Vikan


Vikan - 24.01.1974, Side 33

Vikan - 24.01.1974, Side 33
eru ágætar að snúast kringum, ef maður bara man nafnið á nýjasta manninum þeirra. — En einkadætur, guð minn al- máttugur! Svo maður bregði nú fyrir sig svolitilli guðrækni. Forstjórinn fyrir' Alþjóðarlin- unni átti eitt barn — dóttur — og eina skipið hans, sem ekki bar nafn einhverrar þjóðar var Wini- fred Wilford, sem hét i hausinn á henni. En það stóð nú ekki nema hér um bil eitt ár, þá var nafninu breytt í Flemish. Ungfrúin kunni ekki almennilega við að lesa i blöðunum, að nú væri verið að rústbanka Winifred Wilford, eða setja i hana kælikerfi. Húh sagði, að þetta væri dónalegt, svo að Sir Ernest, faðir hennar, breytti nafninu. Ég frétti þetta hjá þjóni, sem var áður káetuþjónn á Itali- an. — Ég sá nú aJdrei dömuná, enda þótt það hefði átt að vera ó- umflýjanlegt, þvi að aðra hvora • ferð fengum við boð um, að hún ætlaöi með okkur til þess að heimsækja hana frænku sina i Chicago. 011 þau skipti, sem brúð- hjónaíbúöin fór tóm vestur, var þvi að kenna, aö henni snerist alltaf hugur á siðustu minútu. Þetta var orðiö aðhlátursefni um allt skipið. Gömlu hásetarnir spurðu alltaf þegar þeir komu um borð, hvort Winifred ætlaði með og manngreyið, sem sá um ibúð- ina, sagði, að hann gæti verið bú- inn að kaupa sér stórhýsi, £f Ibúð- in væri ekki oftast tóm, vestur. Þessi þjónn sagöi mér sitt af hverju um hana. Hún væri vön að fara til Rómar, svo sem til til- breytingar, og svo til Como til þess að hvila sig. Siðan lét hún fylla húsið i Acotaf þjónustufólki, Þessi þjónn sagði mér sitt af hverju um hana. Hún væri vön að fara til Rómar, svo sem til til- breytingar, og svo til Como til þess að hvila sig. Siðan lét hún fylla húsið I Ascot af þjónustu- fólki, en var svo ekki búin að vera þar nema viku, þegar hún var þotin til Le Touquet i golf, eða þá til Achen i'heilsubrunnana. Hún fór til Parisar af þvi að henni leiddist, og svo til Sviss vegna tauganna, og Sir Ernest sagði, að það væri ekki nema eðlilegt, að fjörmikil stúlka þyrfti að sjá sig dálitið um, og honum fannst hún dásamlegasta lifvera, sem nokk- urn tima hefði látið svo litið að taka á sig mannsmynd. — Hún var sem sé einkadóttir, eins og ég var búinn að segja. Falskspilarar eru einhverjir prýðilegustu menn að stjana við, og flestir þjónar sem ég þekki vildu vist heldur hafa fjögra manna káetu fulla af glæpsemi en finasta ambassador, sem nokk- urn tima hefur ferðazt i brúð- hjónaherbergi. Ég lasta ekki falskspilarana. frekar en ég færi að bakbita merði og otra. Þeir eru til þess fæddir að halda kaninun- um i skefjum. Ef ekki væru nein- ar kaninur væru heldur ekki nein- ir merðir. Þetta er nú min skoðun á náttúrufræðisviðinu. — Almennt tekið, þá eru bófa- flokkar ekki nærri eins hættulegir og náungarnir, sem „dumma sér”. Þeir verða að vera nógu snjallir til þess að geta unnið ein- ir, án samverkamanna, njósnara og ginningarfugla. Þetta er lang- bezta vinnuaðferðin, af þvi að hún sparar útgjöld og ekki þarf að hafa neinn upp á hlut. Það er þetta, sem hefur tvistrað mörg- um bófaflokkum, en náungarnir, sem geta unnið einir, eru bara bæði fáir og strjálir, og jafnvel hann Sóló-Smith, einn af þeim al- klárustu, átti fullt