Vikan - 07.03.1974, Blaðsíða 18
VERÐl BLESSVÐ GOAN GOÐ...
Me&an ljóöiö lék vi& Pál
létt af söng og æsku,
öllum fannst hin fyllta skál
flóa af drottins gæsku.
Svo kveöur Stephan G.
Stephansson um Pál Ólafsson, en
fá skáld hafa ort af meiri hjartans
einlægni og ljúfmennsku en hann.
Gunnar Gunnarsson segir i inn-
gangi aö ljóömælum Páls: „Laus
viö hverskonar fordild og tepru-
skap færir PáH i hljóöstafi allt
þaö, er fyrir augu og eyru ber og I
hugann kemur.” Og um viöhorf
sitt til skáldskaparins segir Páll
sjálfur i bréfi til bróöur sins, Jóns
Ólafssonar: „Éghef aldrei kveöiö
neina visu i þeim tilgangi aö láta
prenta hana né til aö troöa mér
inn I skálda tölu, heldur eins og þú
veizt af þvi, aö ég hef aldrei unaö
viö annaö og aldrei getaö haldiö
mér saman, likt og spóinn.”
Viö skulum rifja upp fáeinar
stökur eftir Pál Ólafsson i þessum
þætti.
Kunnugt er, hversu góöar ástir
voru milli Páls og konu hans,
Ragnhildar. Hér koma nokkrar af
fjölmörgum visum, sem hann orti
til hennar:
Astin þin er ekki dyggð,
ekki skylda heldur,
hún er ekki heldur tryggö,
hún er bara eldur.
Minnisstæö er myndin þin
mér á nótt og degi.
Hún var eina unun min
á ævilöngum degi.
Mjúkar hepdur hefurðu,
hálsinn minn þá vefuröu,
góöa kossa gefuröu,
hjá gamla Páli sefuröu.
Ó, aö þú gætir sofið svona
sveipuö fast aö hjarta mér,
og allra þinna óska og vona
uppfylling ég væri þér.
Séröu ekki aö dagur dvin?
Dregur yfir húmiö.
Kossarika konan min
komdu nú i rúmiö.
Höndin þin svo heit og smá,
hún meö fingra máli
báegir öllu böli frá
brjóstinu á Páli.
Brosin þin og bllöu orö
brjóstiö fylla vonum
og fleygja öllu fyrir borö
fjandans áhyggjonuin.
Fjör og heilsu finn ég dofna,
feigö og ellin sækir mig.
En fyrr skal blessuö sólin sofna
en sál min hætti aö elska þig.
Nú er þorrinn liöinn, og þótt
ekki þurfi ýkja mikla karl-
mennsku og kjark til aö þreyja
hann nú á dögum, höfum viö þó
fundiö meir en oft áöur fyrir
frosthörku hans og veöragrimmd.
Páll Ólafsson kvaddi þottann eitt
sinn meö svohljóöándi eftirmæl-
um:
Hús og þekjur þorrinn Skók,
þá gekk flest I sundur.
Heyin min og tööur tók,
tannaöi eins og hundur.
Kjötiö beinum fló hann frá
fákum, ánum, kúnum,
en holdin skildi hann eftir á
einum hesti brúnum.
Eitt hann hefur verkið verst
vunniö Austurlandi:
Hann hefur á fjöllin fest
fannir ókljúfandi.
Flesta brestur bændur mjöl
og björg af ýmsu tagi, '
og þeim er öllum þrotiö öl.
Þaö var mér nú bagi.
Þorrinn svona þurrt og vott
þreif úr bænda höndum.
Engri skepnu geröi hann gott,
> gekk sem ljón með ströndum.
Isum þakti eyjaband
allri björg að varna,
og hvergi sleppt’ann hval á land
helvitið aö tarna.
Fari hann nú i fjandans rass
og fái skjótan bana.
Veröi góa verra skasS
verður aö jafna um hana.
Þorra sárin góan grætt
getur strax I vetur,
eins og vóndan bónda bætt
bezta kona getur.
