Vikan - 25.07.1974, Page 17
mig dreymdi
i RÓÐRI
Kæri þáttur!
Undanfarnar nætur hefur mig hvað eftir annað
dreymt drauma, sem eru svo líkir hver öðrum, að ég
má til að biðja þig um að reyna að f inna eitthvað út úr
þeim.
Yfirleitt dreymir mig að ég sé einn á báti að róa,
stundum eru einhverjir fleiri með mér, en það er
sjaldnar. Báturinn er alltaf fullur af netum, sem ég
ætla að leggja fyrir fisk — stundum finnst mér ég
vera að draga netin og þá er alltaf mikill afli í þeim.
Ég vona, að þú getir f undið eitthvað út úr þessu, því
að ég er farinn að hafa áhyggjur af þessum stöðugu
draumförum. ,
Með kveðju.
Sæmundur.
Netin eru að öllum líkindum fyrir rysjóttu tíðarfari.
Sumarið verður ekki staðveðrasamt. En þó koma
mjög góðir kaflar og í heild ætti veðurfarið í þinni
sveit að verðá alveg í meðcOlagi gott.
EYÐIMÖRK
Kæri draumráðandi’
Um daginn dreymdi mig að ég var á gangi í enda-
lausri eyðimörk að því er mér fannst og hvert sem ég
leit sá ég ekkert nema sand. Fyrir hverju getur þetta
verið?
Bezta kveðja og þakklæti fyrir svarið.
AXJ.
Líklega er þetta fyrir efnalegri fátækt, eða öðrum
efnahagslegum þrengingum, en mundu að auðæfi eru
ekki allt.
BRÚÐKAUP
Kæri draumráðandi!
Mig langar til þess að biðja þig um að ráða f yrir mig
draum, sem mig dreymdi fyrir stuttu. Hann var á
þessa leið:
Mér fannstég og strákur, sem ég var með, vera að
fara að gifta okkur. Ég var í hvítum hálfsíðum kjól
með rauðan blómvönd. Við þurftum að ganga til kirkj-
unnar. Það var óskapleg drulla úti, en samt urðum við
ekkert óhrein. Það var líka mikiðrok, svo að hárið á
mér, sem var óskaplega fallega sett upp, fauk út í
veður og vind.
Svo þegar við komum í kírkjuna, vaKjjJft fullt af
fólki, sem við urðum að klofa yf ir til þess að komast í
sætin okkar og við þetta klifur vaknaði ég.
Ég vil taka það fram, að þessi strákur er þegar bú-
inn að opinbera trúlofun sína með annarri stúlku.
Ég vona, að þetta bréf mitt lendi ekki strax í rusla-
körfunni og bíðeftir ráðningunni, sem ég þakka fyrir-
fram fyrir. Á.R.H.
Það er svolítið erfitt að ráða þennan draum, því að
táknin i honum stangast mikið á hvert við annað. Það
er líka einkennil. við hann, að framtíð þín og piltsins
virðist eiga eitthvað sameiginlegt, þó að upp úr sam-
bandi ykkar hafi slitnað fyrir fullt og allt, því að ekk-
ert í draumnum bendir til þess, að þið farið aftur að
vera saman eins og þú kallar þaö. En einhverjir sam-
eiginlegir erfiðleikar steðja að ykkur og þið getið illa
komið ykkur saman um hvernig þið eigið að bregðast
við þeim.
LAMAÐUR Á SKAUTUM I DRAUMI
Kæri draumráðandi!
Ég ætla að biðja þig að ráða einn stuttan draum,
sem mig dreymdi í vetur, fyrir mig. I draumnum
kemur fyrir vinur minn, sem er lamaður upp að mitti.
Mér fannst við margir krakkar vera að skauta á
einhverri tjörn, sem var ísi lögð. Mér til mikillar undr-
unar var þessi lamaði strákur farinn að skauta líka og
ég gat ekki betur séð, en hann ætti auðvelt með það. Þó
hélt hann sig uppi við landið og í kringum hann var
mikið af minni strákum.
Draumurinn var ekki lengri en þetta. Ég vona, að þú
getir ráðið hann fyrir mig. Mig langar líka svo til að
vita hvort þú ræður hann á sama hátt og ég gerði.
Með fyrirfram þökkum. Bless. Rúna.
Það er ótrúlegt, að þessi draumur sé fyrir því að
vinur þinn fái mátt í fæturna, en óhætt er að spá því,
að í framtíðinni muni hann verða miklu öruggari með
sig, en hann hefur hingað til verið.
SVAR TIL GERÐU.
Undanfarið hefur. þú átt við einhverjar óvinsældir
að striða á vinnustað og að því er bezt verður séð ekki
alveg að ástæðulausu. Reyndu að bæta ráð þitt, því að
draumurinn bendir til þess, að ef þú gerir það ekki,
muni óvinsældir þínar aukast svo mjög, að þér verði
alls ekki vært í vinnunni.
UNGBARNAFATNAÐUR
Kæri draumráðandi!
Mig langar til þess að biðja þig um að ráða þennan
draum fyrir mig.
Mig dreymdi, að ég væri stödd í þorpi, sem er hérna
skammt f rá. Þar fór ég inn í hannyrðaverZlun að leita
að ungbarnafatnaði. Mér fannst sem amma mín, sem
: i raunveruleikanum er dáin — væri með mér og fannst
gnér fólkið segja, að hún hefði aldrei dáið, heldur hefði
hún bara sofið í kistunni. Af greiðslustúlkan í
hannyrðaversluninni sýndi mér uppábúna sæng og var
verið utan um hana hvítt með blúndum og í það voru
staf irnir mínir saumaðir. (Amma mín hét S. og ég er
skírð eftir henni.)
Svo f ór ég út án þess að kaupa sængina, því að mér
fannst ég eiga tilbúna sæng heima.
Því næst fór ég inn í aðra verzlun, en þá var amma
mín horfin og ekki lengur með mér, en í hennar stað
var komin dóttir hennar, sem heitir I.
Utan við verzlunina héngu raðir af alls konar
úlpum. Ég fór að skoða éina þeirra, sem var víð, en
mig vantaði svoleiðis úlpu, því ég var ófrísk.
Þá mundi ég allt í einu éftir því, að ég hafði verið
með tösku fulla af eggjum og sé töskuna standa þar.
En svo ákvað ég að skilja töskuna eftir. Þá vildi
frænka mín það ekki og spurði hvort ég ætlaði að
skilja eggin eftir. Ég kvað já við því og sagði henni,
að eggin væri öll brotin.
Við það vaknaði ég.
Kær kveðja og þakkir.
Steinunn.
Merking þessa draums er ekki augljós og reyndar er
erfittað fullyrða, að hann stafi ekki einungis af heila-
brotum þínum í vöku út af barninu, sem þú átt von á.
Þú kvíðir töluvert fyrir þvi að verða móðir, en sá kvíði
ætti að vera ástæðulaus, aö minnsta kosti er ekkert í
draumnum, sem bendir til annars.