Vikan


Vikan - 25.07.1974, Page 9

Vikan - 25.07.1974, Page 9
FERÐAST UM VEGLEYSUR „Siðasta dag göngunnar röltu félagarnir yfir i Ingólfsfjörð, þar sem þeir skoðuðu mannvirki sildaráranna. 1 Ingólfsfirði er nyrzta byggðin á Ströndum, og þangað liggur akfær vegur, og eftir þeim vegi kom bill frá Hólmavik og sótti fimm- menningana á sjöunda degi ferðarinnar.” Sagt frá gönguferð um Strandir i máli og myndum á bls. 4—7. DAUÐI OG EYÐILEGGING „Frænka Brendans Behans ruddi sér braut til pósthússins, þó að hún yrði að ganga i gegnum sprengjuhrið ensku fallbyssubátanna, sem lágu við akkeri á ánni Liffey. Maðurinn hennar var inni i pósthúsinu og barðist þaðan. Allt i kringum hana blasti dauðinn og eyðileggingin við.” Sjá bls. 12. UM HJoNABANDIÐ „Ég hugsa, að fæstir geri sér grein fyrir þvi, hvers konar samningur hjónabandið er — fyrr en þeir skilja. Það sem hófst með tilfinningalegu sam- þykki verður að lagalegum vitahring. Ég hef orðið vitni að þessu hjá foreldrum minum og hjá Peter. Úff!” Þetta hefur Cybill Shepherd að segja um hjónabandið. Sjá bls. 24. KÆRI LESANDI ,,Það var eitthvað við þessi spor, sem vakti með mér bæði undrun og óróa, en svo gleymdi ég þeim fljótlega aft- ur. Ég var með allt annað i huga, vonleysi, sjálfsfyrirlitn- ingu og ótta við eitthvað, sem ég hélt að myndi ná á mér tök- um. Ég yfirgaf Endicott og ráf- aði inn i skóginn, til að reyna að finna einhverja villibráð handa honum, en fann engin ný spor. Þegar ég gekk til baka, upp með ásnum, þá kom mér óhugnanlega i hug, það sem skeði daginn áður, þegar ég stóð á ásbrúninni og miðaði á bakið á Endicott. En þá sá ég sporin. Þau lágu meðfram minum sporum, nema að þau vissu i aðra átt, þau lágu niður á móti, og rétt neðan við ásinn lágu þau inn i skóginn. Hann sat á sama trjábolnum, með byssuna á hnjánum og reykti. Ég hélt áfram með sama hraða, án þess að nema staðar. Það gat hafa orsakað atburðina daginn áður, að ég nam staðar og sá hana fyrir hugskotsjónum minum og svo.... Hann heyrði til min og stóð upp. Mér fannst hann lita rannsakandi á mig. Grunaði hann eitthvað? Grunaði hann hvað hafði verið mér efst i huga i gær?” Veiðiferðin eftir John Cortez er smásaga, sem óhætt er að mæla með við lesendur. Hún fjallar um tvo sterka og hrausta karlmenn og litla, ljúfa konu. Það er samt eng- inn venjulegur þrihyrningur, og endirinn er sannarlega ó- væntur. VIKAN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. B'laða- rhenn: Matthildur Edwald, Trausti Ólafsson. Útlitsteikning: Þorbergur Kristinsson. Auglýsingastjóri: Sigríður ólafsdóttir. Ritstjórn, auglýsing- ar, afgreiðsla og dreif ing í Síðumúla 12. Símar 35320 —35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 150.00. Áskriftarverð kr. 1.500.00 fyrir 13 tölublöð árs- f jórðungslega eða 2.925.00 kr. fyrir 26 tölublöð hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: nóvember, febrúar, maí, ágúst. Vikan 30. tbl. 36. árg. 25. júlí 1974 BLS. GREINAR 2 Búið á púðum 4 Þar sem ekki verður ekið um á bíl, texti og myndir úr Strandaleið- angri 12 Páskauppreisnin í Dublin 18 Jafnvægið verður að haldast, grein um ieikkonuna Cybill Shepherd SOGUR: 14 Ástundir lögregluvernd, sönn frá- sögn lögregluþjóns 20 Bréfið, framhaldssaga, fimmti hluti 28 Veiðiferðin, smásaga eftir John Cortez 34 Handan við skóginn, framhalds- saga, fimmti hluti Y M;ISL EGT: 27 Ef þú vilt breyta bómullarbolnum þínum, tízkuþáttur Evu Vilhelms- dóttur 32 3m — músik með meiru í umsjá Edvards Sverrissonar 42 Eldhús Vikunnar í umsjá Drafnar Farestveit 44 Sumargetraun, fimmti og síðasti hluti FORSlDAN Rekaviður hefur löngum þótt mikil hlunnindi, og þótt búskap sé nú víða hætt, þar sem reki er mestur, nýta landeigendur hann enn. Forsíðu- myndina tók Bragi Guðmundsson á Dröngum á Ströndum af heima- mönnum, sem voru að vinna rekavið í girðingastaura, en f leiri myndir frá þessum slóðum eru með grein, sem hefst á bls. 4. 30. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.