Vikan - 07.03.1974, Blaðsíða 38
Gistihúsið
Framhald af bls. 15.
fór aö sofa, svo slituppgefinn, aö
hann gáöi einskis framar.
Hann svaf lengi, mjög lengí, ó-
sigrandi svefni. En skyndilega
hreif rödd hann upp úr djúpum
svefnsins, hróp, nafn, sem æpt
var á. „Ulrich”, og hann settist
upp i rúminu. Hafði hann veriö að
dreyma? Var þetta eitt hinna
furðulegu ákalla, sem órólegum
mannshuga berst i draumi? Nei,
hann heyrði þaö ennþá, þetta
bergmálandi óp — sem náö hafði
hlustum hans og sat kyrrt i hold-
inu, alveg fram i stiröa fingur-
gómana. Vissulega haföi einhver
hrópaö og kallað: „Ulrich!” Ein-
hver var þarna á ferli, nálægt
húsinu, um þaö var ekki aö efast,
og hann opnaöi dyrnar og kallaöi
hátt og glaðlega: „Ert þaö þú,
Gaspard?-” En ekkert svar heyrö-
ist, ekkert andvarp, engin stuna,
ekkert. Þaö var aldimmt og fann-
irnar voru auðar og skuggalegar.
Tekiö var aö hvessa, þaö var
hörkustormur, sem lemur klett-
ana og kremur allt i heljargreip-
um á þessum auðnarhæöum, og
hann kom i slikum gusum, sem
voru skaölegri og meira bráð-
drepandi en logheitir vindar eyöi-
merkurinnar, og Ulrich kallaöi á
nýjan leik: „Gaspard! Gaspard!
Gaspard! ” Þá beiö hann á ný. En
þögnin ein rikti þar á fjöllu|ium
Þá greip hann skelfing og 1 éínni
svipan þaut hann inn i gistihúsið,
lokaöi dyrunum og lét slagbranda
fyrir huröina, settist á stól skjálf-
andi frá hvirfli til ilja, þvi aö hann
var sannfærður um, aö félagi sinn
heföi kallað á sig á þvi augna-
bliki, er hann heföi gefiö upp önd-
ina.
Hann var sannfærður um þetta,
jafn sannfæröur og menn eru um
aö vera lifandi, eöa aö vera aö éta
brauösneiö. Gaspard gamli Hari
haföi veriö aö berjast viö dauöann
I tvo daga 'ög þrjár nætur einhvers
staöar, i einhverri grýfju, I einni
þessara djúpu, afskekktu jökul-
sprungu, sem eru skuggalegri,
þrátt fyrir hvita veggina, en neð-
anjaröarhvelfingar. Hann hafði
veriö dauðvona i tvo daga og
þrjár nætur, og á sjálfri dauöa-
stundinni hafði hann hugsað til fé-
laga slns. Rétt áður en sál hans
skildi við, hafði hún flogið til
gistihússins, þar sem Ulrich svaf
og hafði kallaö á hann meö hinum
hræðilega og dulræna mætti, sem
andar hinna látnu eiga, til þess að
hremma þá, sem eftir eru lífs.
Þessi raddlausa sál hafði hrópaö
á hina örmagna sál sofandans,
hún haföi látiö i ljós hinztu kveðju
sina, eöa álas, eöa lagt bölvun
sina yfir manninn, sem ekki haföi
leitaö nógu rækilega.
Og Ulrich fann, aö hún var
þarna^alveg fast hjá honum, hin-
um megin við vegginn, hinum
megin við huröina, sem hann
haföi nýlokað. Hún var þarna á
ferli, eins og náttfugl, sem snertir
upplýstan glugga meö vængjun-
um, og dauöskelkaður unglingur-
inn var kominn á fremsta hlunn
meö aö æpa af ótta. Hann langaöi
til að hlaupa á brott, en þoröi ekki
aö fara út. Sannarlega þorði hann
þaö ekki, og hann mundi aldrei
þora þaö f framtiöinni, þvi aö
þessi svipur mundi dvelja þarna
aö nóttu og degi umhverfis gisti-
húsiö, meðan lik gamla mannsins
fannst ekki og hafði ekki hlotiö leg
i vigöri mold.
