Vikan


Vikan - 25.07.1974, Side 43

Vikan - 25.07.1974, Side 43
*3> *PIR Rækjur á austurlenzka vísu Aætlið fyrir 2: 1 rauða og 1 græna papriku, 1 lauk eða púrru 1 hvit- lauksbátur eða hvitlausduft, 100 gr. nýir sveppir, rækjur eftir efn- um, nokkrar msk. smjör eða smjörliki, 1/2 tsk. karrý og gjarna dálitið paprikuduft, ca. 3 msk. tómatkraftur (púré) vatn , þurrt hvitvin og rjómi, 1/2 dl. af hvoru, dálitið salt. Steikið karrý i smjörinu ásamt paprikuduftinu setjið skorna paprikuna i, lauk og sveppi og Iátið krauma um stund. Tómatkrafti bætt i, þynniö og lát- ið krauma um stund. Látið rækjurnar slðan hitna i gegn i þessari sósu, bragðið til og krydd- ið eftir smekk. Papriku og lauk hamborgari Áætliö 100-150 gr. af nautahakki á mann. Blandið með 1 msk. af chilisósu, 1/2 msk. af sinnepi, nokkrum msk. af köldu vatni, fintsöxuðum lauk og saxaðri papriku. Dálitiö salt og pipar. Mótið buffin og steikið ca. 5 min. á hvorri hlið, á hæfilega heitri pönnu. Ofan á má gjarnan setja 1 msk. af chilisósu, og þunna lauk- hringi og paprikuhringi. Berið fram I hamborgarabrauði, eða á ristuðu eða steiktu brauði, og gjarnan salat með. Eggjakaka með góðu Aætlið á mann ca. 3 msk, af sax- aðri rauðri papriku, og 3 msk. af grænni, ca. 2 msk. saxaður lauk- ur eða púrra, 50-100 gr. sveppir Smjör eða smjörliki til að steikja úr. Eggjakaka: 3 egg, 1-3 msk. rjómi, dál. salt og pipar. Steikið lauk, papriku og sveppi. Hellið siðan eggjamassanum á. Dragið með gaffli frá köntunum og inn að miðju á pönnunni. Lyftið köntum eggjakökunnar, þannig að alltaf komi óstifnaður massi á pönuna. Tómatsalat með papriku 1/2 kg. vel þroskaðir tómatar 1 laukur 2 púrrur I þunnum hringjum 1 græn paprika Sósa: 2 msk. sitrónusafi salt, pipar, 1/2-1 hvitlaukur 3-4 msk. olivuolia basilkum Þvoiö tómatana og skeriö þá I sneiðar. Hreinsið paprikuna, laukinn og púrruna og skerið I þunnar sneiðar þannig að það myndi hringi. Setjið grænmetið i lögum i salat- skál og hellið samanhristri sós- unni ásamt kryddinu yfir.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.