Vikan


Vikan - 07.03.1974, Blaðsíða 11

Vikan - 07.03.1974, Blaðsíða 11
Tilfmningar minar voru ruglingslegar og « þunnt fjallaloftið hafði áhrif á mig, eins ýtti henni þarna fram af, þá vildi r J . p7 ég ekki verða til þess, að láta og eg hefði drukkið lett vin. En eg átti eft- hegná honum fyrir það. Mér er . P , a. ,.. ... , . ° , , svo vel ljóst hvilikur djöfull i ir að finna hve fljott allt gat breytzt, — mannsmyndMargotvar.Hvermg x-x * . . | . j• |__ ...__. sem hún hefur farizt, þá-verð- orðið að ognvekjandi hryllmgi.... skuidaði hún það aö þvi eina leyti var . ég á sama máli og Emory. settist ég á einn pokann og beið eftir þvi, sem hann hafði að segja. Clay ýtti á rofa við dyrnar svo þaö varð bjart þarna inni og ég virti fyrir mér allt sem þarna var aö sjá og naut friðarins þarna inni. Ég var ekki ennþá gripin neinum ótta. Svo hlammaði hann sé niður á næsta poka við mig. — Ég varaði þig við að fara út i kvöld. Ég sagði þér að vera innan dyra, fara alls ekki út. Ég yppti lauslega öxlum. Gleði min var alls ekki horfin og þarna inni var svo ótrúlega friðsælt. — Láttu ekki eins og kjáni, ég er með Julian, bróður minum og Shan. Hvað gæti komið fyrir mig? Hann svaraði þvl ekki, en stal^k höndinni i vasann og tók upp bréf — Ég tók þá ákvörðun, að sýna þér bréfið, sem Margot skrifaði mér, þrem dögum áður en hún lézt. Hann rétti mér bréfið og ég starði undrandi á hann. — Ég held þú ættir að lesa þetta, Linda. Þetta bréf er ekki falsað. Ég hefi ekki sýnt það neinum öðrum, vegna þess að ég veit hvað það þýöir, eða hverju það getur ljóstr- að upp. Umslagið var ekki limt aftur, en þegar ég fletti upp örkinni, þekkti ég strax rithöndina. — Lestu það, endurtók Clay. — Ég veit ekki hvort ég á að gera það. Það getur verið að sá lestur breyti öllu fyrir mér og geri mig ennþá ruglaðri, bendi mér á leið, sem ég get alls ekki fýlgt. Clay hallaði sér fram og reyndi að lita I augu mér. — Ertu viss um að þú kjósir þá leið, Linda? Mér fannst hann of fljótur til að draga ályktanir og ég hafði ótta af þvi. Ég sat þarna hljóð og handfjatlaði bréfið og öll innri gleði hvarf mér. — Þú vilt frelsa bróður þinn, minnti hann mig á. — Ég held þú ættir að lesa bréfið. Það réð baggamuninn, að hann nefndi Stuart. Ég hélt bréfinu upp að ljósinu. Orðin voru að mestu leyti þau sömu og i bréfinu, sem ég hafði séð ljósritað. Það var eins og hún hefði með vilja haft bréfin samhljóða. Kæri Clay, Ég þakka þér fyrir hjálpiria. .Julian hefur nú aftur hótað að drepa mig^Hann er afbrýðisamur og hefur varla af mér augun. Ég vil ekki hafa neitt saman við hann aö sælda framvegis og það þolir hann ekki. Ef eitthvað kemur fyr- ir mig, þá er hægt að segja lög- reglunni h.vert þeir eiga að leita. Þin Margot. Ég las bréfið tvisvar og Ieit sið- an spyrjandi á Clay, trúði ekki þvi sem ég las, — vildi ekki trúa þvi. — Þess vegna vildi hún ekki biðja Julian ásjár, sagöi Clay. — Það var Julian, sem hún var hrædd við allan timann, Ég hristi vandræðalega höfuð- ið, vildi alls ekki taka mark á þessu bréfi. — En hvers vegna notaöi hún þá nafn Stuarts i bréf- inu til Emorys? — Ég er búinn að segja þér það. Hún gerði það alls ekki. Ég held að hún hafi skrifað nafn Julians, eins og i bréfinu til min. En Emory sá þarna tækifæri til að verja Julian og áfellast bróður. þinn. Hvers vegna heldurðu að Emory hafi fyrirfarið sér, LSnda? — En gerði hann það? — Að