Vikan


Vikan - 07.03.1974, Blaðsíða 26

Vikan - 07.03.1974, Blaðsíða 26
— Ég get ekki skofti*r -nfmv.,. þessari beiðni, sérstaklega ekki þar sem aðrir starfsmenn sjón- varpsins eru búnir að gefa for- dæmið, sagði Ólafur Ragnarsson, dagskrármaður, þegar ég fór þess á leit við hann, að ég fengi viö hann viðtal fyrir Vikuna. — Annars er ekkert siðra og kannski betra viðtalsefni alveg við hlið- ina á okkur starfsmönnum frétta- og fræðsludeildar sjónvarpsins, þar sem eru makar okkar. Það gæti verið forvitnilegt fyrir fólk að vita, hvernig er að vera gift manni eða kvæntur konu, sem • vinnur tólf klukkustunda langar vaktir, og i rauninni er aldrei al- veg laus við starf sitt. Það eltir okkur heim i storti óg fáir erú þeir dagar, sem fréttamennirnir geta leitt hugann algjörlega frá frétt- um, þvi að þær eru alltaf að ger- ast. Þegar ég var kominn á heimili Ólafs og konu ha,ns, Elinar Bergs, varð ég sjálfur þessa ónæðis á- þreifanlega var, þvi að ég var ekki fyrr kominn inn úr dyrunum en samstarfsmaður. ólafs hjá sjónvarpinu hringdi og þurfti að ræða við hann um Landshornið. Að simtalinu loknu gafst okkur þó ágætur timi til að spjalla saman i ró og næði. Ég komst fljótt að þvi, að Ólafur er fæddur og alinn upp á Siglufirði. Mér fannst þess vegna liggja beint við að vikja talinu að sildinni, sem framar öðru varð til þess að gera Siglufjarðarbæ frægan. — Á Siglufirði snerist allt um sildina, þegar ég var að alast þar upp, og ég held að allir Siglfirð- ingar hafi þá beint eða óbeint ver- iö tengdir sildarævintýrinu. Ég var farinn að vinna i sildinni m jög utlgur og hún varð að vissu leyti áhrifavaldur i lifi minu — ef ég má orða það svo — kannski á svo- litið óvenjulegan hátt, þvi að ég var aldrei neinn sildarkóngur. — Ég hafði mikinn áhuga á ljós- myndun og um fermingu fór ég að taka myndir fyrir alvöru. Allir, sem eitthvað hafa fengizt við ljós- myndun, vita að hún er dýr tóm- stundaiðja — myndavélar, film- ur, ljósmyndavörur og tæki til framköllunar og stækkunar — allt kostar þetta meira en svo, að maður hafi raunverulega efni á þvi á skólaárunum. Ég fór þess vegna að velta þvi fyrir mér, hvort ég gæti ekki á einhvern hátt komið myndaframleiðslunni I verð. Mér datt i hug, að liklega væri sjldin vel þess virði að mynda hana, ekki sizWegna þess aö hún-hafði töluvert fréttagildi. Ég fór þess vegna að þefa uppi sildarfréttir — og taka myndir af fréttnæmum atburðum varðandi sildina — og s.elja blöðunum' hérna fyrir sunnan myndirnar. í fyrstu notaði ég fréttaritara blað- anna á staðnum fyrir millilið, en mér þótti sumir þeirra tæpast nógu. áhugasamir og vakandi i starfi sinu; Eihhvern veginn hafði ég það á tilfinningunni, að myndir' og fréttir þyrftu að berast sem allra fyrst til þess að fréttagildið skertist ekki til mikilla muna. Ég fór þess vegna smám saman að skrifa fréttirnar meö myndunum eða greinarnar sjálfur og sendi ÉG VAR ALDREI NEINN Viðtal við Ólaf Ragnarsson, sjónvarpsmann. SILDARKONGUR Það er um að gera aö nota vel stundirnar, sem pabbi er heima. beint og milliliðalaust suður til blaðanpa. Stundum vann ég við þetta á kvöldin eftir vinnuna i sildinni og fram á nótt til þess að . geta komið þvi með áætlunar- ferðinni suður morguninn eftir. — Og þessi fréttaþjónusta þin hefur verið vel þegin. — Já, yfirleitt var hún það. Öll dagblöðin birtu eitthvað af efn- inu,-en Alþýðublaðið sýndi þéssu þó mestán áhuga og það varð til þess, að mér var bpðið þar blaða- mannsstarf og ég tók þvi boði. Þar starfaði ég svo i tvö sumur og til áráloka siðara árið. — Fórstu þaðan að sjónvarp- inu? - Jái — Jjvernig atvikaðist það? — Ég hafði lengi haft hug á þvi að starfa við sjónvarp, hafði tekið kvikmyndir i nokkur ár og var að ráðgera að fara upp á eigin spýt- ur til útlanda til að kynna mér kvikmyndagerð og starfsemi sjónvarpsstöðva og verða þannig gjaldgengur, þegar að þvi kæmi, að islénzkt sjónvarp yrði til. Svo var islenzká sjónvarpið allt i einu I þann múnd. að fæðast og þegar auglýst var eftir starfsfólki að sjónvarpinu, sótti ég um og var ráðinn. Ég hóf svo störf þar i árs- byrjun 1966. — Hvernig voruð þið búnir und- ir að hefja störf við sjónvarpið? — Fyrstu starfsmennirnir voru sendir til Danmerkur og voru á námskeiði hjá danska sjónvarp- inu. t lok þess unnum við stai;fs- menn dagskrárdeila og tækni- menn að ýmsum tilraunaupptök- um, en eftir þessa Danmerkur- dvöl fór ég ásamt þeim Magnúsi Bjarnfreðssyni og Markúsi Erni . Antonssyni til Sviþjóðar, þar sem við sóttum þriggja mánaða nám- skeið með starfsmönnum sænska sjónvarpsins. Á þvi námskeiði var komið inn á flesta þá þætti, sem snerta dagskrárgerð fyrir sjónvarp — vinnslu á þáttum og fréttum, kvikmyndagerð og fleira. — Svo hófust útsendingar um haustið 1966. Voru fyrstu árin, sem sjónvarpið starfaði, ekki erf- ið ykkur starfsmönnum þess? — Jú, þetta voru erfiðir timar, en þeir voru lika geysilega skemmtilegir. Ég hefði ékki fyrir nokkurn mun viljað missa af þeirri reynslu. Og hún verður lik- lega það, sem maður lifir lengi á. En vinnuálagið fyrstu árin var bæði óeðlilega og óþægilega mik- ið. Við vorum ekki nema 20 til 30 i fyrstu og nokkur samanburður fæst með þvi að bénda á, að nú starfa á annað hundrað manns við sjónvarpið ög þó érum við"allt of fáliðuð. En starfsliðið var ungt og áhugasamt og það.bjargaði fyrstu árunum , hve allir lögðu sig fram. Þó vorum við aldrei fylli- lega ánægð með árangurinn, enda er vfst hættulegt að kopiast á það stig að vera of ánægður með verk sin. — Þú annaðist aðallega stjórn fréttaútsendinga fyrstu árin, sem sjónvarpið starfaði. í hverju er það starf einkum fólgið? j — 1 stuttu máli má segja, aö i þvi felist umsjón með undirbún- ingi fréttatimans — náttúrlega i samráði við fréttamenn og frétta- stjóra — og verkstjórn við útsend- inguna. Stjórnandi fréttaútsend- ingar sér um að myndskreyta tam 26 VIKAN 10. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.