Þegar birta tók af degi óx Kunzi
hugur viö tilkomu sólarinnar.
Hann matbjó, gáf rakkánum að
éta, sat svo lengi hreyfingarlaus á
stól, örvingla út af bvi, að gamli
maöurinn skyldi liggja i fönnun-
um, en óöara og næturhúmiö
huldi fjöllin, kom ný skelfing yfir
hann. Hann tók að þramma um
eldhúsið, þar var dimmt, þvi að
logi af einu jcertisskari hrökk
skammt, hann stikaöi hlustandi
löngum skrefum gafla milli,
hlustandi eftir þvi, hvort hiö
hræöilega óp siöustu nætur mundi
rjúfa hina ömurlegu þögn fyrir
utan. Hann fann að hann var ein-
mana og óhamingjusamari öör-
um fremur. Hann var aleinn 1
þessari miklu, jökulauön, aleinn,
fimm þúsund fetum ofar byggö-
um b(jlum, ofar hinu starfandi,
hljómmikla, hraöfleyga mannlifi,
aleinn undir hélugráum vetrar-
himni. Æðisgengin löngun knúöi á
hann til þess að hlaupast á brott,
eitthvað út i buskann, komast til
Loeche með þvi að henda sér
fram aö hengifluginu. En hann
vogaði sér hreint ekki að opna
dy.rnar, þar sem hann var sann-
færður um, aö hinn, sem dauður
var, mundi várna honum veginn
til þess að þurfa ekki að vera einn
uppi á reginfjöllum.
Þreyttur af göngunni og ör-
magna af sorg og hræðslu féll á
hann mók undir miðnættið, þar
sem hann sat i stólnum, þvi að
hann foröaðist rúmiö, þvi að
þangaö væri aösóknarinnar helzt
von. En skyndilega hvein við
hlustum Hans hiö nistandi óp frá
kvöldinu áöur, og það var svo
skerandi, aö hann bandaöi frá sér
með handleggnum til þess að
reka drauginn burtu, og féll um
leið aftur á bak og s'tóllinn varð
meö i fallinu.
Sam vaknaði við hávaðann og
fór aö ýlfra eins og hræddra
hunda er siður, þaut um allt húsið
til þess aö komast á snoðir um,
hvaöan hættan stafaði, en þegar
hann kom aö hurðinni, snuðraði
hann um hana neðanverða, þefaði
ólmlega, skók skottiö, hárin risu á
belgnum, og urraði grimmilega.
Kunzi stökk á fætur óttasleginn,
hélt stólnum á öðru hné sér og
hrópaði hástöfum: „Komdu ekki
inn, komdu ekki inn, annars drep
ég þig”. Og hundurinn sem færst
haföi i aukana vegna ógnana
mannsins, gelti ofsalega að þess-
um ósýnilega óvini, svo að yfirtók
köll húsbónda hans. En brátt sef-
aöist hann, kom til baka og lagð-
ist fyrir framan eldinn, en var þó
órótt, góndi út I loftið, nisti tönn-
um og urraöi.
Ulrich sefaöist, en var þó
magnþrota af hræöslu, náöi sér i
koniaksflösku úr skápnum og
svolgraði i sig úr nokkrum glös-
um I einum teyg 1 lotu. Hugsanir
hans urðu óskýrar, hugrekkið óx
og hitaglóö þaut um æöar hans.
Hann bragöaði varla mat, en
sat að drykkjunni, og þannig hag-
aði hann séri nokkra daga, eins og
drykkjubolti. Og jafnskjótt og
honum flaug Gaspard Hari 1 hug,
fór hann aftur að drekka og hélt
þvi áfram, þar til hann valt út af
dauöadrukkinn á gólfiö. Og þar lá
hann endilangup- á grúfu,. ofur-
ölva, með stirðnaða limi og hrjót
andi. En varla hafði ölviman rok-
ið af honum, þegar sama ópið:
„Ulrich”, vakti hann, eins og kúla
heföi snortið heila hans, rauk
hann þá á fætur, rösull á fótum,
baöaði út höndum til þess að verj-
ast falli og kallaöi á Sam sér til
hjálpar. Og rakkinn, sem virtist
vera oröinn hamstola eins og hús-
bóndinn, stökk aö huröinni, krafs-
aöi I hana meö klónum og nagaöi
hana meö hvitum, löngum tönn-
unum, meðan ungi maöurinn
hallaöi höföinu aftur á bak, svo að
andlitiö vissi upp, og drakk á-
fengiö i löngum teygum eins og
væri þaö kalt vatn, svo aö það
megnaöi sem fyrst aö senda
hugsanir hans, hans hamslausu
skelfingu og endu.rminningar inn i
heima svefnsins aö nýju.
