Vikan - 09.10.1975, Qupperneq 15
[
AÐ HEIMAN
degi, þegar hann kom aftur á
skrifstofuna. Þar var engan
mann að sjá - ekki einu sinni
gjaldkerann. Geir gekk inn í
gjaldkerastúkuna og hugðist
gleðja þreyttan hug sinn við að
telja peningana, sem rukkarinn
hafði komið með. En í peninga-
skápnum var engan seðil að sjá
aðeins nokkrar krónur 'og tí-
kalla, sem höfðu af einhverjum
orsökum legið þarna vaxtalausir
síðan I gær. Á borðshorni gjald-
kerans rak Geir aftur á móti
augun í plastpoka, sem I voru
nokkrar rúgbrauðssneiðar með
JAÐ LEGGJA
SJNU 24.0KTÓBER?
HERDÍS EGILSD Ö TTIR
KENNARI:
1 skóianum, þar sem ég kenni,
eru börnin ung, allt niður I
fimm ára. Þau koma hvaðanæva
úr bænum og sum lengra að.
Ég gæti því aðeins Iagt niður
vinnu þenhan dag, að það væri
mjög vel boðað foreldrum, svo
að engin hætta væri á, að börn-
in kæmu hér að tómu húsi. Ég
er lítil baráttumanneskja utan
heimavallar, en er þakklát og
ber fyllstu virðingu fyrir þeim,
sem berjast, innan skynsamlegra
takmarka, fyrir bættum félags-
legum aðstæðum.
... MARGRÉT GUDMUNDS_
. DÖTTIR LEIKKONA
Ég felli mig ekki alls kostar við
þetta tal um kvennaár og
kvennaverkfall, því að mér
finnst svolítið niðurlægjandi að
grípa skuli til slíkra aðgerða til
að vekja athygli á jafnsjálfsögðu
máli og jafnrétti kynjanna er.
En úr því að svo er, mun ég
taka þátt 1 vinnustöðvuninni, ef
samstaða verður um slíkar að-
gerðir meðal samstarfskvenna
iminna. Þá vildi ég einnig, að
húsmæður gætu minnt á sín
störf þennan dag að svo miklu
leyti, sem hægt er.
smjöri og osti. Hungrið náði
tökum á honum aftur, hann
greip þlastpokann og skaust með
har;n inn á kontórinn sinn. Þar
settist hann harla ánægður við
skrifborð sitt og maulaði nesti
gjaldkerans...
...Sjaldan hafði Geir verið
SVALA THORLACIUS
FRÉTTAMADUR
Afstaða mln byggist fyrst- og
fremst á því, hvort tekst að ná
víðtækri samstöðu um málið,
annars missa aðgerðir sem þess-
ar marks. Fram til þessa hefur
samstaða íslenskra kvenna al-
mennt því miður verið bágbor-
in, okkur er tamara að nöldra
hver I slnu horni eða þá I sauma-
klúbbnum fremur en sýna sam-
stöðu I verki. Hvað viðkcmur
sjónvarpsfréttum þennan dag
hittist svo á, að af þremur frétta-
mönnum á vakt eru tvær konur.
Guðjón verður því að halda vel
á spöðunum til að fylla frétta-
tímann, ef við Sonja förum báð-
ar I frl. Hins vegar má benda
á, að báðir útsendingastjórar
frétta eru konur, og án þeirra
fara fréttir tæpast I loftið, nema
þá einhver fyrirrennari þeirra
karlkyns hlaupi I skarðið.
eins örþreyttur og þegar hann
kom heim þetta kvöld. Þar beið
hans þó ekki dúkað borð með
dýrindis réttum, heldur aðeins
kalt og tómt húsið. Hann hafði
rétt þrótt til áð skreiðast I rúm-
ið, áður en hann sofnaði og svaf
svo draumlaust þangað til morg-
uninn eftir. Þegar hann vakn-
aði, stóð Erna við rúmið hans
hress og kát. Hann spurði hana,
hvort þetta hefði allt verið slæm-
ur draumur.
- Nei, nei elsku Geir minn,
svaraði hún brosandi. Það var
bara tuttugasti og fjórði október
I gær, og við konurnar á íslandi
gerðum allar verkfall....
EDDA ANDRÉSDÓTTIR
BLAÐAMAÐUR:
Já, ég ætla að leggja niður vinnu
þennan dag. Mér skilst, að
framkvæmdanefnd um þessa
vinnustöðvun líti á það sem fulla
þáttöku I henni, þótt vinna sé
ekki lögð niður nema hluta úr
degi, en mín vinna er þannig,
að slíkt kæmi að engu haldi,
og mun ég því ekki mæta til
vinnu 24. október.
41. TBL. VIKAN 15