Vikan - 25.07.1974, Blaðsíða 4
ÞflR
EKKIV
EKIÐ Ul
Ferðir um óbyggðir Islands
hafa aukizt mikið á siðustu árum
og æ fleiri kjósa nú að eyða
sumarleyfi sinu, eða hluta þess,
inni á öræfum. Jeppaslóðir
liggja um hálendið nær þvert og
endilangt og helztu fjallvegir
hafa nú verið bættir og ár brúað-
ar, svo fært er orðið flestum bil-
um. Menn þeysa jafnvel um ör-
æfin með hjólhýsi i eftirdragi og
geta þvi kosið sér næturstað
hvar sem er, óháðir veðri og
umhverfi. Ogþeir, sem ekki fara
á eigin vegum geta valið úr fjöl-
breyttum hópferðum ferðaskrif-
stofa og félaga.
Einn er þó sá landshluti, sem
ekki verður ekið um á bil. Það er
norðvesturhornið, frá Snæfjalla-
strönd norður um Hornstrandir
og allt suður i Ingólfsfjörð. Á
þessu svæði var áður fyrr viða
blómleg byggð með gnægð
fiskjar,. hákarls, fugls og reka.
En nú minnir ekki annað á þessa
byggð en yfirgefin hús, rústir og
græn heimatún. Bæir eru
komnir i eyði og ársbúseta er
ekki nema við vitann á Horni. En
eigendur jarða, fyrrum ábú-