i fangi að hafa ofan af fyrir sér, eftir að hann sleppti samverkamanninum og fór að vinna einn. — Það er til fjöldinn allur af tveggja manna spilum, og Sóló kunni þau öll og hafði vel upp úr sér, þvi að fólk, sem spilar þessi spil er venjulega rifct. Athugaðu bara fólkið, sem.spilar pikket og bezik, og þá skaltu sjá, að ég hef rétt fyrir mér. Og sem ‘meira er: .JViaður, sem spilar þessi spil, tel- ur sig venjulega vera einhvern ó- skapa sérfræðing. Venjulega eru tveir eöa þrir svona sérfræðingar i hverjum farþegahópi, og alltaf skyldi honum Sóló takast að þefa uppi einn þeirra. Vitanlega komu fyrir einstöku ferðir, þegar hann vann sér ekki fyrir farinu, en yfir- leitt gekk honum vel og meöan hann hafði timakaup, var honum sama um allt, þvi að hann var handviss um, að einhvern daginn mundi hann hitta fagra dóttur einhvers milla frá Pittsburg, og verða svo heiðarlegur borgari það sem eftir væri ævinnar. Hann var lika glæsilegasti maður, sem ég hef þekkt I þessu fagi. Ljósleit- ur og með liðað hár, falleg augu og kónganef. Hann Var sá eini, sem var kynntur finum dömum, og vjssulega voru allar stelpur báiskotnar i honum — ég held það hafi nú verið ein ástæðan af mörgum til þess, að hann brá henni Lilu upp-: Hann var með iþróttamannsvöxteins ogsjámá i bilaauglýsingum, þar sem maðurinn situr með kæruleysis- svip við stýri, en falleg stúlka er að strjúka rússneskum blóð- hundi i baksýn. — Ein fræg kvikmyndastjarna reyndi að fá hann til að spila við sig. Sóló tók næstbezta kostinn. Hann spilaði við manninn hennar og tók af honum árskaupið hans i einni setu. Spilið var pikket og eiginmaðurinn var sérfræðingur. — Aðferðin hans var svo Sem ekkert nýstárleg. Hann langaði aldrei til að spila. Það var alltaf bjáninn, sem sagði: — Æ, vertu nú ekki að þvi arna! Við hvað ertu hræddur? Heldurðu kannski, að ég hafi rangt við? — A1 Lipski, sem þekkti Sóló vel, sagði mér ýmislegt um hann. — Hann er allur annar maður en meðan Lila Bowman vann með honum. Lila hafði vit i kollinum og sannast að segja kenndi hún honum það sem hann kann. En svo sveik hann hana á þann eina hátt, sem maður getur svikið konu — hann sagðist vilja það en gerði það ekki. — Gerði hvað? — Að giftast henni, sagði Al. Sóló hafði fengið það inn i haus- inn, að einhvern tima mundi hann hitta einhverja milljónamey sem félli fyrir honum. Hann var alltaf svo mikill hugaróramaður. Hefur þú, Felix, nokkurn tima séð Sóló ganga i land i New York? — Nei. Ég hef borið töskuna hans i land, en ég minnist þess ekki að hafa nokkurn tima séð hann sjálfan fara i land: — A1 Lipski rak upp einkenni- legan hlátur. — Nei. það skal ég bölva mér uppá, að þú hefur aldrei. Hann fer aldrei i land fyrr en allir farþeg- arnir eru farnir frá borði — hann leggur ekkert á hættu, kall sá. — Þetta viðtal okkar fór fram um borð I Flemish. Það var ágæt- is skip, hægfara en öruggt. Vistar verurnar voru góðar, maturinn sá bezti á skipum félagsins og þó að það tæki tiu daga að dragnast frá Mersey til Hudson, þá var það að minnsta kosti öruggt ferðalag. t þetta sinn var hann Grishway skipstjórinn okkar — einn af gamla skólanum. Hann hélt þvi fram, að gufan hefði aldrei átt að vera fundin upp og allar siglingar væru að fara