Vikan


Vikan - 07.03.1974, Blaðsíða 6

Vikan - 07.03.1974, Blaðsíða 6
,<0*****' HUN BAUO DAUÐA Þaö var hvasst og mikill öldu- gangur. Við stóðum við borð- stokkinn um borð i bátnum og biðum skipunar um að stökkva fyrir borð. Ég var klædd einkennisbúningi kónunglega brezka flughersins. Það tók af öll tvimæli um, að ég átti ekki að njóta neinna forréttinda i þessari svaðilför fram yfir aðra þátt- takendur. Þó að ég væri eina konan i hópnum, veitti það mér engin forréttindi. Mér komu i hug orð Owens framkvæmdastjóra námskeiðs- ins, sem við höfðum tekið þátt i, áður en við lögðum i sjálfa svaðil- förina. ,,1 björgunarbátnum eru allir svarnir óvinir. Óttinn og lifs- viljinn ganga af allri vináttu dauðri og þess vegna verða allir að hlýða fyrirmælum foringjans umyrðalaust. Það er ekkert nema viljinn til að halda áfram aö lifa og einbeiting þessa vilja, sem geta bjargað ykkur. 011 skelfing getur gengið af ykkur dauðum.” Við lögðum frá bryggju klukkan sjö að morgni og þá þegar var orðið albjart, Á leiðinni út á æfingasvæðið, fórum við i björgunarvestin. Við vorum von bráðar komin á staöinn, sem við áttum að leika skipbrotsmenn á. Á hálfrar mfnútu fresti stökk eitt okkar útbyrðis. í þessum æfingum gilti lög- málið — konan síðust — kringum- stæðurnar breyttu umgengnis- venjunum. Vélarnar voru' stöðvaðar til þess aö engin hætta væri á, að við lentum.í skrúfunni. — Stökkvið eins langt og ykkur er unnt til þess að öldurnar bein- 6 VIKAN 10. TBL. brjóti ykkur ekki við skips- hliðina! Loks var komið að mér! Ég man ekki lengur hvört ég beið skipunarinnar um að stökkva. Ég stökk bara. Ég veit ekki heldur, hvernig ég komst upp á yfirborðið aftur. Ég man bara, aðallt i einu var ég umlukin vatni og að loftbólurnar streymdu upp á yfirborðið frá vitum mér. Loftfyllt björgunarbeltið skaut mér upp á yfirborðið eins og korki. Fæturnir sneru upp — höfuðið niður. Ég fékk þá óþægi- legu tilfinningu, að ég væri að drukkna. Allt i einu missti ég alla stjórn á mér. Ég veit ekki, hvort ég æpti upp yfir mig af hræðslu, en hjartað i mér barðist svo ákaft, að ég hélt það myndi springa. Skelfingin heltók mig. Þá heyrði ég allt i einu köllin frá björgunarbátnum. Allt I einu var gúmmibáturinn kominn að mér og sterkar hendur gripu mig og drógu mig um borð i bátinn. Þar settist ég úrvinda af vokinu. Ég réði ekki við það — ég varð að kasta upp — og eftir fjóra klukkutima sat ég enn og kúgaðist. „Björgunarbátar taka á sig hverja minnstu ölduhreyfingu sjávarins”, sagði Owen við okkur á námskeiðinu. ,,1 átta vind- stigum munuð þið rekast hvert á annað I sifellu og nuddast hvert upp við annað. Þess vegna verða þeir, sem slasazt hafa, ef einhverjir eru, að njóta sér- stakrar tilhliðrunar.” Mér var svo kalt, að tennurnar i mér skulfu. Við reyndum að vinda mesta sjóinn úr fötunum okkar, en það bar litinn sem engan árangur. Mesta hætta skipbrotsmanna i björgunarbát, er að ^orstinn bindi endi á lif þeirra. Við blésum upp tækin, sem notuð eru til að vinna drykkjarvatn úrsjónum, og settum þau við hliðina á bátnum. Þau vinna 2 — 4 litra af drykkjar- vatni úr sjónum á tveimur timum. Huston majór hafði á hendi yfirstjórn i björgunarbátnum Okkur var sagt á námskeiöinu, að ef við hlýddum ekki skipunum hans, hefði hann heimild til .þess að þröiig'va okkur til hlýðni með vopnavaldi. A stund óttans hjálpar skipun oft betur en nokkurt lyf. Ég gladdist I hvert sinn, sem Huston skipaði mér að ausa bátinn. Kannski vorum við öll of upptekin við að berjast við eiginn ótta. Að minnst? kosti talaði enginn eitt óþarft orð i bátnum. Jú, ungur ljóshærður lautinant, sem hét Williams, talaði án afláts um heimili sitt I Skotlandi. Þáð kann að vera, að hann hafi tjáð ótta sinn á þennan hátt. Hitastig sjávarins var 15 gráður á Celsius. Við það hitastig er pnöguleiki til að lifa i rúmar sex klukkustundir. Þá var hætta á dauöa vegna ofkælingar. Eftir fimm klukkustundir fáum við fyrstu reykmerkin. Stutt stund leið, áður en viö sáum tvo depla á himninum úti viö sjóndeildarhring. Það voru þyrl- ur. Stuttu seinna heyröum við i vélum skipsins, sem flutt hafði okkur á æfingasvæðið og siöan farið aftur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.