Vikan

Eksemplar

Vikan - 09.10.1975, Side 14

Vikan - 09.10.1975, Side 14
- EÐA ERNA HVERFUl Vekjaraklukkan hringdi hátt og hyellt. Geir bylti sér í rúm- inu, opnaði augun, teygði sig íetilega í klukkuna, stöðvaði hana, lagðist út af aftur og lok- aði augunum. Hann hugðist ekki hreyfa sig fyrr en hann fyndi kaffiilminn leggja að svefndrukknum vitum sér. Hann var einn í rúminu, svo þess gat ekki verið langt að bíða. 'Geir hrökk upp við það litlu síðar, að hann fann enga kaffi- lykt. Þetta kom svo illa við hann, að hann hentist fram úr rúminu og fram í eldhúsið. Þar var engan að sjá. - Erna kallaði Geir og flýtti sér fram á baðherbergið, þar sem hann bjóst við að finna konu sína í miðri tannburstun. En þar var heldur enginn. Ekkert nema hálf tannkremstúba á kló- settkassanum minnti á Ernu. Hún^var vön að setja hana þar svo hann þyrfti ekki að teygja sig upp I skápinn. Hann kall- aði aftur:, Erna.'- og nú fyrst heyrði hann bergmálið í húsinu. Hann fékk ekkert annað svar. Geir sárlangaði í kaffi, en kunni engin ráð sér til bjargar. Því saknaði hann Ernu, og auð- vitað þótti honum líka ósköp leiðinlegt, að hún skyldi fara svona óforvarindis og skilja ekki einu sinni eftir miða. Hvað sem því leið varð hann að fá kaffi- sopa, svo hann fór að klæða sig og hugðist bæta úr þessari kaffí- vöntun niðri í bæ, áður en hann færi á skrifstofuna. Hann leitaði lengi að skyrtu, en fann enga hreina, svo' hann varð að fara 1 blettótta og illa þefjaða skyrtu, sem var búin að þvæl- ast lengi innan um . annað óhreint tau. Geir hugðist bæta lyktina með átta sinnum fjórum, en brúsinn var þá tómur. Jakk- inn var nokkurn veginn í lagi og buxurnarsömuleiðis, ncma hvað þær voru vitaskuld ópressaðar. Skórnir voru líka óburstaðir, en úr því mátti bæta í nýja skó- burstunartækinu á skrifstofunni. Loks komst Geir af stað, og honum létti við að komast undir bert loft. Það hafði verið svo- lítið frost um nóttina, en þó var ekki kalt. Ágætt gönguveður, svo hann ákvað að skilja bílinn eftir heima og ganga þennan spöl til kaffistofunnar á horn- inu beint á móti skrifstofunni. Ferskt morgunloftið hafði svo góð áhrif á hann, að hann var kominn í besta skap, þcgar hann tók í hurðina á kaffistofunni og ætlaði að ganga inn. Hún var læst. Lokuð. Geir leit á arm- bandsúrið sitt. Komið var langt fram yfir opnunartíma. Hvað hafði komið fyrir kellingarálft- ina, sem alltaf hafði verið þess albúin að snúast t kringum hvern þann, sem rak nefið inn um dyrnar. Geir langaði mest að blóta öllu i sand og ösku, en þar sem þetta er mesti ró- semdarmaður, stillti hann sig og'' leitaði þess í stað uppi aðrar kaffístofur. En þar var hið sama uppi á teningnum. Allar þessar kellingar og ungu stúlkur, sem aldrei virtust þreytast á að bera kaffí og með því í hvern sem var, virtust hafa gufað upp. Lokst gafst Geir alveg upp og ákvað að láta sér nægja kaffið úr vél- inni á skrifstofunni. Þegar þangað kom, þótti honum með ólíkindum hljótt. Hann sá hvergi símastúlkuna, ekki skrif- stofustúlkurnar, og ekki sá hann heldur einkaritara sinn. Þarna var enginn nema gjaldkerinn, piltur nýráðinn til þess starfs, heldur væskilslegur óg ólíklegur til að koma sér áfram. Trúlega góður til síns brúks eigi að síð- ur, þótt ekki