Vikan


Vikan - 07.03.1974, Blaðsíða 15

Vikan - 07.03.1974, Blaðsíða 15
fjarskanum á þessari ægilegu, hvitu viðáttu. Þegar hann hafði gengið skrið- jökulinn á enda, nam hann staðar og spurði sjálfan sig, hvort liklegt væri að gamli maðurinn hefði far- ið þessa leið, gekk siðan eftir jökulöldunum, hröðum og hikandi skrefum.Degivartekiö að halla, á snjóinn var komin rósrauð slikja og þyrkingslegur kuldastormur fór i hringum eftir gljáandi fletin- um.Ulrich rak upp löng, hvell og skerandi köll, rödd hans þaut gegnum þessa heljar kyrrð, þar sem fjöllin sváfu, hún barst til hinnar miklu, fjarlægu auðnar eftir þungum og kyrrlátum öldum jökulúðans, eins og kall fuglsins yfir öldur hafsins, þá hvarf hún inn i þögnina án andsvars. Hann hóf gönguna að nýju. Sól- in hafði hnigið að baki fjallstind- anna þarna, sem ennþá voru eins og væri þeír hjúpaöir purpura- skikkju vegna endurkastsins frá himingeimnum, en djúp dalanna voru orðið grálituö, og skyndilega varð unglingurinn hræddur. Hon- um fannst eins og þögnin, kuld- inn, einveran, þessi vetrarhelja öræfanna væri að ná tökum á sér, væri að stöðva og frysta blóðiö i æðunum, gera útlimina helstiröa og breyta sér i einni svipan i hreyfingarlausan og kaldan hlut. Og hann tók að hlaupa, flýja til dvalarstaðar sins. Hann hugsaði, að gamli maöurinn mundi hafa komiö heim á meðari hann var fjarverandi. Hann hefði farið aöra leið, hann mundi alveg vafa- laust sitja fyrir framan eldinn meö dauða gemsu viö fætur sér. Brátt sá hann gistihúsiö, en enginn reykur steig upp frá þvi. Ulrich hraðaöi göngunni og opn- aði dyrnar, Sam hljóp á móti hon- um til þess að fagna honum, en Gaspard Hari var ókominn. í fát inu sneri Kunzi sér skyndilega viö eins og hann byggist við að finna félaga sinn falinn i einu horninu. Þá kveikti hann upp eldinn og sauð súpuna, þvi að hann vonaði, að gamli maðurinn kæmi inn á hverju augnabliki. Hann skaust út við og við til þess að gá aö, hvort hann væri ekki að koma heim. Það var komin nótt, náföl nótt fjallanna, helblá nótt, nótt hins skarða, fölbleika mána, er var á hvörfum viö fjallatindana og varp skimu á rönd af sjón- deildarhringnum. Ungi maðurinn fór nú inn og settist við eldinn til þess að verma hendur og fætur, og hugleiddi öll þau hugsanlegu óhöpp, sem kynnu að hafa hent gamla mann- inn. Gaspard kynni að hafa fót- brotnað, dottið niður i jökul- sprungu, misstigið sig og snúist úr ökklaliðnum. Og ef til vill lá gann i snjónum, örrhagna og stirður af kulda, örvinglaður, vonlaus og ef til vill kallandi á hjálp, hrópandi af öllum mætti i þögn næturinnar. En hvar var hann? Fjallaauön- in var svo gifurleg, svo ógreiöfær og og stórhættuleg á köflum, eink um á þessum tima árs, að ekki hefði veitt af tiu eða tuttugu leit- armönnum til þess að þaulleita i viku i allar áttir til þess að finna einn mann i þessari miklu auðn. En Ulrich Kunzi ákvað að leggja af stað með Sam, þegar dagaði, ef Gaspard yrði þá ekki kominn. Og hann undirbjó leiöangurinn sem bezt hann kunni. Hann bjó um tveggja daga nesti i tösku, tók broddjárnin sín, batt löngum, mjóum en sterkum kaöli um mitti sér og gætti þess að broddstafurinn og öxin væru i lagi, sem hann notaði til þess að höggva spor i isinn. Svo beið hann. Eldurinn logaði i eldstónni og stóri hundurinn hraut fyrir framan hana, og klukkan tifaði eins reglulega og hjarta, sem slær til þess að vekja endurróm. Hann beið, hlustaði með athygli eftir fjarlægu hljóði, og hann skalf eins og hrisla, þegar vindur- inn gnauöaði á þekju og veggjum. Klukkan sló tólf, og kjálfti kom að honum. Og af þvi að hann var hræddur og skjálfandi, lét hann dálitið vatn yfir eldinn til þess að geta fengið sér kaffisopa áður en hann legði af staö, og þegar klukkan sló eitt fór hann á stúf- ana, vakti Sam, oþnaði dyrnar og hélt af stað i áttina til Wildstrup- el. I fimm stundir fór hann upp fjallið, klifraði klettana með hjálp höggjárnanna, hjó skorur i klak- ann, sóttist förin sæmilega, en varð að draga rakkann upp á kaðlinum annaö veifiö, þegar honum dvaldist