Vikan - 07.03.1974, Blaðsíða 39
hann þá orðinn svo dauðþreyttur,
að hann sofnaði um leið og hann
fékk sér sæti, og vaknaöi næsta
morgun horfinn öllum hugsunum,
án nokkurra endurminninga um
það, sem boriö hafði við, alveg
eins og þvi hefði verið skolaö
burtu i svefnhöfganum, en hann
var svangur, og hann át.
Veturinn var liöinn, og Gemmi-
hálsinn varð aftur fær, svo aö
Hausér-fjölskyldan lagði af stað
til þess að hverfa aftur til gisti-
húss sins. Þegar hún var komin
upp á hliöarbrúnina, fóru konurn-
ar á bak múlasnanum s'inum.og
tóku aðspjalla um mennina tvo,
sem þær mundu bráöum hitta aft-
ur. Raunar voru þær undrandi út
af þvi, að hvorugur þeirra kom
niöur eftir fyrir nokkrum dögum,
þegar vegurinn var orðinn fær, til
þess aö færa þeim fréttir af hinni
löngu vetursetu.
En að lokum kom gistihúsið i
augsýn, það var ennþá þakið
snævi, likast grisjóttu teppi. Dyr
og gluggar voru lokuð, en úr skor-
steininum rauk örlitið og varð
Hauser gamla rórra i skapi við
það, en þegar hann gekk heim aö
dyrúnum, sá hann beinagrind af
dýri, sem ernirnir höfðu tætt i
sundur, stóra beinagrind, sem lá
á hliðinni.
Þau athuguðu hana öll ná-
kvæmlega, og móöirin sagöi:
„Þetta hlýtur að vera Sam”, og
hrópaöi siðan: „Fljótur nú!
Gaspard!” Op innan úr húsinu
kom sem svar til baka, hvellt
kvein, likt og kveinstafir dýrs.
Hauser gamla endurtók: „Fljótur
nú! Gaspard!” Og þau heyrðu
annaö óp, áþekkt hinu fyrra.
Þá reyndu karlmennirnir þrir,
faðirinn og synirnir tveir aö opna
dyrnar, en hurðin lét ekki undan.
tJt I autt fjósiö sóttu þeir bjálka til
að brjóta hana og þeyttu honum á
hana af öllum mætti. Viöirnir létu
sig og borðin fóru 1 flisar: þá
nötraöi húsið af hárri röddu og
inni i þvi, á bak við skápinn, er
hafði fariö um koll, sáu þau
standa mann meö hár niður á
herðar og skegg niöur á bringu,
með' skinandi augnaráði og I
lörfum einum. Þau þekktu hann
ekki, en Louise Hauser hrópaði
hástöfum: „Það er Ulrich,
mamma!” Og móðir hennar
samsinnti þvi, aö það væri Ulrich,
þótt hár hans væri orðiö hvitt.
Hann leyfði þeim að koma til
sin og snerta sig, en spurningum
þeirra svaraði hann engu, og þau
neyddust til þess að fara með
hann til Loeche, þar sem
læknarnir komust að raun um, að
hann var genginn af vitinu, og
aldrei kornust menn að^raun um,
hvað orðið heföi af fólaga hans.
Louise litla Hauser lá fyrir
dauöanum um sumariö i lungna-
berklum, sem Jæknarnir töldu aö
stöfuðu af köldu fjallaloftinu.
Hrævareldur
Framhald af bls. 11.
i— Hann ætti að vera á leiöinni
upp, ég sá hann við lyftuna. Hann
var að festa á sig skiðin.
Hjartaö barðist i brjósti mér.
Allt i einu langaði mig ekki til að
tala viö hann ein hérna uppi. —
Biddu eftir mér, Stuart. Þegar ég
er búin að tala við Julian, skal ég
koma með þér.
Hann hafði aldrei tekið tillit til
þess, aö aðrir kynnu að óttast
eitthvað, yfirleitt ekki tekið tillit
til annarra. Það gat v.erið, að ég
hafi aldrei lagt rækt við að inn-
ræta honum það. Nú, þegar ég
þarfnaðist hans mest, brást hann
mér.
— Það er ástæðulaust að biða
eftir þér, þ’ú getur komið, þegar
þú ert tilbúíd, eðá látið Júlian aka
þér heim. Ég er búinn að vera úti
I allan dag og ég er orðinn þreytt-
ur. Viö tölumst við þegar við er-
um bæði komin heim. Og svo held
ég að ég viti hvað þú ætlar að
segja mér. Það var Emory, er
það ekki? Og hann fyrirfór sér,
heldur en að þurfa að upplifa að
ég væri laus allra mála.
— Eg held þú vitir betur, sagði
ég. — En farðu bara. Það getur
verið að ég komi á eftir þér eftir
stundarkorn.
Hann skautaði meðfram fjalls-
brúninni þangað sem leiðin var
opin milli trjánna, niður að Grey-
stones, sem lá langt fyrir neðan.
Þegar Stuart var farinn, hafði
ég gát á lyftunni og ég sá Julian.
