Vikan


Vikan - 07.03.1974, Blaðsíða 46

Vikan - 07.03.1974, Blaðsíða 46
Hún bauð dauðanum birginn Við heyrðum „sandinn syngja”. Það fyrirbæri hefur ekki enn verið skýrt til neinnar hlitar. „Eyðimerkur-brakið” er útskýrt með því, að sandkornin hlaðist rafmagni i sólarhitanum og raf- hleðslan hverfi með sólinni. Við höfðum misst um það bil tvo litra af vökvamagni likamans og það hefur i för með sér svefn- leysi, rauða húð, þorsta, taugaó- róleika og óþolinmæði. Full með- vitund helzt, en þó flögrar að manni, að dauðinn sé á næstu grösum. Þegar fjórum litrum er ábóta- vant, fer maður að kenna svima, höfuðverks, andþrengsla og magnleysis. Á lokastiginu, þegar likaminn hefur misst 9—10 litra af vökva, bólgnar tungan i munninum, húð- in stirönar upp, vöðvarnir láta ekki að stjórn og maður fer að þjást af ofskynjunum. Slfkur dauðdagi tekur ekki nema einn dag, ef skelfingin nær tökum á manni. Þegar sólin var gengin niður fyrir sjóndeildarhringinn, féllu fallhlffarnar saman og okkur varð léttara um andardráttinn. Við máttum drekka fjórðung litra af vatni. Það var stórkost- legt. Aö ég skuli ekki hafa kunnað að meta vatn áður. Um. nóttina ætluðum við að ganga um það bil fjóra kilómetra. Þessa nótt lærðum við að vinna vatn úr eyðimörkinni. Algerlega þurr eyðimörk er mjög sjaldgæf, þó aö erfitt sé að átta sig á rakan- um með berum augum. Zeleny majór lét okkur grafa i sandinn. Við áttum að rannsaka, hvort þar væri nokkurn raka að finna. Sé hægt áð láta hnefafylli af sandi halda ákveðnu formi, þó ekki sé nema andartak, er raka að finna i sandipum. Við komumst að raun um, að þarna var vatn ieyðimörkinni. Tii þess að fá vatnið, þarf ekkert annað en þéttofinn efnisbút og ilát undir vatnið. Holan, sem ég hafði grafið i sandinn, var um það bil metri á dýpt. Ég setti tóma blikkdós á botninn á holunni og hengdi efnis- bútinn yfir, sfðan sand ofan á og plastdúk efstan. Plastdúkurinn er til þess að rakinn gufi ekki upp um leið og hann kemur fram. Það er einnig hægt að vinna vatn úr þvagi. Sandurinn siar það full- komlega, svo að það verður hæft til drykkjar. Við gerum þessa til- raún líka og samanlagt tókst okk- ur hverju um sig að fá um það bil hálfan iitra af kristaltæru og næstum köldu drykkjarvatni. Við drukkum það af beztu lyst. Það leið að lágnætti. Við vöfð- um okkur innan i fallhlifarnar og iögðumst til svefns hvert við hlið- ina á öðru eftir að hafa borðað þurrt kex með tei, sem Zeleny lagðaði úr vatni, sem við áttum öll þátt f að hafa safnað. Ég veit ekki hvenær ég sofnaði, en klukkan var liðlega fjögur, þegar ég vaknaði um morguninn. Við gegnum þegjandi frá fall- hlifunum eins og við höföum gert morguninn áður. Fiú vissum við öll, hvað beið okkar, en það gerði biöina ekki léttbærari. Flestum okkar var seinni dag- urinn m-iklu þungbærari en hinn fyrri. Mótstöðuafl okkar var ekki nærri eins mikið. Um hádegisleytið leyfði Zeleny okkur að drekka svolitið vatn, um það bil fjórðung úr lftra. Það eru áttatiu litlir sopar, Eg táldi þá. Við gerðum okkur það öll ljóst, að ef þessa vatnsskammts hefði ekki ootið við, hefði þessi dagur orðiö okkar siðasti. Ég fann til höfuðverkjar og tár drupu úr aug- um mér, þó að ég hefði bundið vasaklútinn fyrir augun. Þegar sólin loksins hvarf af himninum áttum við erfitt með gang. Mér fannst seinni nóttin mikiu kaidari en hin fyrri. Tveimur tim- um eftir miðnætti hituðum við te úr siðustu vatnsdropunum, sem við áttum eftir. Um þrjúleytið heyrðum við i flugvélinni, sem komin var að sækja okkur. Zeleny majór gaf flugmanninum nauðsynlegar upplýsingar með fjarskiptatæki. Við stóðum kringum majórinn og hlustuðum á rödd flugmannsins eins og hún væri englasöngur. Þegar flugvélin var komin á loft, fann ég til mikillar sælu og hjarta mitt var fullt þakklæti fyrir að hafa komizt lifandi frá þessu og ég hét þvi að tefla lifi minu aldrei framar i þvilika hættu. 46 VIKAN 10. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.