neðan við ein- hverja brekkuna, sem var honum of brött. Klukkan var hérumbil sex, þegar hann haföi brotist upp á einn knúkinn, sem Gaspard gamli gekk oftá i leit að gemsum, og hann beið eftir dagsbirtunni. Háloftið var orðiö föllitaö, en skyndilega skaust úr leyni ein- kennileg birta og stráði gullnum bjarma yfir hiö viöáttumikla sviö fölbleikra fjallahnúka, sem náöi mörg þúsund milur út frá honum á alla vegu. Hægt var aö láta sér detta i hug, að þessi reikuli roði stafaði frá fönnunum sjálfum til þess að sundra sjálfum sér og fá sér svigrúm i geiminum. Brátt fengu hæstu og fjarlægustu hnúk- arnir unaðsfagran, rósrauðan lit meyjarbrjóstanna og rauður röð- ull reis hinúm megin hinna himingnæfandi og hrikalegu Bernaralpa. Ulrich Kunzi lagöi af stað, stik- aöi eins og veiðimaður, álútur og skimandi eftir sérhverju vegsum- merki, og sagði við rakkann sinn: „Leitaðu, gamli félagi, leitaðu!” Hann fór að ganga niður fjallið, rannsakaöi sprungurnar gaum- gæfilega, og kallaði við og við, og há og langdregin ópin dóu út hvert af ööru i þessari þögulu vidd. Hann hélt að hann hefði heyrt mannsrödd, tók til fótanna, hrópaði aftur, en heyröi ekkert framar og settist niöur, dauö- þreyttur og örvinglaöur. Um há- degisbilið át hann morgunverö og gaf Sam, sem var jafn.lémagna, að éta, þvi næst héjt hann leitinni áfram. Þegar dagur leið og kvöld var komið var hann enn á göngu, og hafði þá gengiö meira en þrjátiu milur i fjallaauðninni. Þar sem of langt var heim og hann var'of þreyttur til þess að komast lengra, gróf hann gryfju i snjóinn og hnipraöi sig saman i henni á- samt hundinum og breiddi ofan á þá ullarábreiðu, sem hann hafðiv meöferðis. Og maöur og hundur lágu hlið við hlið, vermdu sig hvor á öðrum, en var þó báöum hroll- kalt. Ulrich festi varla blund, sýnirnar þutu eins og hvirfibylur gegnum huga hans og hann hrið- skalf af kulda. Hann fór á stjá I dögun. Hann fann ekki til fótleggjanna fremur en þeir væru járnstengur og hon- um var svo þungt i skapi, að hon- um lá viö að gráta af harmi, og hjartað barðist svo ákaft, að hon- um lá við falli vegna geðróts, þeg- ar hann hugðist heyra hljóð. I einni svipan geröi hann sér i hugarlund, að einnig hann sjálfur mundi deyja úr kulda i þessari auönarkyrröf og hugarskelfingin vegna sliks dauödaga jók orku hans og endurnýjaöi kraftana. Hann var á leið heim að gistihús- inu, var alltaf aö detta, en. stóö jafnharöan á fætur, Sam haltraöi á eftir á þrem löppum, og til gisti- hússins komu þeir ekki fyrr en klukkan fjögur siðdegis. Húsiö var autt, unglingurinn kveikti upp eldinn, fékk sér eitthvað að éta og Framhald á bls. 38 fyrr en um klukkan tiu. Hann var svefnkær, en hann hefði samt ekki vogað sér að láta þetta eftir sér i návist gamla varðmannsins, sem alltaf reis árla úr rekkju. Hann át morgunverð i hægöum sinum, ásamt Sam, sem svaf öll- um stundum dag og nótt fyrir framan arininn. Að morgunverði loknum varö Ulrich daufur i bragði og jafnvel óttasleginn I einverunni, og hann var gripinn ákafri löngum eftir hinni venju- legu dægradvöl, spilamennsk- unni, alveg eins og menn verða af ósigrandi þrá eftir fastri venju, hann fór þvi út til aö mæta félaga sinum, en hans var von um fjögurleytið,- Jafnfertni var um allan dalinn, snjórinn fyllti jökulsprungurnar, afmáði öll merki stööuvatnaima tveggja og þakti klettana, svo að milli hárra hnúkanna var ekkert nema heljarmikil, regluleg og hvitstirnd fannalög. f þrjár vikur hafði Ulrich ekki komiö fram á brún hengiflugsins, þaðan sem hann hafði horft niöur til þorps- ins, og hann langaöi til þess að fara þangað áður en hann legöi á brekkurnar i áttina til Wildstrup- el. Nú var kominn snjór i Lóeche, og húsin sáust varla, vegna snjó- breiöunnar. Þá sneri hann til hægri og gekk á Lammernskriöjökul. Hann steig stórum eins og æfður fjall- göngumaður, stákk broddstafn- um fast i grjótharöan snjóinn, og hvössum sjónum svipaöist hann eftir litla, svarta déplinum, sem hlyti að vera á hreyfingu þarna i 10. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.