sjálfsögöu. Skiðamaður á borð við Emory hefði aldrei orðið fyrir slysi á þennan hátt. Það var örugglega gert með vilja.. Vegna þess, að hanh vissi að sá timi myndi koma, aö hann yröi að leysa frá skjóðunni og hann vildi ekki hætta á, aö eitthvað af þvi sem hann segði, gæti komið Juli- an i koll. Það hefði hann aldrei getað afboriö. Það sem hann hafði ákveðið að gera gagnvart Stuart, hafði farið i handaskolum. Það sem hélt honum frá þvi að ljóstra upp um það hver þú varst, var eingöngu vegna þess, að hann vildi alls ekki láta það siast út. En hann hefði eflaust kosið að koma þér fyrir kattarnef, þegar hann sá aö af þér gat stafaö hætta. Ég sagði: — Hvers vegna hat- aði hann Stuart svona? — Vegna þess að hann hélt aö ástarsamband væri milli hans og Margot og að Margot væri að svikja Julian. Aöur hélt hann þetta sama um mig. — En ég veit aö það var ekkert á milli Stuarts og Margot! Mér brá viö, þegar ég heyrði hve há- vær ég var. — Ég veit að þaö var ekki! Hann sagöi Julian það, sagði lika að hún reyndi að fá sig til, en aö hann reyndi.að forðast hana. En ég trúi nú samt ekki þessari skýringu. Clay kinkaði kolli. — Það er llka ástæðan fyrir þvi, að ég hef haldið þessu leyndu og hefi ekki sýnt neinum bréfið. Vegna þess að Margot var til alls, vis og alltaf reiðubúin til að stofna til vand- ræöa, svo ekki sé meira sagt. Hún reyndi þaö sannarlega gagnvart mér.Nokkrum dögum áður en hún skrifaöi þetta bréf, réöist hún á mig og nuddaði alls konar ó- þverra framan I mig. Ef hún hef- ur gert þaö viö Julian lika, þá er ekkert sennilegra en hann hafi misst. algerlega vald á sér og hreinlega myrt hana. Þetta gæti lika allt veriö einhver misskiln- ingur, sem ég get alls ekki hpnt reiöur á. Þu sérö aö hún þakkaiR' þér fyrir hjálpina. Hvaða hjálp? Ég veitti henni aldrei neina hjálp. Þetta var harður dómur og ég var lengi að leita að orðum. — En núna? Hversvegna varstu að sýna mér þetta núna? — Vegna þess, að mér datt I hug, að þetta gæti kannski verið sannleikurinn. Ég veit hvað er að ske með þig. Ég hefi séð margar konur verða ástfangnar af Julian McCabe, og ég vil heldur láta hann þurfa að.standa fyrir máli sinu, láta lögregluna fá þetta bréf i hendur, heldur en að þú 'yrðir fyrir þvi að verða alvarlega særð. Séröu ekki hvaöa tilfinningar ég ber til þin, Linda’ Ég gat ekki horfst I augu viö hann, ég gat ekki gleymt svipnum i augum Julians og ég vildi ekki trufla þá minningu með einhverju öðru. Ég var algerlega miður min. Ég gat heldur ekki setið hjá og látið dæma Stuart, Julians vegna. Jafnvel þótt ég elskaði Julian — og hvernig átti ég að vita það? Þetta var allt svo nýtt og ó- ráðið. Clay hallaði sér að mér og tók um arm minn. — Linda, þú mátt ekki vera svona áhyggjufull, ég þoli það ekki. Já, ég var meira en áhyggju- full. Ég stóð upp, burstaði strá áf buxunum minum, alveg viðutan. — Hvert ertu aö fara núna? spuröi ég. — fijg ætla að fara meö þig til sklöaskálans, að sjálfsögðu. Og þar ætla ég að hafa gát á þér, þar til þú ert búin að ná i dótið þitt og svo ætla ég að sjá til þess, að þú farir héðan. Ég hristi dauflega höfuðið. — Nei, ég vil ekki fara héöan að svo stöddu. Ég verð að tala við Julian fyrst. ■ — Tala við hann! Þaö getur þú alls ekki. Ég held að hann sé nú þegar farinn að óttast þig, þar sem þér er það svona mikils viröi- aö hreinsa Stuart af öllum áburði. Ef þú hreinsar Stuart, þá verður þú