Vikan


Vikan - 07.03.1974, Blaðsíða 5

Vikan - 07.03.1974, Blaðsíða 5
ekki sem verst, en þó neyöist Pósturinn til að áminna þig stranglega um aö skrifa á BIRTA en ekki byrta. Þá á aö segja =g vil en ekki ÉG VILL. Vatnsbera- strák og hrútsstelpu er spáö þokkalegu lifshlaupi saman og sama er að segja um vatnsbera- stelpu og krabbastrák. HÆKKAR VIKAN ÓEÐLILEG MIKIÐ? Elsku Póstur! Ég vona, að þú getir frætt mig um það helzta, sem ég vil fá að vita, en fyrst ætla ég að leyfa mér að þakka Vikunni fyrir frábærar framhaldssögur og mjög góðar smágreinar. Jæja, þá er að demba sér i spurningarnar: 1. Hvað getur þú sagt mér og frætt mig um Jun Crose? 2. Hvað helduröu, að ég sé göm- ul? 3. Hvernig fara bogmaðurinn (strákur) og krabbinn (stelpa) saman? 4. Hvernig er skriftin og hvað lestu úr henni? 5. Hvers vegna hækkar Vikan svona ört og mikiö i verði? 6. Hvaða vintegund finnst þér bezt? Fyrirgefðu, ef þessi siðasta er of persónuleg. Bið að heilsa þér og þinum. Astarkveðja. Krabbamein. Mikið eru þessi bréf meö núm- eruöum spurningum hvimleið. Þau minna á þá daga« er Póstur- inn sat kófsveittur viö að leysa úr spurningum, sem lærifeður hans höfðu soöið sainan, að þvi er virt- ist i þeim tilgangi einum að hrella hann. En úr þvi að bréfritarar eru svona mikiö fyrir að töiusetja spurningar sinar, þýðir ekkert annað fyrir Póstinn en tölusetja svörin, svo að allt fari ekki i einn allsherjar rugling og enginn botni neitt i ncinu. 1. Pósturinn hefur aldrei heyrt þessarar persónu getið fyrr. 2. Þú segir i upphafi bréfsins, að þú vonir að Pósturinn geti frætt þig um það heizta, sem þú vilt fá að vita. Spurðu mömmu þina, hvað þú sért gömul. 3. Þau eiga mikla hamingju fyrir höndum, cf þau binda trúss sitt saman. 4. Skriftin er þokkaleg og bend- ir til nokkuö sérstæörar kimni- gáfu. 5. Mikil óöaverðbólga tröllriður öllu þjóðlifinu og Vikan hefur ekki einu sinni fylgt veröbólgunni, hvað þá meira. 6. ískalt Islenzkt brennivin. (Og það á vitaskuld ekki að blanda i gosdrykkjum frekar en annaö vin). mmmi FÓSTUREYÐINGAR Kæri Póstur! Mig langar til að vita, hvort fóstureyðingar séu almennt not- aðar hér á landi? Þar með er ekki • sagt, að ég þurfi á eyðingu að halda. Ég vona, að þetta lendi ekki i ruslakörfunni. Bless. G.B. Löggjöf um fóstureyöingar er i endurskoðun og lagt hefur verið fram frumvarp á alþingi, sem gerir ráð fyrir frjálslegri fóstur- cyðingalöggjöf, cn viö höfum haft til þessa. Fóstureyðingar hafa ekki verið almennar hér á landi hingað til og vonandi þurfa þær aldrei að verða það. SVAR TIL EINNAR ÖRVILNAÐRAR Hafðu engar áhyggjur. Þetta er ósköp cðlilegt og hefur hrjáð marga stúlkuna á undan þér og kemur engum við nema þér einni. Þú þarft hetdur ekki að hafa á- hyggjur af þvi að piltarnir hafi sagt frá þessu. Svoleiðis nokkru þegja þeir yfir. Segöu piltinum, sem þú ert hrifin af alian sann- leikann, og hann mun skiija þig. Ef hann gerir það ekki, áttu sjálf- sagt ekki eftir að sjá lengi eftir þvi að binda endi á kunningsskap ykkar. sre^ ■AV, \y> ATHUGASEMD Okkur láðist að geta þess, aö forsiðan á 6. tbl. var tekin af Jóni Armanni Heðinssyni, alþingis- manni, en hann er forseti Sigl- ingasambands tslands. Myndin er tekin á ytri höfninni i Reykja- vik um borð i Blæsvöiunni, sem er eign Siglingaklúbbsins Óðins i Kópavogi. -Afsakið hvað viö ’vomuTD seint, það er svo erfitt að ’coma FaLLa af' stað.' MI»A PIIIATIV 10. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.