Vikan


Vikan - 07.03.1974, Blaðsíða 45

Vikan - 07.03.1974, Blaðsíða 45
...hneppa konur að sér fötum með vinstri hendi og karlar með þeirri hægri? begar litlir drengir læra að klæða sig venjast þeir á að hneppa að sér jökkum og peys- um með hægri hendinni, enda er það sjálfgert þar sem hnappa- götin eru á vinstri boðang. Litl- ar stúlkur læra aftur á moti að hneppa með vinstri hendinni, þvi hnappagötin á fötum þeirra eru á hægri boðang. Þetta vitum við öll, og við erum svo vön þvi ... er X stundum skrifað í bréfum til að tákna koss? Þessi venja skapaðist fyrr á öldum, er almenningur úti i löndum var yfirleitt hvorki læs né skrifandi. Þegar skrifa þurfti undir skjöl varsett eitt x i stað nafns. begar eiður var unninn var biblian kysst og smám saman runnu þessi tvö tákn saman i hugum fólks og X-ið varð tákn einlægni og alvöru. Þess vegna setja elskendur stundum X, eitt eða fleiri, undir bréf sin. — Og þetta er kannski einnig skýr- ingin á þvi hvers vegna við setjum X fyrir framan listaheiti við kosningar. ... hafa sumir ótrú á því að ganga undir stiga? Það liggur i augum uppi að það getur verið hættulegt að ganga undir stiga, sem reistur er upp við vegg, þvi alltaf getur eitthvað dottiö niöur úr stigan- um. En fyrr á timum var önnur hætta þyngri á metunum. Stig- inn, sem reistur er upp viö vegg myndar þrihyrning (meö gólfi og vegg) og þessi þrihyrningur var talinn tákna heilaga þrenn- ingu, föður, son og heilagan anda. A6 ryðjast inn i þessa helgi gat aðeins boðaö illt eitt og þvi var farið að krækja fyrir stigá — og margir gera þaö enn þann dag i dag. að svona sé það, að okkur finnst það alveg sjálfsagt. En hvernig stendur á þessu? Er þetta til þess að auðvelda okkur að þekkja karla frá konum eða á þetta aðra skýringu? Hnappamálin eiga ekki að hjálpa okkur að greina karla frá konum og þeim er ekki þannig fyrir komið vegna þess að karl- ar séu liprari i fingrum hægri handar en konur i fingrum vinstri handar. Þessi venja skapaðist á þeim dögum, er hefðarkonur höfðu þjónustu- stúlkur, sem hjálpuðu þeim að klæðast. Þjónustustúlkurnar stóðu andspænis húsmæðrum sinum og þótti eðlilega þægi- legra að nota hægri hendiha, sem sagt, hnepptu yfir á vinstri boðang. Lægra settar konur, sem komu sér sjálfar i fötin, tóku þessa venju eftir hefðar- frúnum — og þess vegna hneppa konur að sér fötum með vinstri hendi enn þann dag i dag. ... höldum við fyrir munninn, þegar við geispum? Flestum finnst liklega svarið liggja i augum uppi, þvi það sé hinn mesti ósiður að gapa framan i fólk og sýna kannski ljótar og skemmdar tennur. En skýringin er ekki sú. bessi venja á rætur sin- ar að rekja til þeirra daga, er menn trúðu þvi að sálin lifði i andar- drættinum og yfirgæfi likamann með siðasta andvarpinu við dauð- ann. sbr. að gefa upp öndina. bvf myndaðist sú hjátrú að væri munnurinn galopinn lengi gæti sálin sloppið út og þá væri dauði yfir- vofandi. Þvi þótti vissara að halda fyrir munninn, þegar geispað var og það gerum við enn. 10. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.