Vikan


Vikan - 07.03.1974, Blaðsíða 13

Vikan - 07.03.1974, Blaðsíða 13
kinnar hennar og föllitað hárið hefðu glatað lit sinum vegna langrar dvalar meðal isauðn- anna. Þegar hann hafði náð skepnunni, sem þær sátu á, lagði hann hendina á lénd hennar og hægði gönguna. Móðirin fór að tala við hann og taldi upp með hinni mestu nákvæmni allt það, sem hann þyrfti að gera um veturinn. Þetta var fyrsti vetur- inn þafis þarna uppi, en Hari gamli hafði fjótrán vetur að baki sérhjá fannbreiðunum umhverfis gistihusið i Schwarenbach. Ulrick Kunzi hlustaði án þess 'þó að séð yrði, að hann skildi nokkurn skapaöan hlut, enda horfði hann i sifellu á stúlkuna. Við og við svaraði hann: ,,Já maddama Hauser”. En hugsanir hans virtust vera á öðrum slóðum og engin svipbrigði sáúst á rósemdarlegu andlitinu. Þau komu aö Daube-vatni. Það var lagt, og náði isflötur þess alla leið niður i dalbotninn. A hægri hönd blöstu við dimmir klettar Daubenhorns, en tindurinn gnæfði himinhátt yfir hinni við- áttumiklu öldu Lömmeon jökuls, sem lá nokkru ofar en Wild- strubel. Þegar þau nálguðust Gemmi-hálsinn, þar sem hliðarn- ar niður að Loeche taka við, blasti við þeim i einni svipan hið mikla sjónarsvið Valais-Alpanna og hins breiða og djúpa Rhone-dals. I fjarska voru margir hvitir, öldulagaðir eða typptir fjalla- hnúkar, sem glitruðu i sólskininu, Michapel með tindana sina tvo, hin hrikalega hnúkaþyrping Weisshorns, hið þungbúna Brunegghorn, hinn rismikli og ægilegi pyramidi Mont Cervin, manndrápsfjallið mikla, og Dent- Blanche, hin hræðilega valkyrja. Þá komu þau auga á Loeche, i ógurlegri hvilft niöri á botni hræðilegs hengiflugs, húsin sýnd ust eins og sandkorn, sem stráð hefði verið niður i þessa miklu sprungu, þar sem Gemmi-hálsinn endar, og lokast af henni, en opn- ar sýn niður að Rhone. Múlasninn nam staðar á brún stigsins, sem liggur i sifelldum bugðum og krókum eftir fjalls- hliðinni alla leið að litla sveitaþorpinu, sem varla var sýnilegt við fjallsræturnar. Kon- urnar tvær stukku af baki niður i snjóinn og gömlu mennirnir tveir komu til þeirra. „Jæja þá”, sagði Hauser gamli, „verið þið blessað- ir og sælir og verið nú hugrakkir þangað til að ári, vinir minir”, og Hari gamli svaraði: „Þangað til að ári”. Þeir föðmuöust, þegar röðin kom að Hauser húsfreyju, bauð hún kinnina og stúlkan sömuleið- is. Þegar röðin kom að Ulrich Kunzi, hvislaði hann i eyra Louise: „Gleymdu ekki þeim, sem dvelja þarna uppi”, og hún svaraði: „Nei” með svo lágum rómi, að hann gizkaði á svarið, án þess að heyra það. V „Jæja, þá, verið nú sælir”, endurtók Jean Hauser, „og látið ykkur ekki verða illt”. Hann lagði siðán af stað niður hallann á undan konunum, og brátt hurfu þau öll þrjú við fyrstu bugðuna á veginum, en karlmennirnir tveir sneru aftur til gístihússins að Schwarenbach. Þeir gengu i hægðum sinum samhliða, án þess að talast við.' Nú var þetta afstaðið og þeir áttu að vera einir saman i fjóra eða fimm mánuði. Þegar frá leið fór Gaspard Hari að segja frá dvöl sinni siðastíiðinn vetur. Hánn hafði verið með Michael Canol, sem nú var orðinn of gamall til þess að þola vetrarsetuna. Alltaf mátti búast við slysförum alla þessa löngu einveru. Þeir höfðu ekki v.erið daufir i dálkinn, galdurinn var aðeins sá aö taka þá ákvörðun frá upphafi og þá reyndist nóg til dægradvala, er til kastanna kom, kappleikar og annað stundargaman. Ulrich Kunzi hlustaði á hann og horfði til jarðar, þvi að i huganum dvaldi hann með þeim, sem voru á leiðinni niður til þorpsins. Brátt kom gistihúsið i augsýn, þótt varla væri það sýnilegt, þvi að svo litið fór fyrir þvi, þessum dökka dil við neðanvert snjó- flæmið, og þegar þeir opnuðu dyrnar, tók Sam, stóri hrokkni rakkinn að ólmast i kringum þá. „Komdu nú, drengur minn”, sagði Garpard gamli, „nú' erum við kvenmannslausir, svo að við verðum sjálfir að annast um kvöldverðinn. Taktu utan af jarð- eplunum”. Og báðir settust þeir á tréstóla og fóru að láta brauð út i súpuna. Kunzi fannst næsti morgunn vera lengi að liða. Hari gamli reykti og steikti á teini i eldstónni, en ungi maðurinn horfði út um gluggann á snævi þakin fjöllin andspænis húsinu. Um kvöldið fór þann út, gekk sömu slóðir og farnar voru daginn áður og svipaðist eftir sporum múlasnans, sem konurnar tvi- menntu á. Þegar hann kom fram • á Gemmi-hálsinn, lagðist hann niður á magann og horfði i áttina til Loeche. Þorpið i klettagjánni var ekki ennþá komið undir fannir, þótt þær næðu alveg að þvi, furutrén hindruðu það. Lágkúruleg húsin liktust hellusteinum á stóru engi, Framhald á næstu siöu 10. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.