kynni hann á kaffi- vélina fremur'en Geir sjálfur, svo á skrifstofunni var heldur ekkert kaffi að hafa. Geir gekk þungur á brún inn á einkakontór sinn. Þar var allt eins og venja var - I röð og reglu - og Geir fylltist sama ákaf- anum og á hverjum morgni, þegar hann gekk ótrauður til starfa. Dagurinn þessi yrði áreiðanlega góður til gróða,' og hann næstum sá seðlabúntin fyr- ir sér, þar sem þau hrönnuðust upp hjá gjal ranum. Þetta var óvenju g r rukkari þessi stúlka, sem nann réði fyrir nokkru. Sénnilega var það bara gott að hafa kvenmann við að rukka. Allt í einu mundi Geir eftir því, að hann þurfti að hringja í bankann vegna yfirfærslu. Hann greip símann, en ekkert gerðist. Engin rödd, sem spurði: Hvað var það fyrir for- stjórann? Geir vissi ekki, hvað- an á hann stóð veðrið, rauk þó upp úr stqlnum og æddi fram að skiptiborðinu, snerist þar á hæl og tá í nokkra hringi, sló á alla takka og sneri öllum skíf- um, en ckkert kom að haldi. Geir sá enga leið aðra cn hlaupa í bankann. Hann hentist af stað, en í bankanum tók ekki betra við. Þar var slíkt öng- þveiti, að lá við neyðarástandi. Óskipuleg biðröð náði langt út á götu, og inni I afgreiðslusaln- um var örtröð eins og á sveita- balli, þar sem hver keppist við að troða sér fram fyrir annan. Bak við afgreiðsluborðið hring- snerust nokkrir hlægilega úfnir og kófsveittir karlar og voru sýni- lega I mestu vandræðum með sjálfa sig og kúnnana. Geir beið nokkra stund, en gafst svo upp, enda orðinn sár- soltinn, hugsaði með sér, að hann yrði að reyna að hringja í bankann seinna um daginn, leitaði uppi matsölustað og ætl- aði að seðja þar sárasta sultinn. En það virtist þá vera jafnfjar- lægt takmark og að fá afgreiðslu í bankanum. Bak við skenki- borðið stóð einn kokkur, sem svitinn bogaði af, en framan við' borðið þjappaðist saman hópur manna, sem eins var ástatt fyrir og Geir. Geir ákvað að þrauka en þegar röðin var loks komin að honum, var honum orðið svo ómótt I troðningnum, að hann hafði tnisst alla matarlyst. Hann hristi höfuðið, þegar kokkurinn spurði, hvað það væri fyrir hann, snerist á hæli og gekk út. Það var komið fram yfír há- ÆTLAR N NIÐUR VI Eins og kunnugt er af fréttum hafa íslenskar konur verið hvatt- ar til þess að leggja niður vinnu 24. október næstkomandt til þess að sýna fram á, hve mikil- vcegu hlutverki þœr gegna t ísl- ensku atvinnulífi. Tillaga þessa 'efnis kom fyrst fram á ráðstefnu láglaunakvenna, sem haldin var í Reykjavík á útmánuðum í vet- ur. Tillagan var samþykkt þar og etnnig á kvennaráðstefnunni á Hótel Loftleiðum, sem haldin var dagana 20. og 21. júnt í sumar. Þar var skiþuð nefnd til að annast undirbúning að- gerðanna, og leitaði hún sam- starfs við fjölda félagasamtaka, sem tilnefndu fulltrúa á fund, sem haldinn var í Reykjavík í seþtember. Þar var skipuð fram- kvæmdanefnd um vinnustöðvun kvenna 24. október nœstkom- andi og hefur hún starfað af krafti síðan. Enn er þó með öllu óljóst, hve almenn þátttaka kvenna t vinnustöðvuninni verð- ur, en Vikan leitaði til fjögra valinkunnra kvenna og lagði fyrir þcer spurninguna: Ætlar þú að leggja niður vinnu 24. október næstkomandi? Svör þeirra fara hér á eftir. 14 VIKAN 41. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.