Sjálfur get ég sannaö þaö
og sýnt á allar lundir.
Heföi ég ráðum hennar aö
hallazt allar stundir,
hefb’ún getað gert úr mér
góöan mann um siðir,
en þorra lundin leiö og þvær
langt of sjaldan hlýöir.
Þá eru kveðin þorra ljóö
og það I mestu bræði.
Veröi blessuð góan góð
geri ég betra kvæði.
VÍSNAÞÁTTUR VIKUNNAR
Jón ólafsson gaf út ljóömæli
bróöur sins, i tveim bindurti. Hið
fyrra korrt út áriö 1899, en hið
siöara árið 1900. Þriöja bindiö var
boöað, en kom aldrei. Siöar hefur
sitthvað fleira af ljóöum og stök-
um Páls komizt á prent, til dæmis
I safni, sem Páll Hermannsson,
, fyrrum alþingismaður, Sá um og
kom út 1955, og núna fyrir örfáum
árum voru dregin fram I dags-
ljósiö áöuróbirt ástaljóö til Ragn-
hildar og vöktu mikla athygli.
Bezti kveöskapur Páls er meö þvi
móti, aö margir læra hann og
muna, án þess aö hafa mikiö fyrir
þvi. Þess vegna liföi fjöldi visna i
minni manna, jafnvel heil kvæöi,
— og lifir enn.
En litum á nokkrar lausavisur:
UM UNGASTÚLKU
Ekki tala máliö mælt
má viö svanna ungan,
þá er eins og stálið stælt
.strax i henni tungan.
UR LOÐMUNDARFIRÐI
Vináttan I vorum firði
væri, að ég held,
ekki meira en álnarvirði,
ef hún væri seld.
BRENNIVINIÐ BÆTIR
Finnst þér lifið fúlt og kalt,
fullt er þaö með lygi og róg,
en brennivinið bætir allt,.
bara að það sé drukkið nóg.
ORBRÆÐRAMESSU
Meðan nokkurt tár er til
og tappinn næst úr stútnum,
syngjantH ég sitja vil
hjá sextán potta kútnum.
STAKA
Standa þakin björgin blá ,
bindur klaki völlinn.
Sandi vaka öldur á,
undir taka fjöllin.
MJALTAKONAN
Laglega hún gengið gat,
gutlaðist upp úr fötunni.
Aumingjarnir eiga mat
eftir hana á götunni.
DANARFREGN
Séra Bergvin sagður er
sina holu kominn i.
Tittlingarnir, truðu mér,
tárast varla yfir þvi.
VIÐ VILHJALM ODDSEN
Taug er engin til i mér,
treysta sem að megi.
Veit þó einn, sem verri er:
Vilhjálm bónda.i Teigi.
LAUSAVISA
Þessi krummi kroppar mig,
kannske af gömlum vana.
Hans er lundin söm viö sig,
sezt á aumingjana.
VISA
Þó séu br.ot til sekta nóg
og syndir margfaldaðar,
I himnariki held ég þó
þeir holi mér einhvers staðar.
Við skulum kveðja Pál ólafsson
meö ofurlitilli sögu, sem er að
finna I formála að ljóðabók hans
1955 eftir Pál Hermannsson:
„Páil er börnunum góður fé-
lagi. Hann kann þá sjaldgæfu list
aö leika sér eins og barn, eðlilega
og innilega...
Settu nú rjómann og sykrið I
bollann,
svolitið koniak, hrærðu svo i,
kysstu mig siðan og kærðu þig
skollann,
þótt Kristin og mamma þin hlæi
aö þvi
Þannig sagði Páll litilli stúlku
■til verka, er. bar góðgeröir fyrir
géstinn. Varla hefur hánn þá
grunaö, að þessi litla stúlka eign-
aöist sibar son, er sæti við hlið
Páls Ólafssonar meðan vinsael-
asta kvæði hans verður sungiö I
landinu. Sonur hennar var Ingi T.
Lárusson, tónskáld.