Vikan


Vikan - 07.03.1974, Blaðsíða 24

Vikan - 07.03.1974, Blaðsíða 24
nefnilega aldrei að syngja neitt og það likaði honum ekki. Þar fyrir utan gat hann hvort eð er ekkert' spilað á orgelið, sem hann átti þá. Á árinu 1967 svaraði hann auglýs- ingu, þar sem auglýst var eftir lagasmiðum. Hann var ráðinn og fékk 10 pund á viku. Bernie Taupin var einnig ráðinn til sama fyrirtækisins um svipað leyti. Bernie er eins og allir ættu að vita, sá er samið hefur alla text- ana fyrir Elton. 1 þætti, sem birt- ist hér um haustið 1972, var grein um Elton John. Þar var vitnað i Elton John: ,,Ég kynntist Bernie aldrei fyrsta árið, sem við unnum fyrir sama fyrirtækið. Hann átti heima uppi sveit og þaðan kom hann öðru hvoru i bæinn með einn kassa af textum”. En hvernig sem samstarfið hef- ur nú verið, þá bar það að lokum árangur og ákveðið var að Elton John gerði sina fyrstu plötu. Hún hlaut nafnið Empty Sky og hlaut ágætar viðtökur. Siðan hefur veg- ur hans farið stöðugt vaxandi. Allur ferill Elton hefur verið vandlega skipulagður. Hann hef- ur farið varlega i sakirnar, en aukið hraðann hægt og hægt. Há- punkturinn var svo siðast liðið ár og albúmið Goodby Yellow Brick Road. Vinnan við Goodby Yellow Brick Road hófst snemma á sið- asta ári. Þegar i april mánuði hefur Elton lokið við tvö eða þrjú lög, þ.á.m. Bennie and the Jets og Sweet Painted Ladies. Bernie Taupin hafði þá, að áliti Elton John, komið fram með bestu texta, sem hann hafði fram að þvi gert. Það var spenna i loftinu. 1 mai fór Elton ásamt hljómsveit sinni til Kingston á Jamaica. Þar átti að hefja upptökur, en ekkert gekk- og þeir sneru aftur til Chateau d’Herouville, sem er litið þorp i Frakklandi. Þar er gott stúdió staðsett, stúdió sem frægt er orðið vegna þess aðElton John hefur hljóðritað þar. Ein L.P. platan hans, Honky Chateau, var nefnd eftir þorpinu, en auk henn- ar, hafði hann m.a. þljóðritað ,,Don’t shoot me” þar. í Frakk- landi dvaldist Elton svo i mai og fram i júni, en þá hélt hann til Englands og eyddi tveimur vik- um i stúdiói við stjórnun á upp- töku söngkonunnar Kiki Dee. íjúli er Elton kominn til Los Angeles, þar s.em hann leigir sér villu i Beverley Hills. Þar voru lögð á ráðin um stofnun nýs hljómplötu- fyrirtækis, Rocket eða Rakettu- hljómplötur. Einnig notaði hann timann til þess að fara i gegnum 200 nýjar plötur, sem komið höfðu út þann tima, sem hann hafði vec- ið i stúdiói. Elton fylgdist ákaf- lega vel með öllu þvi, sem út kemur á hljómplötu, enda segir hann sjálfur. „Rætur minar liggja i enskum hljómplötum”. Með öðrum orðum, hann hljómar eins og þverskurður af hljóm- plötusafni. ,t ágúst er hann kominn aftur til London og þar er hljómleikaferð- in um Bandarikin skipulögð, sú áttunda i röðinni. í þetta skipti átti hún að verða eins stór um sig og hægt var. Heimsækja átti 42 Framhald á bls. 41 ELTON JOHN ár frægð- arinnar. 1973. Ef ætti að benda á eitthvert á- kveðið timabil á ferli Elton Johh, sem talist gæti það áhrifamesta á ferli hans, þá yrðu allir sammála um árið 1973. Á siðasta ári varð Elton John raunveruleg súper- stjarna. 1 lok ársins sendi hann frá sér tvöfalt albúm, sem hefur verið borið saman við Sgt. Pepper að mikilvægi. Hann fór i hljóm- leikaferð um Bandaríkin, og sló öll sölumet bæði Rolling Ston.es og Elvjs Presley. Það sannar ekki aðeins verðleika hans sem lista- manns, heldur einnig algjöra fórn hans á sjálfum sér i þágu tón- listarinnar og frægðarinnar. Reginald Kenneth Dwight heit- ir hann réttu nafni og hefur spilað á pianó frá þvi hann man eftir sér. Hann byrjaði i sinni fyrstu hljómsveit þegar hann var ungur að árum, árið 1964. Sú hét Blue- sology. Þar toldi hann i þrjú ár eða þangað til hann hætti vegna þess að hinir i hljómsveitinni voru frekari en hann. Elton fékk HLJÓMLEIKAR I r r HASKOLABIOI Kinhverjir mestu hljómleikar, sem haidnir verða á þessu ári, vcrða væntanlega í Háskóla- biói þann 12. marz n.k. þar munu koma fram sig- urvegarar i vinsjældakosningu þáttarins, ásamt fjölmennum hópi aðstoðarhljóðfæraleikara. Sigurvegararnir eru eins og allir vita hljóm- sveitirnar Hljómar, Brimkló og Change (Magnús og Jóhann) og Jóhann G. Jóhannsson. Hljómar, sem kosnir voru „bjartasta vonin 1974”, munu flytja lög af væntanlegri L.P. plötu sinni, sem hljóðrituð var I Bandarikjunum fyrr í vetúr. Jóhann G. Jóhannsson Change og Brimkló munu einnig flytja frumsamið efni ein- göngu. Hljómsveitunum og Jóhanni til aðstoðar verða um 10 hljóðfæraleikarar aðrir, blásarar, pianóleikarar og fl. Magnús og Jóhann, sem unnu kosninguna um vinsælustu 2ja laga plöt- una, Candy Girl, munu væntanlega flytja það lag og siðan það besta úr hinu mikla lagasafni sinu, en þeir æfa nú stlft fyrir frekari hljómplötuupp- tökur i vor. Brimkló, sem kosin var vinsælasta hljómsveitin 1973, koma fram án sérstaks söng- vara, en þeir sem eftir eru i hljómsveitinni munu syngja allir jafnt, og engvir aukvisar i söngnum. Jóhann G. Jóhannsson kemur fram i fyrsta skipti opinberlega um nokkurra ára bil og er mikil eftirvænting rikjandi eftir frammistöðu Jóhanns á siðasta ári, en hann var kosinn vin- sæiasti lagasmiðurinn og vinsælasti söngvarinn. Er ekki að efa, að þessir hljómleikar, verða mesta framlag poppara á árinu til heilsubótar tónlístarlifi ungs fólks. 24 VIKAN 10. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.