er haldið og stofnanir gera alls kon- ar samþykktir. En okkur hefur fundizt, að þarna vantaði hinn eina, hreina tón, ef svo má að orði komast. Það hefur alltaf vantað inn i dæmið mikilvægan lið, sem sagt fólkið, sem á að forma iðn- varninginn i hendur neytenda. Alls staðar erlendis er veruleg áherzlá lögð á það að mennta hönnuði. Og við álitum, að hér við skólann sé kominn grund- í völlur,sem hægt sé að byggja á tiltölulega sterkar listiðnaðar- deildir. Við höfum meira að segja fengið það staðfest af sérfræðing- um, sem hér hafa verið á vegum útflutningsskrifstofunnar og | iðnaðarráðuneytisins. Hingað kom sænskur hönnuður, Sixten Hergard að nafni, og einnig heim- sóttu skólann hönnuðir á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þeir voru undrandi yfir þvi, hve illa var búið að skólanum, en furðuðu sig jafnframt á þvi, hve hér var margt ungtog efnilegt fólk, þegar þeir skoðuðu það sem unnið var að. Erlendis eru hönnuðir starfandi við hverja einustu verksmiðju, sem þvi nafni er nefnd. Ég tek sem dæmi, að i Finnlandi er i gildi reglugerðarákvæði þess efnis, að hönnuður skuli vera starfandi við iðnfyrirtæki. Það er talið jafn nauðsynlegt og að hafa verkfræð- ing til staðar. Þetta hlýtur að koma hér á landi. Þvi miður verð- ur að segja það um islenzkan iðnað, að hann lifir of mikið á þvi að taka ófrjálsri hendi það sem hingað berst i blöðum og timarit- um eða menn sjá á sýningum. I Framhald á bls. 47 4. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.