Vikan


Vikan - 07.03.1974, Blaðsíða 4

Vikan - 07.03.1974, Blaðsíða 4
Ertu aö byggja? VO.-r-H-í' - Viltu breyta? Þarftu aö bæta? Iitíivri' GRENSASVEG118,22,24 SÍMAR: 32266-30280-30480 ■ pósturinn SNJÓBOLTAR OG MARBLETTIR Kæri Póstur! Við þökkum þér fyrir allt gam- alt og gott. Við erum f jórar stelpur á fjór- tánda ári og þekkjum litils háttar fjóra stráka, sem eiga heima við sömu götu og við, og okkur langar til að kynnast þeim nánar. t þau fáu skipti, sem við höfum gert til- raunir til að vera með þeim, hafa þeirsettá okkur marga marbletti undan höröum snjóboltum og þvi hafa þeirhaldið áfram allt kvöld- ið. Kæri Póstur! Við vonum, að þú getir gefiö okkur eitthvert þinna góöu ráöa, sem þú heldur að komi okkur að gagni. Með kærri kveðju. Stina, Imba, Bibba og Laula. Pósturinn gizkar á, að piltarnir fjórir, sem þið hafið áhuga á að kynnast nánar, séu á svipuðu reki og þiö. Þeir virðast vera fullkom- lega heilbrigðir og eðlilegir ung- lingar, þvf að ástleitni karlmanna á þvi reki kemur einmitt oftast fram I hörðum snjóboltum eða einhverju þess háttar. Veriö þess vegna alveg rólegar. Piltarnir eru einfaldlega ekki undir það búnir að kynnast ykkur nánar og þiö tæpast heldur. AÐ HNUSA EÐA NUSA Kæri Póstur! Getur þú leyst úr deilu fyrir okkur? Hvort er réttará að segja að hnusa eða nusa, þegar maður lyktar af einhverju? Og eru Anna Vilhjálmsdóttir og Elly Vilhjálmsdóttir systur? Hvað var Þuriður Sigurðardóttir gömul, þegar hún byrjaði aö syngja opinberlega? Og með hvaða hljómsveit? Hvernig er skriftin og hvað lestu úr henni? Og að lokum, hvernig eiga tvi- buramerki og vogarmerki sam- an? Með kærri kveðju. Gunna. Þaö er hvort tveggja rétt aö segja hnusa og nusa. Að þvi er -Pósturinn bezt veit eru þær Anna og Ellý ekki systur. Pósturinn man fyrst eftir Þuriði, þegar hún söng lagið „Elskaðu mig” á plötu. Þá var hún sextán ára og skömmu seinna fór hún að syngja með hljómsveit Magnúsar Ingi- marssonar. Skriftin er viövan- ingsleg, en bendir þó til nokkurr- ar skapfestu. Tviburi (karlkyn) og vog (kvenkyn) þurfa aö sýna hvort ööru fyllstu tillitssemi, ef samband þeirra á aö blessast, en tviburi (kvenkyn) og vog (karl- kyn) eiga eins vel saman og framast er kostur. í ASTARSORG Elsku Póstur! Ég ætla að byrja á þvi að þakka Vikunni fyrir allt gamalt og gott. Ég hef aldrei skrifað þér áður, svo að ég vona að þú getir gefið mér góð svör og hendir þessu bréfi ekki i ruslakörfuna. Þá er bezt aö koma sér að efn- inu. Ég er alveg æðislega hrifin af strák, svo hrifin að ég er alveg að deyja. Ég veit ekki hvort hann er hrifinn af mér eða ekki. Ég þori ekki að spyrja hann að þvi. Ég er búin að þekkja hann i hálft ár, en hef bara einu sinni verið með hon- um á balli og einu sinni hefur hann komið til min. Þá töluðum við bara saman og hann sagðist ætla að koma til min daginn eftir, en hann kom ekki. Og hann hefur lofað mér mörgu, en svíkur það alltaf. Þess vegna held ég að hann sé ekkert hrifinn af mér og að hann vilji bara notast við mig i hallæri. En það vil ég ekki. Ég vil bara láta hann elska mig, en ekki nota mig. Ég hef talað um þetta við vinkon- ur minar og þær segja, að hann sé ekkert hrifinn af mér. Þær segja lika, að hann sé asni og villingur og allt eftir þvi, þvi að þær þekkja hann jafnvel og ég. En ég vil ekki láta segja þessi ljótu orð um hann, þó að ég viti að þau eru sönn. Ég elska hann og get ekki gleymt honum. Ef ég mæti honum af tilviljun á götu, þá er ég viss um að hann talar við mig og heils- ar mér. Og ef við hittumst á balli, er ég viss um að hann dansar viö mig og verður með mér i smá- tima á ballinu og svo ekkert vik- um saman. Elsku Póstur! Hvað á ég aö gera? Ég vona, að þú hjálpir mér eins og þú hefur vafalaust hjálpað svo mörgum öðrum. Og svo þetta venjulega. Hvern- ig er skriftin og stafsetningin? Hvað lestu úr skriftinni? Hvernig fara saman strákur i vatnsbera- merki og stelpa i hrútsmerki og stelpa i vatnsberamerki og strák- ur I krabbamerki? Fyrirfram þökk fyrir birting- una. Ein i ástarsorg. Vandamál eins og þitt verður vist tæpast kallaö annað en skort- ur á sjálfsvirðingu. Ef þú vilt ekki láta strákinn ,,nota þig i hallæri” skaltu ekkert vera að þvi. Ef þú aftur á móti vilt láta hann um það, þá þú um það. Það er til fullt af öörum strákum, sem þú getur án cfa valiö um svo að þú þarft ekkert að vera að hugsa um þenn- an pilt, sem þú lýsir ekkert sér- staklega vel. Skriftin bendir til einbeitihgarhæfileika, sem þú ættir að nota til að hætta að. hugsa um strákinn. Slafsetningin er 4 VIKAN 10. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.