Vikan


Vikan - 24.01.1974, Qupperneq 48

Vikan - 24.01.1974, Qupperneq 48
HVÍTUR GALDUR OG SVARTUR Mig dreymdi skrítinn draum fyrir stuttu. Það var nóttina ef tir að strákurinn, sem ég var með, sagði mér upp. Draumurinn var á þessa leið: Mér fannstég vera stödd á Einarsnesi í Skerjafirði og hjóla eftir götunni. Á hægri hönd mér var röð af húsum en mér á vinstri hönd var Reykjavíkurflug- völlur. Það var kolsvartamyrkur og engin götuljós. Þegar ég er að hjóla þarna, stóðu nokkrir strákar hægra megin við götuna. Ég þekkti þá f lesta og meðal þeirra var strákurinn, sem ég var með. Sem ég hjóla framhjá strákunum, hlæja þeir allir að mér nema einn, sem stökk á hjólið f yrir aftan mig. Þegar ég var komin götuna á enda, stöðvaði ég hjólið og ætlaði að fara inn í hús, sem bróðir minn átti einu sinni heima í. Ég vissi, að inni i húsinu voru svart- klæddir menn, sem ég fannst vera djöf ladýrkendur og hvítklæddir, sem voru guðsmenn. Ég barði á einar dyrnar og fann á mér, að þar f yrir innan væru þeir svartklæddu. Ég heyrði þá ganga nið- ur stigann, en þá kipptu þeir hvítklæddu í mig og drógu mig inn til sin. En þeir gátu ekki lokað hurðinni, því að þeir svartklæddu héldu henni opinni og ruddust inn í herbergið. Mér fannst þeir svartklæddu vera þrír talsins, en þeir hvitklæddu fjórir. Frá þeim hvít- klæddu stafaði geislum, um það bil armslengd, og þeir vernduðu mig með þessum geislum fyrir þeim svart- klæddu, sem sífellt reyndu að ná í mig. Þeim tókst það ekki og eftir nokkra viðureign við þá hvítklæddu gáf ust þeir upp og f óru. Við það vaknaði ég. Kæri draumráðandi. Viltu vera svo væn(n) að birta þennan draum og ráða hann fyrir mig. Með beztu kveðju. Ragga. Þú átt nokkra erfiðleika í vændum og virðist dragast út í eitthvað, sem þú kærir þig í rauninni ekki um aðtaka þátt í, en vegna dapurleika, sem á þig sæk- ir, skortir þig mótstöðuafl til þess að forðast það. En þá verða gamlir vinir þínir til þess að koma þér til hjálpar og leiða þig út út ógöngunum. KLIFUR I KLETTUM. Kæri draumráðandi! Ég ætla að biðja þig um að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir stuttu. Mér fannst ég vera að fara út að Eyvindarstöðum, sem er bær hér í sveitinni, með vinkonu minni. Einnig var í fylgd með okkur strákur nokkur. I draumnum var hann Ijóshærður en í raunveruleikan- um er hann með skolleitt hár. Við gengum upp í fjall og eftir þröngri syllu. Við námum staðar á syllunni og þurftum að klifra upp klett til þess að komast að bænum. Vinkona mín klifraði hiklaust upp klettinn og ég ætlaði að fara að leggja af stað á ef tir henni. En þá lít ég niður og sé, að strákurinn er á tali við einhvern mann.' Ég fór þá nið- ur á sylluna aftur og ætlaði að bíða þar eftir vinkonu minni. Mér varð litið niður fyrir sylluna, sem við stóð- um á, og sá þá niður í djúpt gil. Ég leit undan, því að mig var farið að svima. Þá heyrði ég vinkonu mína kalla ofan af klettabrúninni og vaknaði við það. Nú langar mig til að biðja þig að ráða þennan draum fyrir mig. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Gerður. Aö klifra upp bjarg er fyrir heiöri og hamingju þeirra, sem alla leið komast. Vinkona þín á því áreiðanlega fyrir höndum bjarta framtíð, en draumurinn segir hvorki af né frá um þig og piltinn. Hitt virðist vera óhætt að segja, að með þér og honum tekst meiri vinátta en áður. HUNDAR ELTIR I DRAUMI , Kæri þáttur! Mig dreymdi fyrir nokkrú, að strákur, sem ég var hrifin af, væri að koma úr ferðalagi. Við krakkarnir fórum að taka á móti honum og vinkona mín hljóp á undan okkur og kyssti hann, Svo sneri hún sér að mér og spurði, hvort ég væri nokkuð vond út í hana. Ég kvað nei við því og mér var alvara með því að segja það. Þá segir strákurinn við okkur krakkana, að hann hafi komið með gjöf handa okkur. Þá sjáum við hvar hrossastóð kemur hlaupandi yf ir götuna, þar sem við stóðum. Allir fóru nú að hlaupa á eftir hestunum og allt í einu eru bara ég og þessi vin- kona mín tvær eftir og hrossin höfðu breytzt í hunda. Við vorum að reyna að ná hundunum. Fyrst næ ég í gráan und og sýni vinkonu minni hann. Þá sé ég, að hún er með tvo mjög fallega svarta hunda í bandi. Ég sleppti þessum gráa hundi og fór að elta lítinn hvítan, ofsalega fallegan hund. Ég hljóp og hljóp en aldrei náði ég honum. Að lokum var ég orðin örmagna af þreytu og fór að gráta, því að ég sá að ekkert þýddi fyrir mig að reyna að ná í hvíta hundinn. Og þannig lauk þessum draumi. Nú hefur það gerzt, að þegar strákurinn kom að vestan um daginn, þá byrjuðu vinkona mín og hann að vera saman og ég komst að raun um, að ég var bara ekkert hrifin af honum lengur. I fyrradag dreymdi mig svo, að ég var að fara í ,,opið hús" niður í skóla og við innganginn var þessi sami strákur og stimplaði á handlegginn á sumum stelpunum, sem fóru inn. Ég fór inn og hann stimplaði mig. Eftir litla stund kemur vinkona mín til mín (sú, sem er með honum), þar sem ég er að fó mér kók. Mér verður lítiðá handlegginn á henni og sé að þar er stórt og djúpt sár eftir brennimark. Ég spurði hana, hver hefði gert þetta. Hún segir, að það hafi verið strákur- inn og er mjög sorgbitin á svipinn. Þá gengum við inn í salinnog fórum framhjá anddyrinu, þar sem strákur- innstóð. Ég reyndi að líta með fyrirlitningu á hann, en var gráti nær af sorg og reiði. Mig svimaði og ég reikaði til, Hann lét eins og hann sæi okkur ekki. Þannig .lauk þessum draumi. Með fyrirfram þökk. Dr-aumspök. Því miður er ekki rúm til að birta einnig þriðja drauminn þinn) Draumspök, enda er hann þeirra minnst merkilegur og boðar aðeins nokkrá erf iðleika f skólanum. Fyrri draumurinn, sem hér birtist, er greinil. kominn f ram að mestu leyti. Það getur veriö,. aö þú eigir eftir að komast að því, að strákurinn er í rauninni mkilu skotnari í þér en vinkonu þinni. Það er þess vegna, sem hún var svona illa brennimerkt á skólaballinu. En þú ert hyggin og læjur þennan strák, sem virðist heldur ómerkilegur félagi, ekki hafa nein áhrif á þig framar. ' v-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.