Vikan


Vikan - 07.03.1974, Blaðsíða 28

Vikan - 07.03.1974, Blaðsíða 28
Eg var aldrei neinn síldarkóngur dæmi, vegna þess að þar er ég kunnugastur, þá gefur hver ein- asti stjórnmálaflokkur þar út sitt málgagn og öll eiga þessi blöð við mikil fjárhagsvandræði að striða. tJtvarpsstöð á staðnum gæti flutt öll sjónarmið og yrði miklu ódýr- ari i rekstri en öll þessi blöð. Landshlutaútvarpsstöðvar hefðu lika þann kost, að þær yrðu hver um sig tengiliður byggðarlagsins við ríkisútvarpið. — Fyrst þú ert farinn að tala um framfarir á sviði fjölmiðlun- ar, langar mig til að spyrja þig, hvort þú teljir okkur eiga von á is- lenzku litsjónvarpi i náinni fram- tið? — Ég tel það mikla skammsýni af ráðamönnum, ef ákv.örðun um aö hefja sjónvarpsútsendingar i litum, verður ekki tekin innan árs. Meðalending sjónvarpstækja er ekki nema sjö til tiu ár, svo að nú eru sjónvarpstækin, sem til eru i landinu farin að ganga úr sér, þó að aðeins sé miðað við þau tæki, sem keypt voru eftir að Is- lenzka sjónvarpið tók til starfa. Margir þurfa þess vegna að fara að endurnýja sjónvarpstæki sin og eiga þess vegna heimtingu á að vita, hvort og hvenær útsendingar i litum hefjast. Ákvörðun um lit- sjónvarp þarf að taka töluvert löngu áður en útsendingar eiga að hefjast, þvi að áhorfendur þurfa sinn aðlögunartima og sjónvarpið sjálft og starfsmenn þess einnig. Kannski er það mikilvægasta þó enn ótalið, Rikisútvarpið fær öll aðflutningsgjöld af sjónvarps- tækjum til starfser°: innar og viðhalds. Dreifing. kerl útvarps og sjónvarps er i miklum ólestri og þess vegna þarf rikisútvarpið að fá tekjur af innflutningi sjón- varpstækja nokkru áður en það á að hefja útsendingar i litum til þess að geta staöið undir kostnað- inum við að koma litsjónvarpi á, en hann er að miklum hluta fólg- inn i dreifingarkerfinu. Einnig er vert að geta þess, að m'ikill hluti erlends efnis, sem .sýnt er i sjón- varpinu, er i litum og fyrir það er greitt I samræmi við það. — Þú ert búinn að starfa all- lengi við fréttamennsku. Kemur aldrei fyrir, að þú óskir þess, að engar fréttir væru til? — Þá veit ég ekki, hvað ég ætti að gera. Auðvitað óska ég og flestir fréttamenn býst ég við, — þess að þurfa ekki að skrifa nei- kvæðar fréttir — fréttir af þvi, sem aflaga fer i þjóðfélaginu og lifinu. En sem betur fer held ég, að slikar fréttir hafi yfirleitt verið i minnihluta hjá islenzkum fjöl- Þessi mynd var tekin á fyrstu dögum sjónvarpsins af þeim Ólafi Ragnarssyni og Asthildi Sigurðardóttur, þar sem þau voru að vinna aö undirbúningi fréttatima. Ólafur Ragnarsson, Sigurður Sverrir Pálsson og Marinó ölafsson í kvikmyndaleiðangri viö lsafjarðardjúp á vegum sjónvarpsins. i 28 VIKAN 10. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.