Vikan


Vikan - 25.07.1974, Page 32

Vikan - 25.07.1974, Page 32
I Elton John BernieTaupin Da vey Johnsto Mikið er yfirleitt skrifað um Elton John i blöðum og timarit- um, en sjaldan eða aldrei minnst á samstarfsmenn hans, menn- ina sem spila meö honum á hljómleikum og á hljómplötum. í þessum þætti veröa þeir kynntir. Elton John hefur i dag áunniö sér öruggan sess sem einn mesti lagasmiður þessa áratugs á sinu sviði og er það nokkuð stórt. Feril sinn byrjaði Elton með hljóm- sveitinni Bluesology, sem starf- aði i London á árunum 1964 til 1967. Þá hætti Reginald Dwight eins og hann hét þá og fór að semja fyrir aöra; komst i kunn- ingsskap við Bernie Taupin texta- höfund og upp frá þvi fóru hjólin að snúast. Það tók hann fjögur ár að komast I þá aðstöðu að geta gefiö út stóra plötu, sem eitthvað væri lagt I. En það er bezt að snúa sér að hljómsveitinni sjálfri. 1 lokin verður svo plötum Elton John gerð nokkur skil, þ.e.a.s. tint verður til allt sem hann hefur látiö frá sér á hljómplötum. Þá er fyrstan að telja Bernie Taupin textahöfund. Hann telst fullgildur meðlimur hljómsveit- arinnar og hefur skrifað næstum alla texta, sem Elton hefur sungið á hljómplötu. Hann er giftur bandar. konu og býr i Tealby I Lin coln sýslu i Englandi. Hann hefur gert sjálfur sina eigin stóru plötu og sýslaö viö upptökustjórn fyrir aðra. Hann hefur fengiö orð á sig fyrir aö vera einhver árangurs- rlkasti textahöfundur, sem Bret- ar hafa getaö státað sig af fyrr og siöar. Davey Johnstoneer gitarleikari hljómsveitarinnar. Hann er vel liðtækur á fleiri hljóðfæri. Áður en hann gekk i liö með Elton John hafði hann áunnið sér gott orð i þjóðlagabransanum og lék með hljómsveit Noel Murphy’s, Draught Porridge og siðar með hljómsveitinni Magna Carta Hann kom fyrst fram með Elton i Royal Festival Hall 5. febrúar 1972. Hann er fæddur i Edinborg 1951. Fyrir utan gitar leikur hann á mandolin, sitar, najo og lútu. Hann hefur gert solo albúm fyrir Rocket, hljómplötuútgáfuna sem Elton John á, og er nafnið á þvi Smiling Faces og kom út i mai 1973. Dee Murray er bassaleikari hljómsveitarinnar. Hann er fædd- ur I Gillingham i Englandi. Hann kom fyrst fram meö hljómsveit- inni Mirage en gekk siðar I lið meö Spencer Davis Group, þegar Spencer var á hljómleikaferða- lagi um Bandarikin og Bretland. Fyrir þá sem áhuga hafa á bassa- leik, þá leikur Murray á Fender og Gibson EB03. Nigel Olsson er trommuleikari hljómsveitarinnar. Hann hefur haft ýmislegt fyrir stafni um æf- ina m.a. bllaviðgerðir og svo starfaö sem fljótabátsstjóri. Hann kom fyrst fram 1966 meö hljómsveitinni Plastic Penny og var með henni þangað til hún hætti störfum 1968. Plastic Penny hafði þá nýlega átt lag I efsta sæti vinsældalistans, Everything I am. Nigel Olsson gekk þá i lið með Spencer Davis og hitti þar Dee Murray, sem áöur er getiö. Þeir gengu siðan saman I lið með Elt- on John. Nigel hefur látið frá sér fara sólóplötu sem heitir Drum Orchestra and Chorus, þar sem hann syngur einnig. Hann leikur á Yamaha trommur. Ray Cooper er nýjasti meðlim- ur hljómsveitarinnar og leikur percussion. Hann er fæddur 1942 I Hartford. Hann hefur starfað mikið i leikhúsi, en að eigin sögn uppgötvaði hann fljótt að þar myndi hann ekki verða ánægður svo hann fór að starfa sem að- stoðarhljóðfæraleikari við upp- tökur. Það leiddi svo til þess að i nóvember 1973 var honum boðið að ganga i hljómsveitina, sem hann og gerði. Hann spilar mest á conga og á svo kallaö Natals Latin percussion. Þá eru upptaidir ailir meölimir hljómsveitarinnar, en Elton John er vist óþarft aö telja. Hann leik- ur annars á Steinway piano og Fender Rhodes piano með 88 nótum og þar hafiöi það. Hér fer svo á eftir yfirlit yfir farinn veg og verða taldar upp allar plötur, sem Elton John hefur látið frá sér. Þá eru fyrstar plöturnar, sem hann lék á með Bluesology. 1965 kom út sú fyrsta á Fontana merkinu, Come Back Baby og Mr. Frantic hétu lögin. 1968 kom önnur plata frá þessari sömu hljómsveit með laginu Since I met you baby. Seint á árinu 1968 kom út sóló plata, 2ja laga plata meö lögunum I’ve Been Loving You og Here’s To The Next Time. Þessi plata var gefin út á Philips merki. 0nnur plata kom einnig frá sama fyrirtæki, Lady Samantha, og kom sú á markaö i janúar 1969. Meö þeirri plötu telst ferill Elton John byrja. Litlu plöt- urnar eru því þessar: Lady Samantha (jan 69) Border Song (marz 70) Your Song (jan 71) Friends (ap 71) Rocket Man (ap 71) Honky Cat (ág 72) 32 VIKAN 30. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.