Á þremur vikum hafði hann
drukkið upp allar 'áfengisbirgöir
sinar, en hiö sifellda ölvunará-
stand hans svæfði skelfingu hans
aðeins i bili, og va/ð hún enn
ákafari þegar honum var orðið
um megn að þagga hana niður.
Hugarburður hans, sem hafði
hlotið næringu vegna mánaðar-
drykkju og öðlast hafði látlausa
uppörvun vegna hinnar full-
komnu einveru hans, hafði þrýst
sér i gegnum vitund hans eins og
nafar. Hann gekk nú um húsið
eins og villidýr i búri, lagði viö
hlustir sinar að hurðinni til þess
að komast að raun um, hvort fé-
lagi hans væri þar ekki, og man-
aði hann til þess að koma inn
gegnum veggina. Og undireins og
hann féll i svefn, aðframkominn
af þreytu, heyröi hann röddina,
sem svipti hann allri ró, svo áö
hann stökk á fætur.
Að hætti ragmenna, ,sem
fremja ófyrirsynju dáðlaus öfga-
verk, stökk hann eitt kvöld til
dyra og opnaði hurðina til þess að
komást að raun um, hver væri
kominn i heimsókn og til þess að
neyða hann til þess að halda sér I
skefjum, en það lagði slika helj-
arkuldastroku framan i hann, að
hrollur fór um hann, hann lokaði
þvi huröinni og rak slagbrandana
fyrir hana i einni svipan, án þess
að gefa þvi gaum, að Sam hafðí
þotið út. Og þar sem hann skalf af
kuldahrolli, fleygði hann nokkr-
um viðardrumbum á glæðurnar,
og settist fyrir framan þær til
þess að sér, en skyndilega hrökk
hann við, þvi að einhver var að
rjála við hurðina og kveina. t ör-
vinglan hrópaði hann: „Farðu
burtu!” en hlaut að svari annað
langt og harmþrungið kvein.
Þá brustu allar minningar hans
vegna einskærs ótta. Hann endur-
tók þetta: „Farðu burt!” og sneri
sér alveg við til að reyna að finna
eitthvert skúmaskot, þar sem
hann gæti falist meðan hin veran
fór umhverfis húsið með kveinan
og skurki á húsveggjunum. Ul-
rich gekk aö eikarskápnum, þar
sem diskar, matarföng og mat-
væli lágu i stórum haugum, hóf
hann á loft með ofurmannlegum
hætti, draslaði honum fram að
dyrunum til þess að hafa hann
þar að eins konar vigi. Þá staflaði
hann öllum hinum húsgögnunum,
dýnunum, ábreiðum og stólum og
byrgði gluggana eins og sá, sem
býst við árás frá óvinahendi.
En veran fyrir utan tók að reka
upp langar, raunalegar, sorgbitn-
ar stunur, sem ungi maöurinn
svaraði meö svipuðum stunum,
og þannig liöu dagar og nætur, án
þess að hlé yröi á þvi, að þeir
vældu hvor aö öðru . Annar gekk
látlaust umhverfis húsiö og klór-
aði svo ákaft I veggina, að engu
var likara en hann ætlaði aö eyði-
leggja þá, en hinn, sem var innan
veggja, fylgdist meö öllum hreyf-
ingum hins, beygði sig hiður,
lagði hlustir að veggjunum og
svaraöi ásóknum hins meö ægi-
legum ópum. En kvöld eitt
brá svo við að Ulrich
heyrði ekkert framar, og var
38 VIKAN 10. TBL