aö ljóstra upp um Julian.Hefur hann látið i ljós hrifningu sina á þér, Linda? Þ.að getur verið hættulegt. Hann getur gert þaö, til aö hafa þig sin megin. Ég gekk þegjandi frá honum, tók skiöín og skiöastafina. — Ég verö að fara og ljúka min- um málum á eigið einsdæmi. Ert þú aö fara heim? — Ekki alveg strax. Ef þú vilt ekki koma með mér, ætla ég að fara inn og gá að Shan. Faröu varlega, Linda. Ég setti á mig skiðin, þegar ég kom út og flýtti mér I biöröðina viö skiöalyftuna. Clay stóö kyrr, áhyggjufullur á svipinn og ég veifaöi til hans. . A leiðinni upp fór ég að hugsa tim Julian i alveg nýju ljósi, hugs- aöi til þess, aö hann hafði ekki komið Stuart til hjálpar. Það var sennilega rétt, sem Clay hugsaði um bréfið frá Margot. Shan laug eflaust, til að bjárga bróöur sin- um og haföi veriö I einhverju makki við Emory i sama tilgangi, hvað sem þaö gæti kostaö. Svo var það sjálfsmorð Emorys, hvernig hann hafði fleygt sér út i opinn dauöann, þegar honum var ljóst, aðallur tilbúningur hans gæti ekki staðizt og að hinn hræðilegi sannleikur hlyti áð koma i ljós. Skiðalyftan var komin upp fyrir pallinn i miðri brekkunni, en ég vissi varla hvar ég var. Jafnvel Stuart hafði reynt aö verja hann. Ég haföi haft þaö á tilfinningunni allan timann, að Stuart var að reyna að vernda einhvern. Og svo var það móöursýkiskastið, sem Adria hafði fengið, eftir að hún las bréfið, sem hún hafði fundið á háaloftinu — vegna þess, aö öllum likindum, að móðir hennar haföi skrifað, að faðir hennar sæti um Hf hennar. En það var eitthvaö innra með mér, sem gat ekki fengið þetta til aö þassa. Ég varð að hitta Julian fyrst. Ég varð aö tala við Julian, áðúr en ég færi til lögreglunnar. Ég var næstum oltin út úr lyft- unnivið efsta pallinn, vegna þess að ég var ekki nógu fljót að taka við mér. Ég mátti hafa mig alla viö, aö standa niður fyrsta hall- ann, en mér tókst að fara I plóg. Fjallsbrúnin var einmanaleg nú og kuldinn beit i kinnarnar. Flest fólkið var langt fyrir neðan, aö horfa áskiðafólkið i hinum brekk- unúm. Einstaka ofurhúgar voru samt þarna uppi. Einn þeirra var bróðir minn. Ég sá Stuart koma upp i lyftunni og ég vissi að hann sá mig. Hann veifaði til min með skiðastafnum og kallaði: — Biddu eftir mér! Hann taföi ekki og kom á fljúg- andi ferð og nam staðar rétt hjá mér. — Clay sendi mig hingað upp eftir þér, sagði hann. — Ég veit ekki hvað það er, sem hann hefur svona miklar áhyggjur af, en hann er örugglega meö eitt- hvað sérst^kt i huga. Ég svaraði strax og hiklaust. — Ég veit nú hver myrti Margot, Stuart. — Vertu nú róleg, Linda. Clay sagöi mér að fylgja þér strax heim. Þar sem við höfum ekki bU, þá er bezt ‘að við förum bakleið- ina. Við getum talaö saman, þeg- ar viö komum til Greystones. Þú ert skjálfandi og það er að verða alltof kalt hérna, svona hátt uppi. Ég hristi höfuöiö. — Nei, ég er ekki nógu góö á skiöUm til aö fara þá leið. Það var greinilegt að hann tók mig ekki alvarlega, ékki frekar en Clay. — Jú, þér er alveg óhætt. Ég er búin aö virða þig fyrir mér i kvöld og ég sé aö þér hefur fariö mikiö fram. Þú þarft aðeins að fá svolitið meira öryggi. Þér er al- veg óhætt, ef þú ferð á eftir mér. — Nei, endurtók ég. — Ég ætla áö biöa hérna eftir Julian, ég þarf áÖ tala við hann. Þú mátt fara, ég kem kannski á eftir. Framhald á bls. 39 10. TBL. VIKAN 1 1

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.