Vikan - 07.03.1974, Blaðsíða 27
I
!
I
L
i
i
Ólafur Ragnarsson ásamt konu sinni Elinu Bergs og sonum þeirra Ragnari Helga, sem er tveggja ára,
og Kjartani Erni eins árs.
fréttir, sem skrifaðar hafa verið,
hann fylgist með klippingu irétta-
kvikmynda og raðar fréttum nið-
ur til flutnings. Þegar aö útsend-
ingu kemur, stjórnar hann henni,
óg hefur þá beint samband við
alla, sem við hana eru riðnir, —
stjórnendur myndsegulbanda og
\ kvikmyndasýningavéla, mynda-
tökumenn i sjónvarpssal, þá sem
annast útsendingu á hljóði, lýs-
ingu i sjónvarpssal og önnur
störf. Einhvern tima töldum við
miHi 20 og 30 manns, sem beint
eiga hlut að máli við útsendingu
fréttatima, og til þess að hún fari
snurðulaust fram, þarf allt þetta
fólk að vinna starf sitt af mikilli
nákvæmni og i fullu samráði við
stjórnanda útsendingarinnar.
— Stundum er ykkur sjón-
varpsmönnum legið á hálsi fyrir
að fúllnægja ekki öllu réttlæti
hvað snertir hlutleysisregluna.
Finnst þér slik gagnrýni eiga ein-
hvern rétt á sér?
— Ég vil gera glöggan greinar-
mun á hlutleysi, sem er i þvi fólg-
ið að taka viss málefni ekki fyrir,
og óhlutdrægni, sem felst i þvi að
gefa báðum eða öllum aðilum i
viðkvæmum deilumálum jöfn
tækifæri til að koma sjönarmið-
um sinum á framfæri. Ég er
þeirrar skoðunar, að alls ekki sé
erfitt að gæta fyllstu óhlutdrægni,
við fréttaflutning og upplýsinga-
-miðlun ef fréttamenn eru á annað
borð óhlutdrægir og gæta þess að
láta sinar eigin skoðanir og hags-
muni ekki hafa áhrif á starf sitt
sem fréttamenn opinberrar stofn-
unar, og ég hejd okkur hafi tekizt
þetta blessunarlega vel hjá sjón-
várpinu. Núna lifum við sérstak-
lega viðkvæma tima, það er á
meðan deilt er um varnarmálin.
Þar kemur á daginn eins og i svo
mörgum málum öðrum, að þeir,
sem harðast dæma sjónvarp og
útvarp fyrir hlutdrægni, virðast
yfirleitt ekki ætlast til þess að
hinn aðilinn fái jafnan hlut á við
þá, heldur sé þeim og þeirra sjón-
armiðum gert hærra undir höfði.
En þegar gagnrýni á fréttaflutn-
ing sjónvarpsins v.irðist koma
nokkuð jafnt frá hægri og vinstri
öflum i þjóðfélaginu teljum við
okkur vera á réttri braut.
— Hverja telur þú nauðsynleg-
ustu eiginleika fréttamanns?
— Vitaskuld reyna allir frétta-
menn að vera ^góðir fréttamenn
og ætli hver okkar um sig telji
ekki sina beztu eiginleika nauð-
synlega hverjum góðum frétta-
manni. Ég held, að fréttamaður
þurfi fyrst og fremst að vera op-
inn fyrir öllu, sem gerist i kring-
um hann og eins fordómalaus og
maðurinn er framast fær um að
vera. Hann verður að spyrja
margs, hlusta af athygli og vera
fær um að greina á stuttum tima
milli meginatriða og aukaatriða
mála. Fréttamaður getur þurft að
skrifa frétt, sem ekki er nema fá-
einar linur, um yfirgripsmikið
efni og fréttin þarf að vera ljós og
ótviræð og koma þeim, sem lesa,
heyra eða sjá, að gagni. Þótt ver-,
ið sé að skrifa fréttir fyrir ,,al-
menning” þarf fréttamaðurinn að
hafa það hugfast, að i þeim hópi
eru sérfræðingar á mismunandi
sviðum. Fréttirnar þurfa að vera
þannig úr garði gerðar, að þeir,
sem gleggst vita um það mál,
sem tekið er til meðferðar, finni
ekkert athugavert við þær..
— Þvi heyrist oft fleygt, að
dreifbýlið sé sett hjá i rikisfjöl-
miðlunum. Telur þú, að svo sé?
— Ég held, að allir fjölmiðlár
sinni frekast þvi, sem er að gerast
i nágrenni aðalbækistöðva þeirra,
en fréttaþjónusta utan af lands-
byggðinni byggist að miklu leyti á
fréttariturum i hverju einstöku
byggðarlagi. Ef þeir eru nógu
vakandi og glöggir að koma
auga á fréttnæma atburði i um-
hverfi sinu og mál, sem eru á
dagskrá, þá held ég að dreifbýlið
verði ekki útundan hvað snertir
fréttir. Og það er ákaflega mikil-
vægt, þvi að fólk úti á landi má
ekki fá á tilfinninguna, að það sé
'afskipt. Það þarf að fá sinn skerf i
fréttum og annarri dagskrá fjöl-
miðla og á fulla heimtingu á hon-
um að minnsta kosti i rikisreknu
fjölmiðlunum.
— Telurðu, að landshlutaútvarp
myndi brúa bilið, sem er á milli
þéttbýliskjarnans hér og lands-
byggðarinnar á þessu sviði?
— Ég er ekki i nokkrum vafa
um, að stefnan hér verður sú, að
landshlutaútvarpi verður komið
á. Margir eru hræddir við kostn-
aðinn, sem rekstur slikra stöðva
myndi hafa i för með sér. Ég trúi
ekki, að kostnaðarhliðin yrði neitt
vandamál, en landshlutaútvarps-
stöðvar gætu meðal annars leyst
staðbundna blaðaútgáfu af hólmi.
Svo að ég taki Siglufjörð sem
0. TBL. VIKAN 27