Vikan - 25.07.1974, Side 29
hann hafi helzt laðazt að veik-
byggðum og viðkvæmum konum.
Að þvi leyti áttu þau mjög vel
saman. En hann var miklu eldri
en hún, að minnsta kosti fimmtán
til tuttugu árum.
Þarna ertu aftur farinn að
hugsa um það, sem þér kemur
ekki við, sagði ég ergilegur við
sjálfan mig. Hvern fjandann
kemur þetta þér við? Aðeins
vegna þess að hún gýtur stundum
til þin augunum.... Hann er brjál-
aður i henni, sérðu það ekki?
Hann hafði beðið hana að hafa
til handa þeim mat, en hann gerði
það að mestu leyti sjálfur. —
Þetta er eina tækifærið fyrir mig,
til að æfa mig i matreiðsiu: heima
fæ ég ekki eihu sinni að koma
fram i eldhús.
Þegar við höfðum' matazt,
þvoði hann upp en hún þurrkaði.
Ég gekk inn til min og teygði úr
mér i kojunni og ætlaði að lita i
timarit, en ég gat ekki fest hug-
ann við lesturinn. Ég heyröi þau
tala saman i lágum hljóðum og
stundum hló hann glaðlega. Svo
var steinhljóð langa lengi. Ég
reyndi að telja sjálfum mér trú
um, að ég væri ekki að hlusta og
hugleiddi hvernig ég hafði rótað
mér inn i þetta.
Hann hafði boðið mér hundrað
dollara fyrir utan venjuleg laun,
fyriraðvera fylgdarmaöur hans i
skóginum, svo mér var ljóst, að
hann var mjög auðugur. Og þegar
hann sagði mér, aö konan sin
kæmi lika með, datt mér ekki
annað i hug, en að hún væri líka
miðaldra og farin að láta á sjá.
En það var nú eitthvað annað.
Ég lá sem sagt þarna og góndi
upp I loftið, þegar hún drap á dyr
og kom inn.
— Trufla ég? spurði hún, með
sinni ljúfustu rödd.
— Alls ekki/sagði ég og settist
fram á kojustokkinn.
Hún starði, stórum augum á
byssurnar tvær.
— Til hvers ertu með tvær
byssur?
Ég bölvaði i huganum yfir þess-
um fjandans hjartslætti, sem
gerði jtnér órótt. Hún er bara orð-
in leið' á einverunni á daginn,
sagði ég við sjálfan mig, — leið,
þegar viö erum úti á veiðum alla
daga. Hún er vön stórborgarlíf-
inu. Þaö er ekki viö hennar hæfi,
að vera lokuð inni i þessum kofa
alla daga.
Ég reyndi að gera aö gamni
minu. — Það er eins með mig og
hetjurnar i kúrekamyndunum,
mér liður bezt meö sinn byssu-
hólkinn i hvorri hendi.
— Þú ert að draga dár að mér.
Ég er að spurja I alvöru. Er nokk-
ur munur á þessum byssum.
Ég stóö upp og náði i aðra byss-
una.
— Þetta er venjulegur riffill, en
hinn er með styttra hlaupi og létt
ari og þvi hentugri i langferðir.
En mér þykir sá lengri betri, en
þeir eru með sömu hlaupvfdd.
— Þú gætir nú kennt mér að
handleika byssu.
Ég starði á hana, trúði varla
minum eigin eyrum og ég sá að
hún roðnaði eilitið. — Mig langar
reyndar til að læra að fara með
byssu og skjóta. Vegna Elroys.
Honum þykir svo gaman að fara i
veiðiferðir, en ég... Mig langar til
að taka þátt i áhugamálum hans,
reyna það, að minnsta kosti. Viltu
ekki sýna mér hvaö ég á að gera.
Þaö var einhver ögrun i gráum
augunum, sem reið baggamun-
inn.
— Þegar gikkurinn snýr svona
er öryggið á, sagði ég. Þegar
maður ætlar að hleypa af skoti,
heldur maður fingrinum svona og
tekur I gikkinn. Þegar maður set-
ur næsta skot i, tekur maöur fyrst
tóma hylkið og setur nýja patrónu
i, — svona og þá er allt reiðubúið
til að hleypa af á ný. Ætli maður
aö geyma skotið I byssunni, þá
setur maður lásinn á, .... svona.
