Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 09.10.1975, Qupperneq 3

Vikan - 09.10.1975, Qupperneq 3
ÓMENN Þa6 er meira en nóg að gera á heimilinu. En um helgar blandar fjölsyldan oft geði við fólkið á næstu bæjum. Fólkið fer saman á trúarhátiðir — einkum mið- sumars. Skólaskylda er frá sjö til þrettán ára aldurs, en börnin fá þriggja mánaða leyfi úr skólan- um á ári. Kennslan er ókeypis, en þau verða að kaupa allar bækur og annað, sem til námsins þarf. Frá Bangchalong ökum við til hafnar fiskimannanna i Chon Buri. A leiðinni niður á bryggjurnar sjáum við enn einu sinni litrikt fiskmarkaðslifið, sem vantar svo sárlega i Reykjavík. Hér er það aðallega smáfiskur, sem er seld- ur, en innan um er þó alltaf eitt- hvað af stærri fisktegundum. t sem svarar 250 til 500 islenskum krónum i tekjur á dag, en þeir eru sjaldnast við veiðar nema einn sólarhring i einu. Þegar þeir hafa veitt nóg — venjulega af skelfiski, humri eða rækjum — til þess að framfleyta sér og sinum næstu daga, snúa þeir aftur til lands — og eiga þvi oft i erfiðleikum með að finna miðin aftur. Þeir hugsa aldrei um, hve miklar tekur þeir gætu haft af stöðugum veiðum. Okkur er leyft að fara um borð i einn stærri fiskibátana. Hann er fimmtiu feta langur, úr tekki og túlkurinn okkar segir, að hann hafi kostað sem svarar 2.775.00- isl. krónum. A honum er 25 Thailcnskur sjómaður. Fiskmarkaðurinn i Chon Buri. fiskvinnslusölunum, sem eru milli fiskmarkaðstorgsins og hafnarinnar er fiskurinn, sem sendur er til Bangkok, hreins- aður, isaður og settur i umbúðir. Þessi vinnsla gengur hratt fyrir sig, enda er það nauðsynlegt, þvi að ella myndi fiskurinn eyðileggj- ast i hitanum. Við bryggjurnar liggja allar stærðir fiskibáta, allt frá litlum trillum upp i mörg hundruð tonna fleytur. Tækniútbúnaður og veiðarfæri eru sjálfsagt jafn- margvisleg. Þegar við vorum þarna, þótti okkur bera mest á 40—50 feta löngum bátum, en okkur er sagt, að minni bátar séu langalgengastir. Fiskimennirnir eiga oft litlu bátana sjálfir, en stærri bátana eiga útgerðarmenn, sem eiga marga báta. Menn hætta sér ekki langt út á smábátunum, enda hafa þeir engan siglingaútbúnað annan en áttavita. Fiskimennirnir hafa allt frá manna áhöfn. A þessum báti er farið að minnsta kosti 400 kiló- metra frá landi, áður en veiðarn- ar eru hafnar, og hann er búinn einföldum siglingabúnaði og tal- stöð, en veiðarfærin eru mjög frumstæð: Langri bambusstöng með kókoshnetuhýði er stungið ofan i sjóinn. Siðan stekkkur einn fiski- mannanna fyrir borð og kafar i grennd við kókoshnetuna til þess að gæta að þvi, hvort einhverrar veiðar sé að vænta. Sé svo er netið lagt. Við þurfum bara að gæta okkar á hákörlunum, segja þeir. Þessir náungar: skipstjórinn er 26 ára, en hinir á skipinu 20-24 ára, snúa ekki til hafnar fyrr en þeir hafa fyllt bátinn og þegar vel veiðist, færa þeir afla á land á mánuði, sem er allt að 740.000 króna virði.Laun þeirra eru greidd eftir hlutaskiptum, en þeir hafa einnig kauptryggingu, svo að þeir fá nokkur laun, þótt illa veiðist. Þeir eru að veiðum allt árið og eiga i rauninni aldrei fri, nema þegar þeir eru i höfn. Charlie — bilstjórinn okkar á hótelinu — er viðkunnanlegur náungi. Hann er kinverskur að uppruna og i útliti, en thai- lendingur af lifi og sál. — Ahrif kinverskra manna i Thailandi eru mikil og þeir ráða nærri allri verslun hér. Þeir eru iðnari en thailendingar, en nógu skynsamir til þess að blanda sér ekki i stjórnmálin opinberlega. Þeir sitja bara og kippa i spottana og jií _ wm * JljL<a Svefnherbergi Samranfjölskyld- unnar. Breiður rúmbálkur og flugnanet yfir. A veggjunum hanga myndir af konungsfjöl- skyldunni. ausa fé i flokkskassana — þvi að mútur eru eina leiðin til þess að komast áfram — eins þótt þeir segi allir, að þeir vilji losna við þær úr þjóðlifinu. Charlie fer með okkur i nýja kinverska musteriö i Bangkok. Við höfðum þegar komiö i flest 41. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.