Vikan


Vikan - 07.03.1974, Blaðsíða 48

Vikan - 07.03.1974, Blaðsíða 48
inig dreymdi Ástfangin af negra. Kæqi draumráðandi! Mig langar til að biðja þig um að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir nokkru. AÁér þótti hann mjög athyglisverður, vegna þess að ég hef aldrei þekkt þeldökkt fólk. Draumurinn var á þessa leið. Ég og vinkona mín vorum á ferðalagi erlendis og komum þar á eyju, sem ég hef aldrei séð og vissi ekki hver var, en mér fannst vera í Miðjarðarhaf inu. Þar var margt f ólk og við vorum þar um tíma í sjó- og sól- böðum. Ég kynntist þar m.a. fjórum negrum og fannst mér ég verða ástfangin af einum þeirra, ákaf- lega myndarlegum manni. Þegar við urðum að skilja, sá ég mjög eftir honum, en við ætluðum að hittast aftur, þegar tími væri til og ætlaði hann þá að koma til íslands, nánar tiltekið til Vestmannaeyja og gerði hann það. Þegar ég kom þangað, var hann búinn að hitta stúlku, sem mér fannst vera barnsmóðir hans. (Það átti að hafa skeð, áður en við kynntumst.) Stúlkan vildi gefa barnið til ættleiðingar, en hann samþykkti það ekki, vildi heldur taka það að sér sjálf ur, eða eins ‘og hann sagði, þegar hann sýndi mér barnið: „Þetta er mitt barn og ég læt það ekki frá mér til ókunn- ugra". Það stóð til að við giftum okkur í Eyjum, en allt snerist um barnið, sem var stúlkubarn og ég var mjög hrif in af því og þóttist vita, að þótt það yrði ekki strax, myndum við einhvern tíma eignast jafn falleg börn saman. Ég vil taka f ram, að ég sá barnið aðeins, en aldrei vei . Stúlkuna, sem átti barnið þekki ég mjög vei og hún á eitt barn. Með þökk fyrir svarið, sem ég vonast eftir. Draumadísa. Þú skalt gæta vel að heilsu þinni á næstunni, því að eitthvað virðist geta orðið að henni, ef þú ferð ekki nógu varlega. í draumnum eru mörg tákn, sem benda í þessa átt, en með nógu mikilli varkárni áttu að geta forðast alvarleg veikindi. ÖKUFERÐ A MÓTORHJÓLI. Kæri draumráðandi! Ég ætla að biðja þig að ráða fram úr draumi, sem mig dreymdi fyrir skömmu. Draumurinn er svona: Mér fannst ég vera stödd úti með mömmu og vin- konu minni. Þá kemur bróðir vinkonu minnar og fer að reiða okkur á mótorhjóli. Bróðir vinkonu minnar er vinur stráksins, sem ég er með, en hann átti hjólið. Mamma og vinkona min sátu fyrir aftan strákinn á hjólinu, en ég sat fyrir f raman hann og stýrði, en mér gekk það heldur illa. Við námum staðar í hliðargötu og sáum þar tvo litla drengi, sem ekið hafði verið á, liggjandi í blóði sinu. Bifreiðin, sem ekið hafði á þá, stóð rétt hjá. Mér fannst annar drengjanna vera dáinn. Við fylgdumst með, þegar sjúkrabíllinn flutti þá í burtu og þannig endaði þessi draumur. Með fyrirfram þökk fyrir birtingu. Svaný. P.S. Hvað merkir að drayma sig vera að synda í á og að dreyma einhvern ataðan út í blóði. Sund er ákaf lega margþætt tákn og ógertlegt að að- hæfa merkingu þess í draumi að einhverju einu. Sama má reyndar segja um blóð, en rétt e> bó að minnast á, að ef þig hefur dreymt, að þú sjáli lentir í slysi og mikið blæddi úr þér, er það fyrir frjósemi þinni og barnaláni. Draumurinn hér aðofan er ekki fyrir neinu öðru en hlákunni, sem kom um það leyti, sem þú skrifaðir drauminn ÞRIR MENN i ÓKUNNU HÚSI. Kæri draumráðandi! Mig dreymdi, að ég væri að f lýja undan einhverjum og væri með mikla peninga, sem ég var að reyna að fela. Mér fannst þetta vera á mjög ósléttri lægð. Á flóttanum þóttist ég vera ein, en samt hafði ég á til- finningunni, að mér fylgdi feitlagin, miðaldra kona. Allt í einu var ég komin að stóru, uppljómuðu húsi, sem mér þótti mjög fallegt. Ég gerði mig heima komna þar og fór inn i húsið. Þar var allt teppalagt og einkar snorturt á að líta. Ég gekk upp stiga og þá f ann ég, að konan fór frá mér. Þrír karlmenn stóðu við handriðið á stiganum. Einn sneri sér að mér og horfði í augu mér. Mér fannst eins og hvíslað væri að mér, að þessi ætti eftir að verða maðurinn. Hann var dökk- hærður meðskegg og mér fannst eins og hann væri út- lendur. Hinir mennirnir sneru baki að mér, en ég vissi, að þeir voru yngri en sá, sem að mér sneri. Kær kveðja. úrsúla. Þú kynnist áöur en mjög langt líður manni, sem þú fellir ástarhug til og þiö ákveðið að giftast. Ekki er ólíklegt, að þessi ákvörðun þín mæti einhverri and- stöðu ættingja þinna eða vina, en þú lætur það ekki á þig fá, enda grær ósamkomulagið, sem af því leiðir, von bráðar um heilt. Svar til Kötu. Ekkert bendir til annars en þessi piltur hafi áhuga á að kynnast þér nánar og likur eru til þess sð upp úr þeim kynnum takist náin vinátta ykkar á milli, en táknin i draumnum benda ekki til þess að úr þeirri vináttu verði hjónaband.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.