Reyndu sjálf, byssan er ekki
hlaðin.
Hún glennti upp augun, eins og
hann hefði rétt henni höggorm.
— Ó, nei, Sam, ég get ekki
fengíð mig til að snerta þetta
morötól.
— Hvernig á ég þá að kenna
þér að skjóta?
— Ég æfi mig á morgun, þegar
ég er ein heima. Bara aö byssan
sé ekki hlaðin. Ég get ekki gert að
þvi, að ég er svona bjánaleg. En
mig langar til að læra þetta og
losna viö þennan ótta, vegna El-
roys. Geturðu ekki kennt mér þaö
i rólegheitum?
Ég varð skyndilega gripinn ein-
hverri einmanakennd, sem ég
hafði aldrei fundið fyrir áöur. Já,
og einhverri óljósrí þrá.
— Jú.sagöiég, —égskal kenna
þér að skjóta.
Hjörturinn kom út úr runna-
gróörinum og stóö grafkyrr i
nokkrar sekúndur. Ég miðaöi á
hann og sá hann greinilega i sigt-
inu, en ég hikaði og hugsaði með
mér, aö liklega myndi hann rölta
upp ásinn og þá fengi Endicott að
komast i skotfæri við hann, Þegar
á allt var litið, þá var þaö hann,
sem var á veiðum, ekki ég, ég var
bara fylgdarmaður. Ég gat auö-
veldlega fellt þennan hjört fyrir
hann, en það var ekki það sama,
eins og að hann gerði það sjálfur.
Þetta var stór hjörtur og krón-
an var stór og falleg. Kjötið af
honum var að sjálfsögðu ólseigt,
en krónan yrði mesta stofuprýði.
Ég beiö, með fingurinn á gikkn-
um. Ef hann hreyfði sig. ekki
bráðlega, ætlaði ég að skjóta
hann.
Svo tók hann á rás og fór að feta
sig upp eftir ásnum. Eftir nokkr-
ar sekúndur bar hann við gráan
himininn, svo hvarf hann.
Skotið bergmálaði I þögninni.
Siðan kömu tvö á eftir. Bergmálið
drundi aftur, svo fjaraði það út.
Ég fann fyrir einhverjum óljós-
um ótta, þegar ég gekk upp eftir
ásnum, — skyldi alls ekki hvað
orsakaöi þennan ótta. Þá fór ég
að hugsa um hana og fann að þar
var skýringin.
Ég nam staðar á ásbrúninni.
Hann sat á trjábol og sneri i mig
baki. Ég nam staðar og virti hann
fyrir mér og eitthvað óvenjulegt
bærðist innra meö mér, eitthvað
skuggalegt og ógnvekjandi og var
alveg aö ná á mér tökum. En þeg-
ar ég fann, að það var að ná á mér
algjöru valdi, rankaði ég við mér
. Ég lét byssuna siga og ég fann
að ég skalf og nötraði. '
Þegar ég var alveg búinn að ná
valdi á sjálfum mér^gekk ég til
hans. Hann stóö upp og tók byss-
una sina. Ég sá hve vonsvikinn
hann var.
—■ Ég skaut framhjá, hitti ekki,
sagöi hann með biturri rödd. —
Þrjú skot og ekkert hitti. Hann,
kom þarna upp á ásbrúnina, svo
rólegur, aö það hefði átt að vera
auðvelt að hæfa hann i fyrsta
skoti. Bezta skotmark, sem ég
hefi séö, en ég, þessi fjandans
klaufi, missti samt marks. Ég
skaut tveimur öðrum skotum á
eftir honum, en þaö var að sjálf-
sögðu alveg út i bláinn. Hann
gekk meira að segja rólegur og
það var eins og hann væri aö
draga dár að mér. Ertu aö hlusta
á mig, Ludlow?
Ég beitti allri minni orku, til aö
jafna mig, hristi af mér þessar
hræðilegu hugsanir, sem höföu
næstum fengið vald á mér fýrir
nokkrum sekúndum siðan.
— O, þú færð mörg önnur tæki-
færi, sagði ég. — Það gengur bet-
ur næst.
Hann virti mig fyrir sér.
— Þú ert náfölur, sagöi hann,
— er eitthvað að þér?
— Nei, mér llöur prýðilega.
30. TBL. VIKAN 29