Vikan


Vikan - 24.01.1974, Blaðsíða 32

Vikan - 24.01.1974, Blaðsíða 32
Ég hef kynnzt öllum stjórnvitringum Evrópu og Ameriku ög ennfremur öllum helztu fjárhættuspilurum. Ég hef þekkt trúboða og morðingja, og ég hef stjanað við næstum allar kvenstjörnur frá Holly- wood. Þær eru ágætar viðureignar, ef maður bara man nafnið á nýjasta mann- inum þeirra. En einkadætur, guð minn almáttugur.... Þaö var skipsþjónninn, sem var að tala. — Eiginlega er mér alveg meinlaust til krakka — ef þeir eru ekki einkabörn. Einkasynir eru nú kannski ekki sem bölvaðastir, nema þeir eigi mömmu með næg bein i nefinu til að minna hann pabba þeirra á, að hann hafi nú einu sinni verið strákur. Það er sem sé stórhættulegt að segja það við föður, sem ætlar að fara að tukta son sinn, þvi að þegar hann er að velta þvi fyrir sér, hvort hann hafi nokkurn tima veriö strákur, sleppur snáðinn á með- an, án þess að komast i kynni við mittisólina hans pabba sins. En einkadætur eru alveg grábölvað- ar. Ég hef nú verið til sjós i guð má vita hvað mörg ár og komizt i kynni viö karla og konur, börn og einkabörn. Ég hef kynnzt öllum stjórnvitringum og hálf-stjórn- vitringum Evrópu og Amerlku, og ennfremur öllum helztu falsk- spilurum, allt frá Lew Agnews til Clink Smith. Ég hef þekkt trúboöa og moröingja — ég var með hann Stellmann i einni káetunni minni, þegar hann var tekinn fastur úti á rúmsjó fyrir aö myrða hana Hönnu Bontey — og ég hef stjanaö við næstum allar kvenkyns stjörnur frá Hollywood. Og þær 32 VIKAN 4. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.