Vikan


Vikan - 07.03.1974, Blaðsíða 12

Vikan - 07.03.1974, Blaðsíða 12
Gistihúsið i Schwarenbach er griðastaður handa öllum þeim, sem leggja leið slna yfir Gemmi- háls. Það er áþekkt öllum gisti- húsum I háölpunum, sem reist eru i fjöllóttum og gröðursnauð- um fjallaskörðum, sem kljúfa hina mánabjörtu tinda. Það stendur gestum til boða i sex mánuði á hverju ári og ibúar þess eru Jean Hauser og fjöl- skylda hans. Og jafnskjótt og snjóa tekur og snjókyngi hleður i dalinn, svo að þjóðvegurinn niður til Loeche verður ófær, halda fað- irinn og synir hans af stað og fela húsið umsjá gamla leiðsögu- mannsins Gaspard Hari ásamt unga leiðsögumanninum Ulrick Kunzi, og Sam, stóra fjallarakk- anum. Mennirnir tveir og hundurinn áttu að dvelja þar þangað til vorið færðist yfir fannkyngiö. Ekkert sást allan þennan tima nema hin- ar miklu, mjallhvitu hliöar Balm- horns. Umhverfis þá var skinandi birta, og glitrandi fjallahnúkar. Snjórinn frussaði um þá, innikró- aði þá og kaffærði þá i fönnum, og litla skýlið þeirra fór á kaf i fann- fergjunni og var að liðast I sundur af snjóþyngslunúm, sem hlóðust á sem Hauser og fjölskylda hans fóru til Loeche, og brekkurnar voru orðnar torfærar. Fremstir fóru þrir klyfjaðir múlasnar og teymdu þá synirnir þrir, þá kom móðirin og Louise, dóttirin, og tvimenntu á fjórða múlasnanum, og siðastur var faðirinn i fylgd með varðmönnunum tveimur, er áttu að fylgja þeim niður mesta hallann. Fyrst fóru þau fram hjá litla stöðuvatninu, sem var orðið lagt, og lá við rætur fjallaklasans fyrir framan gistihúsið, þá fóru þau eftir dalnum, er var um- kringdur snævi þöktum hnúkum. Sólargeisli skein á þessa hvit- leitu og glitrandi auðn og varp yfir hana svölum og töfrandi bjarma. Engin lifandi skepna var þarna i þessum fjallageimi. Ekk- ert fleira var á ferli i þessari ógn- ar einveru, og enginn hávaði truflaði hina miklu kyrrð. . Ungi'leiðsögumaðurinn Ulrick Kunzi, hár og kloflangur Sviss lendingur, gekk þá Hauser hús- bónda sinn og Gaspard gamla af sér, til þess aö komast samhliða múlasnanum, sem konurnar tvi- menntu á. Unga stúlkan gaf hon- um auga, þegar hann náði þeim, og harmþrungið augnaráðið gaf þakið, skefldi að gluggum og skóf að dyrum, svo að ekki varð út- göngu auðið. Það var á vetrarkomudaginn, til kynna, að hugur hennar allur var hjá honum. Hún var ung, ljós- hærð bændastéttarstúlka. Þaö var engu likara en mjallhvitar

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.