Vikan - 25.07.1974, Qupperneq 37
Llf án hennar var verra en dauði.
Lif án Rósu yrði lfkast þvi að
vera villtur i skógi, þar sem
maður gengur um, dauðhræddur
við hvert spor.
En með hverjum hafði hún
farið? Hann gekk að bilnum sin-
um. Hún hefði ekki átt að gera
þetta þegar kona var i andar-
slitrunum. Hann ætti að vera
kominn til Sorrens, til að varð-
veita þetta litla lif, sem eftir var i
Mildred. En maður átti rétt á að
finna konuna sina. Jafnvel veik
kona gat ekki heimtað, að hann
missti konuna sina. Rósa...
IX.
Rósa vaknaði og skynjaði
skuggalegu sumarnóttina .
Tunglið var enn ekki komið, og
hún gat aðeins greint ofurlitla
birtu i opnum dyrunum. Allt var
þögult, nema hvað hún gat heyrt
öldugjálpið við bryggjustólpana,
og vindinn hvisla ofurlitið i
laufinu.
Latimer lá við hlið hennar, og
aðeins svefn hans skildi þau að.
Hún hreyfði sig ofurlitið og n^ri
fætinum við ökkla hans eins og til
þess að verða hans betur vör.
Við þetta vankaði hann og
andardrátturinn hans breyttist.
Hann bylti sér svolitið og sagði
siðan: — Ertu vakandi, Rósa?
Hún svaraði ekki strax, þvi að
hún vildi láta hann halda, að hún
væri sofandi. Nú vildi hún ekki
tala neitt, þvi að það gæti ruglað
þessari einkennilegu sam-
einingarkennd. Nú var hún ekki
fyrst og fremst stolt, heldur
viðurkenndi hún til fulls með
sjálfri, sér, að hún þarfnaðist
Latimers, að hún þurfti að hafa
einhvern, sem gæti veitt henni
það, sem hún þráði. Einhvers,
sem var sterkari en maðurinn
hennar. Lew var ekki sterkur,
heldur þurfti hann að styðjast við
styrkleika annarra. Hans þörf
var eins mikil og hennar, ef ekki
meiri. En Latimer var sterkur.
Og ef hún gæti látið lif sitt hvila á
honum, þá yrði lifið ekki lengur
kvalræði. Þá gæti hún meira að
segja orðið hrifin af og lifa.
Latimer sagði: — Þú ert vak-
andi, Rósa.
— Ég lá hérna bara og var að
hugsa.
— Um hvað? Morgundaginn?
— Já. Þú ferð heim á morgun. Og
ég lika. Ekkert hefur breytzt.
— Vist hefur það breytzt. Að
minnsta kosti hjá mér. Þetta...
þessir dagar hafa verið mér svo
mikilvægir. Þú heyrir frá mér.
Við hittumst. Og svo, þegar
veiðitiminn kemur. Þá opna ég
húsið og hef gestaboð. Viðskipta-
vini. En við megum ekki haga
okkur heimskulega.... Ég er
hrifinn. En þaðerekki sama sem,
að við þurfum að gera neitt, sem
viö iðrumst eftir. Ég verð i þess-
um hjónaskilnaði i haust. Og ég
vil ekki þurfa að afhenda konunni
minni helming allra eigna minna.
Hún hvorki verðskuldar það né
þarfnast þess Og þetta ... bætti
hann við hikandi.,. gæti eyðilagt
allt fyrir mér.
Það var sama, hvað hann
sagði, eða hversu góð rök, sem
hann hafði uppi, þá voru þau
aldrei annað en afneitun á henni.
Hann vildi hana ekki. Nú reis upp
stoltið i henni, með auknum krafti
og hún stirðnaði upp. Hann vildi
hana ekki. Nú, jæja, hún var held-
ur ekkert að sækjast eftir honum,
nema hvað hana langaði nú til að
særa hann þvi aðeins þaö gat
hefnt fyrir orð hans og brottför
frá henni.
En færi hún að segja eitthvað,
sem gæti sært hann, þá var það
ekki til annars en að koma upp
um hennar eigin móðgun, þörf og
það, hve háð hún væri honum.
Hún hafði boðið sjálfa sig fram,
og hann var að fara. Reiðin gaus
upp i henni, svo að hún átti erfitt
um andardrátt.
— Ég fer undir eins og bjart er
orðið, sagði hún.
— En ég fer ekki fyrr en siðdegis.
Mér datt i hug, að leggja nokkrar
akurhænur að velli, til að taka
með mér heim.
• — Þú getur gert, hvaö þú vilt,
eða ég fer strax i morgunmálið.
— Þú ert móðguð Rósa. Stoltið i
þér vill ekki lofa þér að skilja, að
þetta er ekki nema rétt i bili. Eða
þangað til ég er orðinn frjáls
maður. En þá breytist þetta allt.
Hann lagði höndina á lærið á
henni og strauk það. Hún dró sig i
BINNI & IINNI
föÓH!*. '’Mamma, þér lifiilí hú þarftaðl
Þvliikir verkir\.beturefþú <Vlæraað .
Þvilikt erfiðilærðir að hvila / ( skipta \
þig á milli. y sAdeginum
' milli vinnu
jog hvildar.
Mamma. ef þú gerir visindalegar .
áætlanir, þarftu ekki að þvo upp, þvo
^þvott, strauja, elda, sópa, skúra
> og gera innkaupin, allt sama
Vdaginn.
Þig vantar j/Ef þú hefðir sama
skipulags^ hátt á og við kari-
hæfileikaWf mennirnir — ykirðu v, afköstin erfiðislaust. <
g) V —\r V\»i \ n \ ^ A<Kr\\\ 'OO
30. TBL. VIKAN 37