Vikan


Vikan - 07.03.1974, Blaðsíða 7

Vikan - 07.03.1974, Blaðsíða 7
j* ■ ■ ■ . ■ ,»sasis» > jsb Huth Seering er þýzk blaðakona, fædd árið 1923. Hún fékk áhuga á þvi að kanna, hve mikið-mannslikaminn þyldi og ákvað að gera tilíaunir á sjálfri sér. Hún fékk að taka þátt i æfingum brezka flughers- ins á sjó, i frumskógi og á eyðimörk. í þessari grein segir Ruth frá reynslu sinni i þessum mannraunum. INUM BIRC/NN Ruth fær s!6ustu fyrirmælin, áður en fimm daga dvöl hennar og fé- laga hennar i frumskóginum hefst. Björgunarstarfið hófst. Beint ofan við björgunarbátinn lækkaði önnur þyrlan flugið svo að hún var i um þrjátiu metra hæð yfir okkur. Björgunar linan var látin siga niður til okkar. Williams, ljóshærði lautinantinn, átti að fara fyrstur. Hann sveif eins og brúða upp i tiu metra hæð — og þa féll hann aftur i sjóinn. Okkur hættir til að imynda okkur, að það hljóti að vera afar einfalt að halda handléggjunum utan yfir burðarbeltinu, án þess að renna úr þvi. En það krefst mikils afls af úrvinda og hröktu fólki, einkum vegna vindsins. sem stafar af vængjum þyrlunnar. Þegar ég loks sveif i björgunar- linunni, var ég orðinn tilfinninga- laus af kulda. Eftir stutta stund var ég komin á þilfar skrpsins, þar sem fjórar hendur gripu mig og studdu fyrstu sporin. Mér var réttur bolli af heitu tei. Brezki sjóherinn gefur skipbrots- mönnum ekki te með rommi i, nema sjávarhitinn sé undir tólf gráðum. 1 lúkarnum hringaði ég mig saman og gerði eins litið úr mér og ég gat undir rauðri peysu, sem einhver rétti mér. Skipin sigldu til Plymouth. Æfingin tók ellefu klukkustundir. Um kvöldið héldum við upp á „björgun” okkar á barnum. — Sjáumst aftur i Singapore! kallaði einn mannanna á eftir mér, rétt eins og það væri sjálf- sagt, að við hittumst aftur i Singapore við æfingar i frum- skóginum. Og það gerðist i rauninni. Um- sóknarbeiðni min var samþykkt. Changi-Camp frumskóga- skólinn við Singapore er rekinn i herbröggum Japana siðan i seinni heimsstyrjöldinni. Þar eru her- mennirnir i brezka flughernum þjálfaðir, áður en þeir fara i fimm daga langa dvöl i regnskógunum. Stjórnandi námskeiðsins var John Thirtle majór, 1.80 m á hæð, grannvaxinn 32 ára gamall maður. Hann tók fremur kuldalega á móti mér. Mér þykir miður að hafa ekki vitað þá, hvað hann hafði sagt áður: — Tómir væsklar og kvenmaður til að kóróna þá — þar að auki gömul. Og þetta fólk eigum við að hafa i skólanum. Þetta varð honum að orði, þegar hann fékk listann yfir þátt- takendur i æfingunum. Daginn eftir komu mina i skólann átti ég tal við Thirtle. — Hvað eru möguleikar mannsins miklir i frumskóginuin, majór? spurði ég. — Sé þeim likt vió möguleikana á hafi úti, á eyðimörkum og á hafis, eru þeir miklir, þegar mesta skelfingin hefur verið yfir- unnin. 1 regnskógunum er nóg vatn áð hafa. Og þar er nóg af dýrum, sem ekki þarf nein vopn • til þess að vinna á. Moskitó- . flugum, skriðdýrum og blóð- sugum er hægt að verjast með mörgum hætti. — Hvað ber þeim, sem nauð- lent hefur i frumskóginum, aö taka sér fyrir hendur fyrst af öllu? 10. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.