Vikan


Vikan - 07.03.1974, Blaðsíða 37

Vikan - 07.03.1974, Blaðsíða 37
Ánægður þrihyrningur Framhald af bls. 33. skóna meö lambskinnsfóðrinu, þú veizt — við rúmið hans Bernards’'. Þegar Bernard heyrði þetta, brá honum svo, að hann missti ávaxtahnifinn sinn niður á dúk- inn. En hvorugri systurinni virtist bregða hið minnsta. Lovisa borðaði appelsinuna með góðri lyst,ogLára beit i ferskjuna sina. ,,Ég er þá bara farin að verða gleymin”, sagði hún brosandi... „Vonandi eru það ekki ellimörk á mér”. „Hvað ertu eiginlega orðin gömul?” spurði Lovisa. „Tuttugu og átta ára”, anzaði systir hennar. „Þá er nú sannarlega kominn timi til, að þú farir að gifta þig, ef þú ætlar þér að eignast börn,... eins og þú ert vön að segja. En segðu mér, ... þarf það endilega aö veröa hann Bernard og enginn annar?” „Uhm...hm'.„ja-hérna”, tók Bernard til máls. En Lára leit ekki á hann. Hún leit á systur sina. Augu hennar voru stór, blá og hreinskilin, og hún sagði: „Ég er hrædd um, að það verði að vera hann Bernard og enginn annar”. Lovisa tæmdi glasið sitt, kinkaði kolli og mælti: „Mig hef- ur grunað þetta, ég hef búizt við, að þiö munduö minnast á það — annað hvort ykkar eða þið bæði. Ég ætla þá að segja ykkur það strax, að ég er reiðubúin að færa þá fórn, sem af mér er krafizt”. „Elsku Lovisa min”, sagði Bernard, spratt á fætur og þaut til konu sinnar._ „Hjarta minu blæð- ir! ” Hann kraup á kné við stólinn hennar og mælti: „Sapivizka min er eins og opið sár. Geturðu fyrir- gefiö mér?” Lovisa strauk hár hans bliö- lega. „Stattu upp, vinur minn”, sagði hún góðlátlega. „Þú eyði- leggur brotin i buxunúm þinum. Elskarðu hana systur mina?” „Já, af öllu hjarta”, svaraöi hann. „Hún er eins og eldur i blóði minu, hún er eins og stormur...” Lovisa tók fram i fyrir honum. „Ég þekki hana nú svo vel”, sagði hún, „og hún er mesta gæða stúlka, sem ég get unnt alls hins bezta. Vegna hamingju hennar — og ykkar beggja — er ég fús til að draga mig i hlé. Ég ætla að hverfa eins og skuggi meðal skugga, eihs og steinn, sem sekkur til botns...” „Nei, nei, nei.” kallaði Lára, „Þetta máttu ekki segja: þá fórn get ég ekki þegið af þér. Svona mikla fórn getur engin manneskja fært”. Hún gekk til Bernards og tók um handlegg hans. Siðan reisti hún hann á fætur, lyfti höfði hans, dró þaö að sér og kyssti hann beint á munninn. „Þakka þér fyrir allt, sem þú hefur gefið mér, Bernard”, and- varpaöi hún. „Ég mun ávallt minnast þin i ljúfum draumum minum. En það er ég sem verð aö draga mig i hlé. Ég vil ekki eyði- leggja hjónaband systur minnar. Ég fer héöan i kvöld.” FALLEGT RAÐSETT Raðsett með mjúkum púðum: Stóll, 2ja og 3ja sæta sófi. Áklæði i miklu úrvali. 'BóUtmvinn Hverfisgötu 74 — Sími 15102 „Það aftek ég með öllu,” sagði Lovisa „Astin verður að ganga fyrir öllu”, muldraði Bernard, meðan hann hélt fast utan um Láru með öðrum handleggnum og Lovisu með hinu . „Tvær konur geturðu nú ekki átt, Bernard minn”, sagði Lovisa. „Jafnvel á okkar frjálslyndu tim- um er þaö ekki talið viðeigandi.” „Við getum nú beðið til morguns og rætt um þetta, þegar við höfum sofið á þvi„, sagöi Bernard. „En Lovisa hristi höfuðið. „Hér hefur veriö sofiö nógu lengi”, sagði hún „Ég fer á hótel i kvöld. Eg hlusta ekki á nein mótmæli.Ég er sannfærð um, að við komum okkur saman um skilnaðinn, þeg- ar þar að kemur”. HALFTIMA siðar gekk Lovisa með sina smátöskuna i hvorri hendinni inn i móttökusalinn á Hótel Corniche. Dökkhærður maður spratt upp úr hægindastól, þar sem hann virtist hafa setið lengi,ef álykta mátti af öllum sigarettustubbun- um i öskubakkanum hjá honum. „Astin min”, sagði hann, „loks- ins kemurðu! Er nú allt i lagi?” „Allt”, anzaöi Lovisa og kinkaði kolli, meðan hótel- drengurinn tók töskurnar, sem hún hélt á. „Og þú áttir ekki i :ic:nurn örðugleikum?” „Jú, þetta var nú að visu býsna örðugt”, andvarpaöi Lovisa, „en nú hef ég hreinni samvizku en nokkur önnur kona, þvi nú veit é'1.. að hún systir min verðu hamingjusöm, og vissan um það er mér svo mikils virði”. „Systurást er fögur og við- kvæm tilfinning”, sagði sendi- ráðsritarinn frá Geneve. „Ég hef pantað handa okkur herbergi nr. 77. Móttökustjóri! Nú er konan min komin. Viljið þér sjá um, að fariö verði upp með töskurnar hennar.” 10. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.