i hundana, siðan hætt var að nota segl. Hann hat- aði misindismenn út af lifinu, enda guðhræddur maður, en jafn- framt var hann þeirrar skoðunar, að farþegar ættu ekkert aö vilja um borð i skipi. En hann var góð- ur sjómaður og skrapaði aldrei plötu, eins og sagt er. Ég held, hann hafi verið I sjóhernum áður en hann komst i farmennskuna, þvi að hann bar sig alltaf til eins og tiðkast i flotanum. Var alltaf einsog einhver séff á einhverju andskotans flaggskipi. Ég var þjónn hjá honum tiu túra, og að vera skipstjóraþjónn er sú grein sjómennskunnar, sem margir mundu sizt kjósa sér. En skipstjórinn var nú allra bezti kall, þrátt fyrir allar tiktúrurnar, og þegar ég var búinn að læra að standa pinnstifur meðan ég beið eftir skipun og hlaupa i stað þess að ganga og ennfremur að raka mig fyrir morgunverð, þá fóf ég bara að kunna vel við hann. Hann var stór vexti, með alrakaða efri- vör og totuskegg. Og hann hataði spilarana eins og fjandann sjálf- an. Fyrstu ferðina, sem hann var með Flemishlét hann prenta aug- lýsingar,. sem festar voru upp i reyksalnum: Spilaðu aldrei við neinn mann nema þn þekkir hana móður hans I framhaldi af þessu sendi hann skipslögregluna til að taka hann Lew Grovener fastan — einhvern fimasta manninn i faginu. Svo var leitað I káetunni hans Lews og þar fundust tuttugu gangar af spilum, og loks var hann afhentur lögreglunni i New York. Á austur- leiðinni hramsaði hann svo hann Harry litla Toler, fyrir að reka spilabanka i Ibúðinni sinni. Þrjár ferðir á enda hafði lögregluþjónn- inn nóg að gera. Við lágum viö bryggju i Liverpool einn laugar- dagsmorgun að biða eftir lestinni, þegar ég sá bilinn hans Sir Ernest Wilfords koma fram á bryggjuna og þá gat ég mér þess til, að nú væri fjandinn laus. — Sir Ernest var aðalforstjóri skipafélagsins og hann var ná- kvæmlega eins og Kaninn heldur Englending vera. Þetta var mjó- sleginn maður með langt gult yfirskegg og einglyrni, i siðum lafafrakka og með pipuhatt — allt árið um kring. Þegar ég sá hvitu ökklahlifarnar hans koma upp f brúna, vissi ég samstundis, að hann hefði ekki ekið alla leiðina heiman frá sér til þess eins að óska Grishway skipstjóra góðrar „ferðar. Slikt og þvilikt leggja beiðarar ekki i vana sinn. — Ég var inni i svefnklefa Grishways og hurðin stóð i hálfa gátt. — Góðan daginn, Sir Ernest, heyrði ég skipstjórann segja. — Góðan daginn, skipstjóri. Ég leit inn i reyksalinn um leiö og ég gekk, og tók þá eftir þvi, að þér höfðuð sett.,.. humm.... upp aug- lýsingu.... — Já, sagði skipstjórinn. — Og ég las i blöðunum, að þér hafið kært þrjá menn i Liverpool fyrir aö spila? — Já, þeir voru falskspilarar, sagði skipstjórinn önugur. Þeir náðu i ungan mann frá New Orle- ans og beinlinis snoðrökuðu hann. — Já, já, sagði Sir Ernest. — Það er náttúrlega verst fyrir pilt- inn sjálfan, en þér komið óorði á skipið með þessu, skipstjóri. Fólk fer að halda, að Flemish sé alein- asta skipið, sem svona náungar ferðist með, og foröast okkur þá eins og fieitan eldinn. Það er alveg nóg að setja auglýsingar al- menns efnis upp i salnum, þar sem menn eru varaðir við að spila við ókunnuga. Længra nær okkar Framhald á bls. 37 4. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.