Hann veifaði til min. En þá fannst
mér að það væri ómögulegt að
standa augliti til auglitis við
hann, að minnsta kosti ekki hér.
Hvaða ásakanir sem ég kæmi
með og hvað sem annars kynni að
koma fram, þá fannst mér að ég
gæti ekki gert það þarna. Mér
fannst að einhver yrði að vera
viðstaddur. Þegar honum væri
ljóst hvað ég vissi, gæti ég verið i
jafnmikilli lifshættu og Margot
hafði verið.
Ég veifaöi ekki á móti, en
skautaði á eftir Stuart, vonaði að
ég næöi honum. Það gat verið að
Julian héldi, að ég hefði ekki séð
hann og skeytti þvi engu.
Ég var ekki vön svona hörðum
snjó og fór mér hægar, ýtti mér
varlega áfram með stöfunum.
Þarna voru hálfgerðar svellbung-
ur, með þunnu snjólagi og sums-
staðar mátti sjá bæði grjót og rót-
arhnyöjur upp úr snjónum. Þetta
var sannarlega ekki glæsilegt, en
ég átti ekki annars kost, en að
halda áfram. Þarna var engin
birta nema tunglsljósið, en
skuggar trjánna myrkvuðu mjóa
brautina, skuggaleg tré á báðar
hliðar.
Þegar ég komst á brautina fór i
verra, þvi að ég. sá að hún var
snarbrött og ég var ekki viss um
að ég gæti tekiö beygjurnar. Eftir
að hafa farið I plóg nokkurn spöl,
var ég komin að skafli og næstum
oltin um koll, en stóð samt örugg.
Ég kallaöi háU. til Stuarts, en
hann var sennilega kominn svo
langt niöur, að það.var tilgangs-
laust, hann myndi ekki heyra til
min. Ég sá skiðaför hans greini-
lega I snjópum og sá að stundum
hafði hann þurft að stökkva yfir
einhverja hindrunina. Það var til-
gangslaust fyrir mig að reyna
þaö.
Ég heyröi að Julian var að kalla
á mig og hugleiddi hvort hann
hefði heyrt mig kalla á Stuart og
myndi koma á eftir mér, renna á
hljóðiö. Nú var ég orðin hrædd við
hann. Hann myndi strax ná mér,
vegna þess að hann gat farið svo
miklu hraðar en ég.
Ég reyndi að komast áfram, en
ég datt fram yfir mig og flækti
skiðin i kross. Það myndi gefa
Julian betri tima til að ná mér,
áður en mér tækist að komast á
fætur. Ég varð að hraða mér,
hvort sem ég gæti það eða ekki.
Ég skellti mer þvi fram á braut-
ina, reyndi að krækja kringum
steina og rætur. En hraðinn var
alltof mikill. Ég vissi að á hverri
stundu gat ég rekist á tré. Það var
aðeins ein leið og ég settist á skið-
in og lét mjg renna, gat losað af
mér skiðin og rann þá á bakhlut-
anum. En þegar ég var að staul-
ast á fætur, vissi ég að hann var
að koma, ég heyrði i skiðunum og
það var auöheyrt að hann fór
hratt.
Nú var ég altekin óttanum. Ég
gat náð i skiðin og komið mér á
þau og nú var ég öruggari og gat
tekiö beygjurnar betur en mér
heföi dottiö i hug, hraðar og hrað-
ar. Eg sá trén þjóta fram hjá og
ég var komin töluverðan spöl frá
brúninni, hve langt vissi ég ekki.
Af Stuart sá ég ekkert annað en
förin hans i.snjónum. Ég reyndi
að fylgja þeim, vissi að hann
haföi valið réttu leiðina.
Brautin lá nú niður mikinn
bratta og til vinstri var stallur,
einskonar stökkpallur. Óttinn
náði nú algerlega á mér tökum,
en ég gat ekkert annaö gert en
beðið fyrir mér og reynt aö draga
úr hraöanum, svo ég gæti stöðvað
mig, áður en ég flygi fram af
hengifluginu. Vindurinn hvein i
eyrum mér og hárið stóð beint
aftur af höfðinu. Ég vissi að ég
hélt alltof fast um stafina, svo ég
reyndi að slaka á, slaka, slaka.
Þaö var það eina sem mér datt i
hug.
Svo datt ég og þegar ég var að
staulast á fætur, heyrði ég hann
koma. Ég hafði auövitaö ekki far-
ið eins hratt og hann og hann
hafði ekki þurft að eyða timanum
i að detta og standa upp. Ég leit
við og sá hann koma á fljúgandi
ferð I áttina til min. Hann hafði
ekki einu sinni’ fyrir þvi aö kalla
til min. Það var lika tilgangslaust
fyrir mig, að reyna að komast
undan, hann myndi einfaldlega
fella mig um koll. Við vorum al-
veg aö komast að brúninni og allt
gat skeð. Ég gat stöövað mig við
tré og þrýsti bakinu upp að þvi.
Svo beið ég eftir þvi sem koma
myndi.
Sögulok i næsta blaöi.
10. TBL. VIKAN 39