Vikan - 25.07.1974, Qupperneq 21
*
i
framhaldssaga eftir
hafði á Mary Ellen á allan hátt.
Þú vissir lika, að hún elskaði
David, vegna þess, að það var
hann sem vakti hana til lifsins
aftur, frekar en nokkuð annað
Svo komst þú askvaðandi og
reifst það i tætlur fyrir henni.
— David er algerlega frjáls
maður
— David er fifl, sagði Susan bit-
urlega, — en það eru nú reyndar
flestir karlmenn, þegar konur,
leggja sig flatar við fætur þeirra,
eins og þú gerðir bersýnilega. Ég
sá til ykkar um jólin. Það var
engu likara en að hann væri ó-
sjálfbjarga og vesalitjgs Mary
Ellen var svo trúgjöi-n... Rödd
hennar titraði og augu hennar
fylltust tárum, en hún þurrkaði
þau reiðilega i burtu með handar-
bakinu. — Guð minn góður, aö
hugsa til þess, að einu sinni gekk
ég hérna niður stigana með þér og
lagði að þér að flytja hingað, hélt
það yrði Mary Ellen til góðs...
Hún sneri sér snögglega undan,
til að dylja tárin, sem blinduðu
hana og þóttist vera að leita að
einhverju i töskunni sinni.
Celia sagði mjög hátiðlega: —
Ég skil vel, að þú sért miður þin
af sorg.
— Miður min! hrópaði Susan og
sneri sér að henni. — Þú átt við að
ég sé miður min, vegna þess aö
systir min er dáin og móðir min
hefur fengið áfall af sorg? Finnst
þér engin ástæða til þess að ég sé
miður min?
Nokkrar örlagarikar sekúndur
leit út fyrir að hún myndi sleppa
sér alveg, en svo gat hún stillt sig
og sagði, tiltöiulega rólega: —
Það kemur einhver hingað á
morgun, til að sækja eigur hennar
og ég vona til guðs, að þú veröir
þá farin héðan. Jarðarförin fer
fram i kyrrþey og þú skalt ekki
voga þér að koma þar nálægt. Ef
þú gerir það, tek ég ekki ábyrgð á
gjörðum minum.
Celia stillti sig um að minna
hana á, að hún borgaði helming
húsaleigunnar. Hún lét niður i
tösku og tók sér leigubil til Alex-
andra hótelsins, þar sem hún
skýrði komu sina einfaldlega
á þann hátt, aö það væri verið aö
mála ibúðina. Frú Pond tók það
sem góða og gilda vöru...
Celia var nú fegin þvi, að hún
hafði lagt á sig ferðalagið til
Bridgeport.
Hún sá i anda, að Susan, sem
var bæði sorgbitin og reið, gæti
vel fundiö upp á þvi, að reyna aö
hafa upp á fjölskyldu hennar, en
hún myndi aldrei geta snuðrað
það uppi, aö móðir Celiú var
sannarlega hvorki veik né dáin og
að fjölskyldan liföi við léleg kjör I
sóðalegri kjallaraibúð og að nafn-
ið Brett ætti ekkert skylt við það
nafn, sem hún hafði hlotið við
fæðingu, að Celia hafði algerlega
snúið baki við fjölskyldu sinni og
logið öllu um sitt fyrra lif, frá
upphafi til enda.
Þetta gat allt verið nógu slæmt,
þótt ekki hefði komið til lát Mary
Ellen. Susan myndi ekki láta við
það sitja, að komast að fjöl-
skyldumálum Celiu, hún myndi
lika rekja spor hennar til Steven-
sons hjónanna, — Strykers.og hún
myndi komast að þvi hvernig
herra Tomliiison lét lifið og að
hann hafði arfleitt hana að hús-
inu.
Celia hughreysti sig með þvi, aö
hún hafði ekki snert herra
Tomlinson, en henni var ljóst, að
Susan gæti gert það tortryggilegt
og komið illu af stað.
En Celia var búin að sjá fyrir
þessu öllu. Það var alveg öruggt,
að Lena myndi sjá til þess, að
fjölskyldan afneitaöi henni al-
gjörlega.
Samt var, fannst henni einhver
brestur einhvers staðar. Hún
hafði það á tilfinningunni, að
hennihefði sézt yfir eitthvað, eitt-
hvað sem hún hafði sagt eða látiö
ósagt við systur sina?
Daginn eftir að hún kom til
Alexandra hótelsins, gekk hún inn
á skrifstofu frú Pond og spurði
hvort hún gæti ekki fengiö vinnu
hjá henni, til að greiða fyrir hús-
næðið. Hún lét i það skina, að
henni, frú Pond, veitti ekki af að
hafa aðstoöarmanneskju.
Frú Pond leit á hana yfir skrif-
borðið I litlu, snyrtilegu skrifstof-
unni og leit I áttina að lúgu á
veggnum. — Þú veizt aö Miriam
er min önnur hönd, hún vélritar
fyrir mig og annast ýmis erindi,
þegar ég er vant við látin.
— Já, ég veit það, en það er nú
ýmislegt annað, sem ég gæti létt
undir með þér og ég get lika ann-
ast vélritun, ef mikið er að gera,
hjálpað til við fatasýningarnar og
barnaskemmtanirnar. Ég krefst
heldur ekki annarra launa en
uppihalds.
Siminn á skrifboröinu hringdi
og frú Pond lyfti tólinu, en horfði
á Celiu meöan hún tafajöi.
Þegar hún hafði lokiö slmtal-
inu, sagði hún:
— Við getum að sjálfsögðu ekki
tekið ólaunað starfsfólk, en ég
held það væri hægt að koma öðru
30. TBL. VIKAN 21